Færsluflokkur: Bloggar

Jebb...

Það er ekki beint Anni sem ég mundi segja hættulegan... Heldur er að staðreyndin að það virðist enginn vera að vinna lengur niðrá löggugeymslustað... Fólk bara röltir inn og út, og hvað, er löggurnar sem  geta hlaupið ekki á vakt á virkum dögum... Kannski er þetta bara allt samsæri sem löggukapparnir settu saman yfir kaffibolla... Bara svona til að fá smáfjárveitingu þá lítum við bara ekki til hægri í smástund.... Nei skrýtið er þetta... Og sjáum nú hvort það endi ekki eins og með flest alla strokufanga að hann skili sér sjálfur því stundum geta löggukapparnir ekki fyllt á bílana sína eða jafnvel reimt skóna vegna sparnaðar....

22128875_f646fae6b8_m


mbl.is Hættulegur strokufangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta þorandi???

Mig langaði bara að aðeins að spá... Í sambandi við alla þessa umræðu um rasisma og hópamyndanir með eða á móti... Til dæmis þessir krakkar sem stofnuðu þennann myspacehóp. Þetta er flest allt unglingar og ég var að spá... Hefur einhver einhverntíma hlustað á eitt né neitt sem þau eru að spá. Eða er vaðið áfram og bara hellt sér yfir allann hópinn með köllum og siðapostulum... Mér finnst oft eins og umræðan stoppi strax þarna einhvernveginn. Og ekki misskilja mig, ég er ekki að verja eitt né neitt né er ég að tala um þessa alvöru rasistahópa sem vaða uppi... En eftir að hafa skoðað þennann á móti Pólverjum hóp, þá sá ég ekki betur en þetta eru flest allt krakkar að berjast á móti hvort bara eins og venjulega nema núna er þetta undir rasisma... Og auðvitað er það stórhættulegt en þá held ég að málið sé ekki að fordæma og garga og gera allt vitlaust, heldur bara að setjast niður, ef það er hægt og ræða málin...

Eitthvað þurfum við gera áður en þetta endar í fleiri ofbeldisverkum og jafnvel dauða... 


Allt í auga áhorfandans...

Það er nú meira hvað maður er búinn að skipta sköpum oft í dag... 'uúúúff segi ég bara og strýk yfirsoðið toppstykkið. Það er nefnilega eitt sem fer í mitt fínasta hástrengda taugakerfi og það er svona hatrammar umræður. Og nú er það fordómarnir.

Það er ekki umræðan beint sem strekkir á mér heldur er það hvað mannskepnan getur nú verið einstaklega grimm og hreinlega blind á aðra hluti en sæma í þeirra lífi. Og sama hvað maður reynir nú að vera æðrulaus og opinn fyrir "staðreyndum" sumra þá fer þetta hatursrugl hreinlega inná sálina og reynir að verpa sér inn hjá manni sjálfum.Og það er skelfileg tilhugsun.

Er það ekki að ef ég fer að hata tilbaka þá er ég einfaldlega að opna fyrir alla þá möguleika sem hatur býr yfir og á hættu að enda eins og það sem ég reyni að breyta...

Hmm veit ekki og er of þreyttur til að velta því fyrir  mér núna...

 

 


Smá hrollur fyrir svefninn.

Grínlaust þá er þetta fyrsta Mack auglysing allra tíma... Gæti útskýrt eiithvað af þessum djúpu sálrænu sárum... En verra er þegar theme lagið  festist i kollinum og gerir mann geggjaðann eftir nokkra daga...

 


úúú´bbsss ég gleymdi valentiusar ástarkossinum...

Hafið það nú sem best esskurnar...

Hmm...

Hehehe nei hvur andskotinn... Ég varð bara að skella þessu landflótta dæmi hérna inn... Ekki sénsinn að maður láti nafn og andlitslaust lið komast upp með að vera fáfrótt og kolvitlaust hérna á sveimi og leggja á flótta undan svona vísindalegum og velupphugsuðum rökum eins og það heldur fram... Hahaha fátt skemmtilegra og hræðilegra en að fylgjast með svörum sumra sem príða athugasemdakerfi fólks sem þora að segja það sem segja þarf... Og það fólk kemur allt undir nafni og mynd meðan hinir fela sig bakvið nafnleysið... Segir það meira en segja þarf.. Þanning að ég er kannski ekki beint að fara að flýja þennann vígvöll sundraða skoðanna... Neibb heldur stend þeim við hlið sem hafa eitthvað að segja og verja það sem þarf að verja til að þetta litla samfélag verður eins og mannasamfélag ekki einhver geggjaður raunveruleikaþáttur...

Tími á að leggja árar í bát...

Ég held ég hætti hérna bara... Takk fyrir vinskapin þið sem eigið það skilið og þið hin... vonandi verður eitthvað úr ykkur þegar þið þroskist... Kannski kem ég aftur en miðað við hverning fólk hagar sér hérna inn á mbl þá hálfskammast maður sín fyrir að vera manneskja.... En þeir örfáu eiga heiður skilið fyrir að vera snilldar fólk... En það lítur út fyrir að aumingjarnir vinni eins og alltaf með sínum forpokaða rigni upp í nef fordóma rétthugsunnarsemi sinni og finnst manni stundum að maður sé bara að kasta bloggum fyrir svín... Bæbæ...

10ára á móti 40 ára...

Og hann blindfullur að reyna að skemmta sér eitthvað kallinn og drengstaulinn virðist ekki kunna að haga sér... Hvað er ráða... Bara að skella einum gúmorren beint á snúðinn á TÍU ára drenginum...

Það er allt i lagi meðan krakkinn kann ekki að haga sér...

Veistu...Stundum bara finnur maður bara siðmenntaða partinn í þessum heim hreinlega visna upp og deyja...

 

Og skilorð fær fíflið fyrir að berja barn... Ég segji mig hér með úr Íslensku samfélagi... 


mbl.is Sló stjúpson sinn í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámhundar og soraperrar...

Að detta í hug að leyfa listamönnum að mála nekt og hvað þá að leyfa sýningu á svo óforskammaðri lostalist er nátturulega orsök þess að heimurinn í dag er að fara í vaskinn...

Minnir mig á þegar Odd Nedrum var ritskoðaður hérna um allt...

Nei come on... Á þetta rétthugsunnarpakk eitthvað með að vera sífellt að gjamma svona... Hvað verður um heiminn... Reyna að hafa aðeins meira hugsunnarkraft áður en fólk fer að haga sér svona...

Annars endar maður bara hugsjúkur og endar með að sjá barnaklám útur fermingarauglýsingum eins og vissar persónur hér í borg... Hvar er sjúkleikinn í því máli... 


mbl.is Mynd af nakinni Venus bönnuð í lestum London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brilliant.

þeir voru nú heppnir drengandskotarnir sem ruddust inná gömlu konu nú um daginn að hún hafi ekki tekið á móti þeim svona... En það hefði nú verið frétt til að fylgjast með...
mbl.is Níræð braust inn á eigið heimili með öxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband