Pixel fyllerý....

Æ hvað ég kannast nú við þetta. Ekki að börnin mín séu nú að leika sér allar nætur... Heldur er það ég. Jebb ég var nefnilega að fá mér Hellgate London (Löglega) hehehe. Og það er eins og við manninn mælt að maður fær sig ekki frá skjánum. Sit bara beinstífur og stari inn í eldrautt sólskinið í gereyðilagri Lundúnaborg þar sem andskotar og ófrynjur hafa hreiðrað um sig og bíða þess að gæða sér á gómsætum djöflaveiðimönnum... Eins og mér...

En það er einmitt ekkert smá "addictive" við að spila tölvuleiki, stíga inn í annan heim yfirfullann af öllu því sem er ekki til hérna megin. En gallin er að maður getur varla hætt nema maður missi meðvitund. Og sjá þessa krakka, þeir eru að halda út heilu helgarnar ósofin og matarlaus... Hehehe ótrulegt verður að sjá þau í ellinni. Með beygluð bök og ónýta úlnliði... Og ég tala ekki um þegar fer að slá út í toppstykkinu og maður heldur að leikjaminning sé alvöru minninning. En ég einmitt enda þarna, vonandi bara beintengdur við lyklaborð og skjá með næringu í æð og einhvern til að snúa mér öðru hverju. Það yrði nú gott.... Skellum bara haglabyssu og leyserhandsprengju upp í lúkurnar á Latabæjargenginu og fáum það til að elta mann upp um fjöll og firnindi. Það ætti nú að halda manni í smá æfingu...


mbl.is Skrópa vegna tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ertu orðinn svona?

<img src="http://carnagecorp.com/pub/pictures/fse09.jpg">  

Davíð S. Sigurðsson, 22.11.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Davíð S. Sigurðsson, 22.11.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: Bara Steini

AHAHAHAHHAHAHA Það er svona gaur að vinna í 10 11.... Ég dó úr hræðslu. Sneri mér við til að fá afgreiðslu og einn svona var á bakvið kassann HAHAHAHA

Bara Steini, 22.11.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband