Færsluflokkur: Bloggar

Kornfleks...

Ef þetta virkar þá er þetta bara fyndið. 1950 kornfleks jummjumm.

Appelsínugulu englarnir....

HelloGirlsHunksAlltaf fyndið hvað það er nú gaman að sjá þessa "karlmenn" spranga um gólfið með vaselínglottið og appelsínugulu svaka bringuna. Ég fékk nú hálfgerðan aulahroll og beið eftir að á skjánunum mundi birtast númer til að panta heim einn heitann hunk....

Og svo er það alltaf sem þeir segja, nei nei ég ætlaði ekkert í þessa keppni, þetta var bara djók...En jæja... þetta virkar greinilega fyrir einhverja... en ekki mig.... Veljið íslenskt lambakjöt... Á diskinn minn.


mbl.is Herra Ísland stefnir á háloftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er að losna úr klefanum...

Jebb það er loksins komið að því að flytja úr "klefanum" mínum og í almenninlega íbúð. Fékk bjöllun í morgun og var tilkynnt að ég fengi nú íbúð. Litla sæta íbúð. Whhooohoooo. Ég er búinn að búa í "klefanum" í yfir ár og er alveg að fá snert af cabin fever.

Þanning að núna um helgina verður bara dedúað og safnað saman búslóð og byrjað að flytja... Eina málið er að maður verður netlaus í x langan tíma. Þarf að finna eitthvað gott netfyrirtæki.... Ekki vondaphóne samt... Kannski maður skelli sér í hæfið.... En jæja ég ætla að rölta eitthvað með háfleyg plön um innréttingar og alles. Hehehe. 


Brokeback Vietnam.

Ég settist niður í kvöld og horfði á nýju myndina sem Christian Bale leikur í þarna Rescue Dawn. Og viti menn, þetta er í fyrsta skipti þarsem ég nota orðið átakanleg mynd. Og í þeirri merkingu að allt við þessa mynd er rosalegt, og maður finnur hreinlega fyrir þvi sem þeir gengju undir.

Hún fjallar semsagt um hermann úr Fjandaríkjunum sem brotlendir í Laos og lendir í klónum á hermönnum og er tekinn til. Svo er hann færður í fangabúðir þarsem eru 5 aðrir fangar og fylgjist maður með öllu því sem fylgir.

Eini gallinn er að hún er svoldið "hrein". Allt eitthvað svona voðakurteist á furðulegan hátt. En allur leikur og leikarar eru eðalefni. Og maður bókstaflega fær að sjá Christian Bale horast niður í supermodel stærð á meðan öllu stendur. En það er einmitt soldið um svo svakaleg karlmennskubönd að það brakar hreinlega í leðrinu og maður fær svona Brokeback Vietnam fíling.

En þetta er mynd sem ég mæli eindregið með og ættuð að tékka á henni... Annars er ekkert í gangi nema ég bíð ENNÞÁ Jóna... Eftir þér baby baby...Kissing


Berjumst með blómum og fáum samkynhneigðar Löggur....

flowerchucker banksy - kissing copsÉg held nú að heimurinn væri betri svona. Engar aftökur með rafbyssum, Sem er svona þegar ég minnist á það verið að reyna að troða í lúkurnar á þessum lögguköllum okkar... Heilgrillaður Íslendingur í bjórsósu liggur á víð og dreif um borgina ef það verður...

Þanning að bara að hafa þetta þanning að blómí stað byssna og ástfangna fjallmyndarlega löggukalla...

En annars að öllu gamni slepptu þá þarf nú að vekja aðeins athygli á Birni  Bjarnasyni og hans plönum að strippa okkur af persónulegu frelsi og vopnvæða löggur.....

 

Kikjið við á linkinn hjá Skorrdal og kvittið nú.... 


Pixel fyllerý....

Æ hvað ég kannast nú við þetta. Ekki að börnin mín séu nú að leika sér allar nætur... Heldur er það ég. Jebb ég var nefnilega að fá mér Hellgate London (Löglega) hehehe. Og það er eins og við manninn mælt að maður fær sig ekki frá skjánum. Sit bara beinstífur og stari inn í eldrautt sólskinið í gereyðilagri Lundúnaborg þar sem andskotar og ófrynjur hafa hreiðrað um sig og bíða þess að gæða sér á gómsætum djöflaveiðimönnum... Eins og mér...

En það er einmitt ekkert smá "addictive" við að spila tölvuleiki, stíga inn í annan heim yfirfullann af öllu því sem er ekki til hérna megin. En gallin er að maður getur varla hætt nema maður missi meðvitund. Og sjá þessa krakka, þeir eru að halda út heilu helgarnar ósofin og matarlaus... Hehehe ótrulegt verður að sjá þau í ellinni. Með beygluð bök og ónýta úlnliði... Og ég tala ekki um þegar fer að slá út í toppstykkinu og maður heldur að leikjaminning sé alvöru minninning. En ég einmitt enda þarna, vonandi bara beintengdur við lyklaborð og skjá með næringu í æð og einhvern til að snúa mér öðru hverju. Það yrði nú gott.... Skellum bara haglabyssu og leyserhandsprengju upp í lúkurnar á Latabæjargenginu og fáum það til að elta mann upp um fjöll og firnindi. Það ætti nú að halda manni í smá æfingu...


mbl.is Skrópa vegna tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

R2dmöööö....

Æi nei... Það er nú ekki hægt að hafa þessi grey bara inni. Uppblásnir ketsekkir fullir af mjólk og brostnum vonum... Líst ekki á þetta. Og ekki eini sinni hlý snerting bara hjal í tannhjólum og kalt ópersónulegt káf einhvurs málm róbota...200px-GIR_Goes_Crazy_and_Stuff01
mbl.is Kýrnar hafðar inni allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allir afstað....

Jebb nú er það sápuópera þessarar viku... Hver getur gjammað hæst og hver mun hafa sigur úr bítum í hatrammi Dómsals bloggheima ópera nú þegar er búið að draga manninn sem "drap" íslenska skemmtisenu til dóms. Verði hann sekur fundinn verður þá farið fram á afhöggvun allra kapla og nettengingarbúnaðar svo sveltir skemmtarar þessarar eyju geti nú haldið áfram að koma fram og halda okkur heitum....Alien

Hver er glæpamaðurinn.... Kannski Þú..... Eða Skífan...Eða ég...

Er það þessi yfirdýra álagning á öllum diskum sem innihalda tónlist, og afhverju eru íslenskir diskar jafndýrir ef ekki dýrari en erlendir... Er það allir sem nota torrent... Er það bara grey maðurinn sem bauð uppá fyrirfram tilbúna þjónustu... Ekki gerir þetta neitt nema maður mun versla meira að utan í gegnum netið og fá vörunna töluvert ódýrari (afeinhvurjum ástæðum) allt upp í helming ódýrari... Hvað er líka málið með þessa markaðsheimtufrekju hjá Skífunni.... "Eina Verslun LAndsins"... 'eg kalla á opinbera rannsókn á verslunnaraðferðum og á álagningu á tónlist Dvd og tölvuleikjum hér á þessi afturkreistings markaði..... Hættum að láta taka okkur ósmurt í Swiss missið og opnið augun fyrir því sem er ske hér í sambandi við þetta allt saman.... Og kikjið á félaga voran Rafdrottinn góðan sem leynist hér...

Http://rafdrottinn.blog.is/blog/rafdrottinn/


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagarfljótsormurinn....

Það er nú ekki mikil hætta af svona litlum greyjum eins og þessum sem var "eytt" bara fyrir að vera ólöglegur ormur...  Það væri nú allt í lagi að fara aðeins að færa Ísland okkar framar á merinni og leyfa þessi grey... Ef einhver mundi messa í slöngunni manns yrði maður nú ekki par ánægður, þetta er nú ágætis gæludýr...
mbl.is Snákur finnst við húsleit á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband