Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2008 | 13:23
Sprengjuástand í borginni.
Jebb elskurnar. Hér sit ég með andarungann í hálsinum og víbra eins og ég veit ekki hvað. Það er nefnilega nifurrifsverkamannahópur að sprengja upp grunn og brjóta niður hús hérna bara rétt upp við litlu íbúðina mína.
Á fimm mínúta fresti er bara eins og himinn og jörð séu að farast. Hmmm... ekki alveg það besta sem maður upplifir þegar maður skríður heim úr skólanum og ætlar að leggja sig aðeins... Maður er nú orðin svo forn að maður skellir í sig eggjaköku og swiss miss og þá verða augnlokin bara eins og blý.
En óháð því öllu saman er ég bara í smápásu og er á leið í salinn að sprikla og æfa þessa koparbrúnu upphandleggsvöðva... hehehe...
Jumm talandi um það þá virðist nú vera bara þessir sætu litlu appelsíngulu strákar sem heimurinn þarf að passa sig á. Það er bara rænt og ruplað til að komast í ljósabekki og vax... Nei COME ON svo maður sletti nú aðeins.... Hvar er karlmennskan hmmm... Nei ég veit ekki hvað er í þessu brúnkukremasamansulli en það virðist vera betra en margt af því dópi sem er selt í Reykjavík. Gaman yrði að senda einn brúsa eða svo í efnagreiningu til að komast að því.
En Vetrarhátíðin er að skella á og maður þarf að búa sér nesti og nýja skó til að komast yfir öll ósköpin sem er alltof mikið af þetta árið. En tölum um það seinna bara.
En hérna aldrei þessu vant skelli ég inn smá litagleði að venju handa ykkur og hafið það nú gott í dag esskurnar...
Svona er hægt að gera krass að góðum hlutum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 19:39
Smá gleðilitir.
Jebb ég er enn í lágmenningarlitabombu heimsmenningasvæðiskynningu. Ands. voða er maður orðinn háfleygur eftir þetta netleysi. En þetta litla vídeó er af veggjalistamenningu El salvador, þanning að þið sjáið að það er ekki bara hér heima á litla gráa eyjaskalanum okkar sem fólk hefur gaman að því að gleðja augað.
Og þetta er ekker HELV. MLC rusl sem prýddi borgina hér um daginn... En annars mun ég ávallt vilja og helst fá í gegn að leyft verði að smella á nokkra veggi hér og þar. Þetta er ekki hægt að búa í gráskala steynsteypufrumskógi...
Ég held að hjarðdýrin mundu nú aðeins róast aðeins ef að litadýrð á veggjum drægi athygli frá því að berja hvort annað um helgar hehehe... En hvað finnst ykkur... Og ekki gjamma í mér um hvað graff er hroðaleg heldur bara hvort þið mundið nú ekki vilja smá liti inn í lífið ykkar á röltinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 19:24
Kæru SamFangar.
Jæja við hin frjálsu eyjaskeggjar sem fáum að vera svo heppinn og útvalin að fá að taka þátt í Bananalýðveldis Raunveruleik okkar yfirmanna... Hehehe nei bara að gjamma smá. En hvað haldið þið esskurnar... Andspyrnupjakkur bara kominn með næringu í æð og útliggjandi í augnablikinu.
Jebb ég er tengdur alheimsnetinu ógurlega og get flakkað hér um að vild. Ha... Snilld, en það fynda er að samskiptaGuðir þessa heims ákváð þó að refsa mér með því að skemmileggja símann minn. Jebb það er þverfótað fyrir tæknivandræðum og veseni.. Nú er bara að koma Nod afstað svo sýklar vefsins loki mig ekki úti.
En óháð öllu því þá er ég mættur á ný Whoohooooo....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 14:46
Kikna í hnjánum...
![]() |
New Kids on the Block saman á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 14:04
Linda Blair.
Nóróveira.... Hjálpi mér hvað þetta hljómar bara eins og eitthvað sem vélskepnur framtíðarinnar mundu fá... En ekki er þetta neitt öðruvísi en áður og víst ekkert verra.
En þó þekki ég fólk sem liggur bara og hausinn hringsnýst 360 gráður og spýjan stendur í allar áttir eins og gosbrunnurinn i tjörninni.
Lukkulega virðist enginn vírus vinna á mér... 7...9...13.
Talandi um það, hvað er leyndarmálið á bak við 7.9.13.
Hefur nokkur vitneskju um það... En ég er bara rétt að líta inn... Er í miðjum tíma að reyna að fylla toppstykkið af ganglausum upplýsingum hehehe. Kikji við seinna.
Úúúú´kíkið á Rafdrottinn voran og sjáið myndir af einkasyninum...
![]() |
Nóróveiran leggur Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2008 | 18:41
Pólitískt hæli eða Fríríki...
Jæja þá er borgin á öðrum endanum og allt í bál og brand. Litli sæti DraumaDagurinn bara farinn og Botox kóngurinn Björn Ingi svamlar bara í hringi. En sem betur fer stendur keisarinn Villi eftir...
Hmmm... Ég nefnilega veit að það þýðir nú lítið að gjamma og urra eitt né neitt, því það sannaðist nú feitt að sauðsvartur almúginn hefur ekkert með málið að segja...
En ég mæli með að safnast verði saman nóg af fólki til að mynda fríríki útí Papey, ekki fyrir okkur heldur fyrir þá sem eru í þessari svokallaðri stjórn. Smíða risasandkassa og leyfa greyjunum að veltast uppúr vitleysunni hjá hvort öðru og þá fáum við frið.
Tökum upp sjálfsþurftarbúskapinn aftur og förum bara í víking og sýnum að við erum STOLTIR Íslendingar sem láta ekki litla pappakassa trufla okkar í að vera með almennilega eyju, ekki þessa sífellu geðshræringarsveiflur alltaf.
Nei ég veit ekki... Kannski maður bara sæki um pólitískt hæli í Frakklandi og leyfi bara eyjabúum sem eftir sitja að kála hvort öðru og svo sækjum við bara landið aftur heim og höfum þetta rétt í það skiptið. Hehehe annars er allt bara á fullu hjá mér við að gera ekkert og allt.
Það er að koma að því að ég fylli upp allt af myndum af þeim verkefnum sem ég er búinn með í Alnetsleysinu og kem með daglegt rugl og læti...
Sakna ykkar allra esskurnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.1.2008 | 14:53
Fráhvörf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2007 | 17:02
Skrýmslafóður í matinn....
Jæja enn eitt matarboðið bíður nú handans hornins nema í þetta skiptið er það hreinræktuð Ófrynja sem verður elduð ofan í ginið á manni... Og hvað skyldi fá að prýða diskinn minn í kveld. Skyldi það vera nýskotið villidýra hreindýr eða einhver önnur eðalfjallaskepna.... Neibb... Þetta fyrirbrigði er víst synt og er með því ófrýnasta sem ég hef haft þá óheppni með að hitta.
Jebb þetta er víst skötuselur... Hehehe jebb það er satt að ég ætla að leggja þessa hrikalegu skepnu mér til munns, þó með loforðum og allt saman um að þetta kvekendi eigi víst að vera jafngott og það er ljótt. En þó skilst mér að þetta bragðist víst líkt humar á einhvern hátt en ég skal þó skrifa upp dóm um þessa lífsreynslu á morgun ef ég lifi það af að gúffa þessu í mig.
Annars vaknaði maður bara bústinn og rjóður í kinnum í jólasnjónum í dag og skellti mér bara í heillanga aftakaveðursgöngu hingað og þangað og endaði nú bara hjá Móðurinni sem er að skella hengiketi oní hálfa ættina í augnablikinu. Hehehe mér sýnist nú glitra á smá vonbrigðar tár á hvarmi hennar fyrst maður er nú ósvífinn að stinga pakkann af og fara í Ófrynju átveislu hjá félaganum...
En maður getur nú ekki slegið hendinni upp á móti heimilseldaðu ofsaskrýmsli, og skellir sér bara í familí pakkann að ári liðnu...
En annars bara brosir allt lífið við einhvern veginn þó að sturtan mín sé stífluð og það sé nú bráðum að byrja "eðlilegt" líf handan hornins. Þanning að ég ætla að skella mér í gallann og skunda á örlaganna fund og bið að heilsa ykkur öllum þarna úti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.12.2007 | 21:45
Jólablístur.
Uuuurrrggghhhhh..... ææææ hvað það er nú er gott að tæta af sér kurteisishamin og láta bara vömbina flæða fram yfir buxnastrenginn og skella sér í hlýrabolin og klóra sér á stöðum sem varla má minnast á á jólunum hehehe.... Ekki það að vömbin á mér flæði eitt né neitt frekar en fyrri daginn. Maður er nú matgrennri en sigurverari Top model hehehe.
Þó að naflinn á mér standi örlítið út útaf þessu óendalega gómsæta matargræðgisáti.... En það reddast með stanslausum hlaupum og æfingum fyrir áramótin hahaha. Smelli mér í puma gallann og uppháu gammasíurnar og tek hringinn hahahha. Nei nei ætli maður leggist ekki bara uppí loft og andi sem minnst til morguns. Mann langaði nú bara að skella inn einu stuttu meðan maður er nálægt nettengdu fólki hehehe. En annars vona ég að þið hafið það öll jafngott og hægt er þarna úti og njótið nú þess bara að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 18:02
Jæja esskurnar.
Hafið það nú sem allra best öll þarna úti og reynum nú að draga jólaandann inn í nýja árið. Hlakka til að fylgjast með ykkur esskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)