Allt í auga áhorfandans...

Það er nú meira hvað maður er búinn að skipta sköpum oft í dag... 'uúúúff segi ég bara og strýk yfirsoðið toppstykkið. Það er nefnilega eitt sem fer í mitt fínasta hástrengda taugakerfi og það er svona hatrammar umræður. Og nú er það fordómarnir.

Það er ekki umræðan beint sem strekkir á mér heldur er það hvað mannskepnan getur nú verið einstaklega grimm og hreinlega blind á aðra hluti en sæma í þeirra lífi. Og sama hvað maður reynir nú að vera æðrulaus og opinn fyrir "staðreyndum" sumra þá fer þetta hatursrugl hreinlega inná sálina og reynir að verpa sér inn hjá manni sjálfum.Og það er skelfileg tilhugsun.

Er það ekki að ef ég fer að hata tilbaka þá er ég einfaldlega að opna fyrir alla þá möguleika sem hatur býr yfir og á hættu að enda eins og það sem ég reyni að breyta...

Hmm veit ekki og er of þreyttur til að velta því fyrir  mér núna...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband