Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2007 | 03:03
Helv.erfitt.
Það er rétt... En samt ligg bara hér í hálfgerðri flækju. Helgin var frekar erfið eftir fréttir af góðum félaga sem er í erfiðum málum og gistir nú bara götur borgarinnar... Það fékk mig aðeins til að fara í svartnættið... Það er ansi erfitt að vera sífellt svona á einhverju gráu svæði og maður virðist ekkert komast eitt né neitt... Æææii ég ætla ekki að fara eitthvað að væla hérna en það er bara eitthvað svo stór heimurinn í augnablikinu og það er eitthvað svo langt bara í eitthvað sem ég veit ekki hvað' er...
Það er bara ekkert gott að vera til í nótt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 16:52
Vefengill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.11.2007 | 14:05
Litríkara rafmagn...
Fyrst það þarf að skipta hvorteð um kassann hverning væri að smella þessum bara upp. Betri en þessi grámygla... En vonandi lagast þetta fljótt. Hörmulegt að vera rafmagnslaus.
![]() |
Eldur logaði í tengikassa á Eiðisgranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 13:40
Bara fyrir augað....
Jæja. Þið ykkar sem hafið séð Labyrinth og hafið gaman að svona extra-öðruvísi skúlpturum ættuð nú að skella ykkur inn á þessa síðu. Ron Mueck er með einum af þeim allskemmtilegri listamönnum þarna úti. Hann hefur einmitt unnið við sköpun ýmissa furðuskepna og ófrynja í kvikmyndum og er einning að gera þessa einstöku skúlptúra.
Http://www.creativepool-compensis.de/mood_art.mueck.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2007 | 02:06
Boðefnavæmnisritun...
Nú er ég búinn að vera að spá í einu... Munið þegar við vorum lítil... Var ekki alltaf miklu meiri snjór. Ég er búinn að sakna svona alveg vindlausu og hljóðu kveldi með fullt af snjó og bara ekkert nema snjó. Og ekki svona tjörutjargaðan slabbsnjó heldur svona ævintýra yfir öllu í rólegheitum, swiss miss í bolla og arineld snjó... Þegar maður þurfti að hafa fyrir því að reyna að klöngrast yfir heljarins skafla og læti. Það er þó betra en þetta hálfgráa rignarveður sem lætur manni líða smá eins og maður sé uti í Bretlandi eða eitthvað... Æi ég veit ekki...
Kannski er ég bara fullur af einhverri nostalgíukasti. En jæja. Það er farið að lygna hérna í Bloggheimum og trúarhitinn kominn í svona venjulega vorgolu og býður maður bara með hjartað í buxunum að þetta sé ekki augað á storminum. En samt er það greinilegt á mörgum bloggum sem maður hefur nú hætt sér inná að það er enn nóg sem þarf að taka á og reyna fá eðlileg viðbrögð við. En það tekur allt tíma og þolinmæði. Sjáum hvað setur á morgun.
Ég ætla að stökkva í bólið og bíða eftir að bólgan við nýja húðflúrinu mínu hjaðnar og verð vonandi kominn í rétt og pirrað skap á morgun Hehehe eigið annars sem besta nótt þarna úti í kjötheimum og verum nú góð hvort við annað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.11.2007 | 01:40
Vændissveinninn.


![]() |
Jólasveinninn má ekki segja hó hó hó! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 15:53
Maður furðar sig...
![]() |
Réðist á fyrrum sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 14:54
Opinberar Aftökur...
Ég er mikið búinn að spá og bæði verja og ekki verja umræðu sem kemur alltaf upp á yfirborðið. Það er með t.d tölvuleiki og internetnotkun geti haft áhrif á bæði börn og fullorðna í samskiptum sínum í kjötheimum... Og nú í dag get varla annað en tekið undir mikinn part af því að það sé bara allskostar ekki ólíklegt... Sjáum bara Youtube... Slærð inn tvo orð og færð að horfa á stigakeppni í mannsmorðum og athugasemdir við mörg vídeoin þarsem gerandinn er annhvort rakkaður niður fyrir að hitta ekki nógu vel eða heillaður ef hann nær drápi... Það ganga á erlendis bloggsíðum veðmálapakkar hver toppar nú Colombine og hvar það verður... Í dag opnaði ég bloggið hér og viti menn, hér beið bara á nýjustu færslur bæði "aftaka" á manni af öryggismannavarðahöndum og ýmislegt annað huggulegt...
jújú... vekjum athygli á málunum en það er líka að hafa í huga hvað skapast útfrá þessu í bæði barna og fullorðins hugum. Fólk dofnar meir og meir með hverju árinu og hellt er alltaf yfir mann með reglulegi millibili subbuskap og látum... Svo er auðvitað fylgst með öllu, segja mammann og pabbinn og fatta nátturulega ekki skít því krakkar í dag eru bókstaflega beintengd netinu og vita nákvæmlega á fela og sýna hlutina. Og það er bara eitthvað rangt við að unglingskrakkar skuli vera að senda á milli sín aftökur og limlestingar á hermönnum og fólki í stríðinu. Og við erum að tala um hluti sem eru algera hálfótrulega ógnvæglegir... Slagsmálahelgin mikla á Skaganum er einmitt lika á utube og eru íslendingar lítið öðruvísi að því leytinu en aðrir...
En hvað skal gera... Ja nú stend ég á gati og ætla bara að taka því rólega í dag og hafa það fínt... án aftaka og subbuskaps svona einu sinni... Og ég er ekki að æpa á ritskoðun eða neitt þanning bara hvað er farið að vera að þegar fólk er að velta sér uppúr aftökum og svona hrikalegum subbuskap... Svo segir fólk að Snuff sé ekki til... Farðu bara í bookmarks á næstu tölvu og innann tveggja mínútna ertu með dauðann á skjáinum sem bíður þess sem þú vilt sjá....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2007 | 23:24
Hug Mynda Laus...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)