Færsluflokkur: Bloggar

Æi bara Alkanöldur....

Jú jú var það ekki. Enn ein "stjarna" landsins sem steyptist ofan af svörtu himnahvolfinu og oní ginið á fíkniefnadjöfullinum fékk að stíga inn í hjarta okkar í kveld... Ands. ég veit ekki, kannski er það bara ég en þetta fer alltaf óskaplega mikið í mig eitthvað. Ekki það að þetta sé svosem gott mál og góð fyrirmynd og ég veit ekki hvað, þá er þetta svo undarlegt að það virðist skifta máli hver Alkinn sé. Þarna situr Einar bara í rólegheitum að ræða um plön sín að verða einfaldlega glæpamaður sem lög landsins eiga ekki við, og rabbar um "aðild" sína að nokkrum stórum glæpamálum.

Sem öll áttu sérstað í þá óheppilegu tímasetningu að Einar var bara alltaf rétt að kíkja á staðinn þegar allt fór af stað. Ég sat og hlustaði á þetta og fór að spá að ef ungt fólk hlustaði á þetta og fengi skyndilega þau skilaboð að í lagi væri að fara á þennan stað, nú maður yrði bara ríkur, frægur og að nafni og virðist vera í lagi að vaða svona áfram, finna svo guð setjast í Kastljósið og allt yrði hreint og fínt.

Sjitt, ég þekki ansi marga og hef staðið lengi í þessu sjálfur, og vildi ekkert frekar en að í kastljósið sætist frekar fólk sem er eitt, ekki frægt né ríkt og hefur ekki margt eftir í kringum sig nema einmitt rugl geðveiki og glæpir, einfaldlega til að reyna að halda lífi. Og ekki hef ég séð marga eltast við að reyna koma þeim til hjálpar eða skella þeim í Kastljósið. Því það virðist að fíkill sem er ekki númer sé einfaldlega ekki neitt.

Þetta er orðið að alvarlega stórum vanda hér í okkar litla þjóðfélagi sem við verðum að vinna úr, og vinna úr því með öllum, ekki bara sérvöldum. En að sama leyti getur maður ekki annað en dáðst að fólki sem tekst að rífa sig uppúr þessu helvíti og gerir sitt til að halda öðrum þaðan. Það þarf bara að muna að Allir sem í þessu lenda þurfa tækifæri og jafnvel fleiri en nokkur til að komast þangað og að halda sig þar.


Hvar er Víkingaeðlið.

Mér finnst alveg óheyrilega frábært að fylgjast með alsnakinni þjóðarsálinni í dag eins og aðra daga. Alveg stórmerkilegt hvað fólk getur þjappað sér saman útaf jafn "alvarlegum" hlut eins og greinin góða um dópið hefur gert í dag. En það sorglega er að þegar virkilega þarf að standa saman til að fá alvöru mál löguð, t.d. laga hlut aldraðra og annara stórlega alvarlegri hlutum hér í borg, þá er fólk mikið meira í sitthvoru horninu að ræða hitamálin í stað þess að bera þau á borð eins og þetta mál.

Er þetta einhver furðulegur ótti í brjósti borgarbúa, búast þeir við að ef fólk stæði saman og mómælti t.d þá getur einhvern "foreldravera" í ríkisstjórninni einfaldlega tekið fleiri réttindi af okkur. Eða er það einfaldlega að streð og vandamál og vondur aðbúnaður sitji enn í genunum sem við fengum frá stríðshrjáðum víkingunum sem voru forfeður okkar. En hey þeir létu víst fátt stöðva sig fyrr en inn í landið riðu trúarboðar með betri framtíð eða dauða i farteskinu.

Nei ég neita að trúa því að andinn sem við Íslendingar erum fullir af verði auðveldlega slökktur. Það þarf ansi mikið til að halda lífi hér á þessu skeri á enda alheimsins og það þarf bara aðeins meiri samstöðu til að þetta land geti haft almennilegt dómskerfi sem verndar saklausa ekki þá sekum, gott heilbrigðiskerfi til að hlúa að þeim sem eru að byggja upp áframhaldi búsetu hér.

Ég veit það kemur að því að landinn tekur við landinu sínu úr höndum þeirra sem hafa greinilega enga umhyggju fyrir því. 


Óþverraleysirinn.

Hjálpi mér, nú datt mér frekar ósniðugur hlutur í hug. Hvað á maður nú að velta sér uppúr og hneykslast á þegar okkar yndisfríða höfuðborg er nú á fleygiferð að verða hlýðnasta og hreinasta borg þessa hnattar. Hvað verður um bloggheima og fjölmiðla og ég tala ekki um kaffihúsaferðir þegar er búið að hreinsa upp all óþverrann sem flýtur yfir okkar siðmenntuðu og framhleypnu þjóð. Hvað verður um þá sem hafa ekkert betra að gera en að leysa vandamál þegar öll vandamálin eru leyst.

Þetta er nú vanhugsaður vinkill er það ekki. Þanning að mér datt nú það í hug að opna einfaldlega Skemmtigarð utan við borgina þar sem vörubílshlössum af "óþverrum" og þeim sem einfaldlega halda ekki vatni frekar en lausagangs hundar og kettir, og þar getur siðmenntaði hlutinn af okkar þjóðfélagi einfaldlega tekið sunnudagsrúntinn og haft nóg að tala, blogga um alla vikuna. Því mér finnst hrein mannvonska að taka svo vel til að almúginn hafi ekkert til að tala um. 


Upp að vegg og standið gleið...

Það virðist vera einn galli sem maður sér undir eins i sambandi við aðgerðir Lögreglunnar og það er að almennigur einfaldlega virðist ekki hafa hugmynd um rétt sinn i sambandi við leit á fólki eða hvaða rétt það hefur yfirhöfuð og ekki eru lögreglumenn neitt að kynna manni hann. 'Eg var stö'vaður um daginn og gerði þau mistök að spyrja um rétt minn og fékk bara frekar slæmt viðmót og var tilkynnt að ég gæti rætt við lögfræðing um það en fyrst enginn væri á staðnum þá væri hægt að handtaka mig og geyma i klefa til morguns þegar hann mund mæta á stöðina, eða einfaldlega leyfa þeim að leita á mér. Frekar undarleg hegðun, enda hef ég lengi sagt að þjóðin ætti að fara fram á að lyfjaprófa lögregluþjóna til að vera viss um að þessir menn gengju heilir til skógar... En minn punktur er að kynnið ykkur rétt ykkar....
mbl.is Sérsveitin og fíkniefnadeildin gerðu átak í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margkynhneigðarárátta.

Andsk. Nú verð ég hreinlega að rífast og garga aðeins. Málið er með trú, og ekki fara að miskilja mig eitthvað herfilega. En þetta er eins og með löggurnar okkar góðu sem líst greinilega ekki á blikuna og virðast vilja himnadrottins hjálparfólk til að aðstofa við að temja lýðinn. Hvað meinaru með þessu elsku Varðstjóri okkar. Þetta er nú orðin hálf óhugnalegt þegar á að fara að haga sér svona.

Og hvað næst í þessum krossferðum gegn "óeðlilegri hegðun". Hvar á þetta að enda. Trú og lögrega á hreinlega ekki saman nema kannski þegar spánski rannsóknarrétturinn ákvað að gera heiminn betri með tiltektar geðveiki sinni. 

Og annað, nú þegar virðist að barátta samkynhneigðra til að kvænast i Kristinni trú og kirkju. Það er einmitt hlutur sem ég hreinlega skil ekki eða næ engum tökum á. Meira að segja nokkrir prestar, sem eiga að hlýða orði guðs, virðast hreinlega vera tilbúnir að breyta ORÐI guðs í nafni jafnréttis. Hmm, þetta er bara ekki að ganga upp þar sem kristin trú boðar að samkynhneigð sé synd og ekki boðleg í þeirri trú. 

Það eina sem ég veit að aldrei mun ég giftast manni mínum inn í trú sem í aldir hafa alið á þeirri staðfestingu að allt mitt líf sé syndinni stráð og ég og maður minn muni hreinlega eiga brúðkaupsdagana í helvíti. Svo reynir maður að gjamma og berjast í bökkum og rökræða við suma kristna aðila sem tanglast svo endalaust á því að guð elski mann, hann elski bara ekki syndina sem ég vel mér í förunesti inn í lífið.

Það eru svona hlutir sem gera mig bálillann og jafnvel smáhræddann, að þurfa að taka þátt í því árið 2007 að þurfa að taka á svona hlutum. Það er enginn leið að berjast fyrir réttlæti eða jafnræði fyrir einn né neinn þegar það er gert undir formerkjum þess að maður sé minnihlutahópur og á þessvegna að fá sömu réttindi og "hinir".

Við þurfum að berjast fyrir því að við séum FÓLK ekki einhverjir staðlar og orð og reyna endalaust að vera öðruvísi en samt öll eins. Æiii ég veit ekki mig langaði bara að rita þetta niður....


AlmenningsVandræðaseggir.

Já, það er það byrjað. Hið svo að virðist að hið óendanlega upphreinsunarstarf ríkis og lögreglu hafi  verið hafið um helgina. Sérsveitarmenn og venjulegir lögregluþjónar þutu um götur borgar okkar og tóku á sig uppeldisstörfin sem almenningur er of upptekin að taka þátt í. Þetta er jú jú svo sem ágætis aðgerð að mínu mati, en þó finnst mér það skjóta skökku við að þeir sem gjamma mest eins og alltaf eru yfirleitt þeir sem standa málinu fjærst.

Og einning finnst mér þetta svokallaða "agaleysi" almennings vera ótrulegt, því í stað þess að ala upp sín börn, og þetta á við fyrrum kynslóðir einnig og kenna þeim þó það væri ekki nema "basic" samfélagsreglur.

Það þýðir nú lítið að varpa allri þessari uppeldisstefnu upp í hendur lögreglunnar og standa svo hjá og æpa og arma sér yfir því hvað þetta sé nú óuppalin þjóð. En einn hlut greip ég þegar ég las forsíðu moggans þar sem var verið að ræða þessi mál. Og það er samningur sem lögreglan er með við Sáá, sem kallaður er Einn mann á dag, og byggist upp á því að þeir aðilar sem berst mest á í sambandi við ólæti í miðbænum eru hreinlega heimsóttir í vinnu eða á heimili sitt, þegar þeir eru allsgáðir og boðið upp á ráðgjöf og eða meðferð hjá Sáá.

 Og þetta er einmitt hluturinn sem ég er svo algera sammála og sáttur við að heyra að loksins er að því virðist vera að reyna að taka á vandanum og breyta til. Það þýðir einmitt lítið að sitja og benda á staði þar sem hægt er að fela vandann, heldur þarf að taka á þessu öllu saman. Og það á við alla okkar borgarbúa. Það breytist ekkert með einföldum lögregluaðgerðum heldur þurfa eins sagt hefur verið að "Öll dýrin í hálsaskógi eiga að vera vinir".

Og þeir aðilar sem til vandræða hafa verið, ákveða að taka úrræði þessu sem minnst var á áðan þá þurfa þeir að fá að geta það án þess að koma aftur út í þjóðfélagið brennimerktir sem "vandræðaseggirnir" sem reyndu að taka sig á, því enginn á skilið að synda á móti straumnum ef hann er að reyna að komast aftur inn í lífið. 


Vandamálastjórinn.

Æiii vitiði þið að mér finnst það bara hálfskelfilegt að hugsa til þess að búa í "sjálfstæðu" ríki þar sem borgarstjórinn er að gjamma svona blint út í loftið í stað þess að reyna að beita sér gegn alvöru vandanum. Og það er einning frekar undarlegt að hugsa til þess að hann segir alltaf að "mér" finnst nú allt í lagi að hafa þetta svona áfram". það virðist vera að kallinn haldi að hann ráði bara alfarið yfir öllu hérna. Og hvað næst, ef honum líkar ekki að þurfa að ganga svona langt inn í verslun til að ná í mjólk á þá bara að endurraða öllu þar og snúa öllu á hvolf. Æ ég veit ekki hvar þetta endar. Og það lagar ekkert ástandið með að færa allt svona til og frá, vandinn fylgir bara með flutningunum og finnst frekar að fólk ætti að setjast niður og ræða málin og koma upp kerfi til að laga þetta allt saman í stað þess að hrökklast undan ábyrgð með svona ummræðum.
mbl.is Borgarstjóri mun ekki beita sér gegn stykkjasölu á bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spítala"Skoðunnarferð".

Jebb ég var að plana að taka allt frekar rólega í gær, vera voða menningarlegur og mála eina mynd eða svo upp á korpúlfsstöðum. En þegar ég er að ganga út þá bjallar á friðspillis farsíma kvikindið og eitthvað torkennilegt númer blikkar í ofvæni á skjánum. Auðvitað er ég smá stund að telja í mig kjark til að svara þessu því engann kannast ég við sem er með svona valdsmannslegt símanúmer. En þegar ég loksins hef mig í það ansa þá er það bara viðkunnalega hjúkrunnarkona að kalla mig upp á Landspítala í segulómunnarmyndatöku sem ég bjóst ekki við fyrr en í næstu viku.

En jæja ég skelli mér upp eftir og ráfa þar um þessa óendanlegu ganga og rangala og sama hvað ég bað marga um leiðsögn þá virtist ég bara villast og taka rangar beygjur hvert sem ég fór. En á endanum ramba ég þó á réttan stað og er bent á að setjast niður meðan ég býð þess að vera kallaður inn.

Og þarna sit ég umkringdur séð og heyrt á norsku og einhvurjum vogue blöðum á einhvurju öðru óskiljanlegu tungumáli, en sem betur fer tók biðin ekki langan tíma og það kemur til mín hjúkrunnarkona og bendir mér inn í klefa þar sem ég á að afklæðast öllu nema naríum og sokkum og smella mér i þar til gerðan hvítann slopp.

Og það var þá sem málið fór að flækjast. Sloppurinn var auðvitað alltof lítill og skankarnir á mér, sem er frekar vel og mikið húðflúraðir stóðu framúr þessari flaskandi ósköpum og næpuhvítir spóaleggirnir stóðu undan honum, einning vel blekaðir og leit ég frekar stórundarlega út. Einhvurn veginn bjóst ég við því að allt fólkið frammi munda einfaldlega fallast hendur og missa allan mátt sökum hláturs útaf þessu útliti á mér. En málið er að þegar ég skakklappast fram þá er ég hreinlega umkringdur bara af hjúkkum og fólki og skoðaður í bak og fyrir og flæddi yfir mig spurningum um húðflúrin og allt í kringum þau. Og þegar allt var yfirstaðið þá skildist mér á þrem manns að þau væru nú á leiðinni í flúr. Bara  snilld, og þarna fékk ég þó mínar fimm mínutur af frægð og fór heim vel sáttur.


Bara að anda.

Æææææ hvað það er nú gott að sitja bara, sötra sjóðheitt rótsterkt kaffi og hlusta aðeins á CocoRosie og undirbúa sig aðeins fyrir daginn. Og forréttindin að geta það er líka að mínu alltof vanmetin. Það er bara eitthvað við það að búa hér í þessari borg. T.d þegar ég geng útur heimilinu þá get ég farið til hægri þar sem ys og þys og allskyns stress sem fylgir miðborginni. En ef ég fer til hægri bíður bara Miklatún með allri sinni ró virkar eins og loftbóla í Reykjavík þegar allt er komið af stað. Ég veit nefnilega ekki hvað þetta er með mig í sambandi við þetta. Eins og þegar ég og góður félagi minn fórum til Kaupmannahafnar ekki fyrir svo löngu, þá eyddum við meiri tíma í grasagarðinum/ de Botaniske have, heldur en nokkur tíma inn í borginni. Og það er einmitt það góða við Köben og Reykjavík að það er ekki neitt mál að komast úr "borgariðnum" bara með því að labba upp eina götu. Og þetta er það sem heldur þessu öllu saman held ég. Fólk verður að geta náð andanum öðru hverju og líta upp úr öllu því sem er að trufla mann og bara anda. En jæja, ég ætla að tölta mér af stað, stendur svo heppilega til að mér stendur það til boða að kíkja upp á Korpúlfsstaði og mála þar í dag. Þanning að ég geri nú upp daginn þegar maður kemur heim með kveldinu. Eigið sem bestan dag þarna úti og lokið öllum blöðum og slökkvið á útvörpum og bara andið.

'isl/ensku afþreying....

Jæja enn einn dagurinn liðinn. Og endalaust streymir af mér bjartsýnin og óendalegur kærleikurinn rennur úr ranni mínnum. Hehehe gaman að fleygja fram gömlum flottum orðum og slá aðeins um sig... Verst er að í sannleika satt þá er maður víst ekki betri í eigin tungumáli en að öðru hverju grípur maður sig við það að reyna að klóra sig í gegnum textana á mjólkurfernunum okkar. Margir grámyglulegrir morgnar hafa farið í það að reyna ráða í þá torkennilegu texta sem prýða þetta gómsæta lesefni. Og utan við allt að þá hefur umtöluð mjólkurferna einning leist vandann með að hvað maður á að gera af sér þegar mogginn er búinn, svipað og sjónvarpsbæklingurinn þjónar sínum tilgangi þegar maður skilar af sér kveldmat gærkvöldsins.

Hmmm... Svo er maður nátturulega með möguleika á sjónvarpsskjá í margmiðlunnarfarartækið sem er nátturlega orðið svo fullkomið að það er bara keyrt sjálfkrafa á áfangastað og þá er eins gott að maður hafi eitthvað fyrir stafni. Því það er eins gott fyrir okkur að fá ekki einn stundlegann frið til að eiga með okkur sjálfum þanning að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við erum að mála okkur úti horn  samfélagslega séð.  Sko ég þarf meira að segja að skrifa blogg bara  til  að fólk "heyri" í manni.  En jæja, áður en maður fer að hljóma eins og arfafornt gamalmenni þá er kannski best að skella mynd í tækið, góðann disk í græjurnar og leggjast útaf með leikjatölvunna og vona að röddin í mér drukkni í allri yndislegri afþreyingjunni sem lætur okkur líða svo vel... Hehehehe.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband