Færsluflokkur: Bloggar

Bóndapæling.

Stundum fyllist ég þessari undarlegu tilfinningu, ég veit ekki hvort rétt sé að kalla hana heimþrá, en stundum langar mig einfaldlega að flytjast til fjalla. Ég var svo heppinn að ég var sendur í sveit í Króksfirði þegar ég var "vandræðapjakkur" úr Reykjavík, mætti þar úr rútinni með hanakambinn,leðrið og þessa óendanlegu malbiksdýrkun og fannst ég helst ætti betra skilið að vera tekinn af lífi með kindabyssu í hlaðinu en að þurfa að eyða einni minutu þarna í eyðilandinu. Var þetta mikill barátta að reyna mennta fastmótaða hugmyndir fólksins sem átti þarna heima og var mér indælt og gott fólk. En það náði nú ekki lengra þessi anarkisma boðskapur minn en að þegar búið var að eta að manni var einfaldlega bent út í fjós til að moka flórinn. Og ekki fór það nú vel með harðkjarna uppreisnarsegginn sem vildi nú flest öllu illt og helst ekki að eyra neinu.

En þetta endaði þó þessi "vítisvist" og ég kem aftur í bæinn um haustið og við tekur óminnis endalaus  rugltími yfir veturinn. Og aftur fer ég vestur að vetri loknum. Og gekk þetta í að mig minnir 3 ár. En málið er að þessar sveitaferðir mínar held ég að hafi hreinlega bjargað lífi mínu og kennt mér meira en ég hef enn fattað. Þarna fékk maður að fá að vera maður sjálfur svo lengi sem maður gekk starfi föstu og stóð við það sem manni var ætlast til, og það furðulega er að uppreisnarseggur var nú snöögur að samhæfast þessu nýja líferni og var maður farinn að hlakka til að komast í rónna fyrir vestan eftir veturinn í bænum. Og nú er þetta farið að rífa svona líak mikið í mig, þessi snilldar þögn á kveldin þegar maður er að rölta bara um sveitina og varla manneskja í nánd. Það er bara eitthvað við það að geta bara hlustað á sjálfan sig og nátturuna allt i kring um mann. Þetta er allavega einn af þeim hlutum sem maður fær nú að muna eftir sem betur fer, en að hinu leitinu er verra að reyna muna eftir vetrunum sem maður eyddi í ruglinu í Reykjavík. Það kæmi mér bara ekkert á óvart að maður mundi bara einn daginn gefa kerfinu langt nef og láta sig hverfa í einhvern fjallafkimann og koma sér upp sjálfsþurftarbúskap, en það fynda er að maður yrði nú að vera með nettengingu því ekki er nú hægt að anarkistas og tuða yfir grey búfénaðinum. Æi vá ég veit ekki hvaðan þetta kemur skyndilega.... En gott er að eiga þessar minningar... 


Ráðaleysisreiðilestur....

Enn ein helgin runnin frá, og svo virðist að enginn hafi farið illa útur henni, samkvæmt "fjölmiðlum" allavega. En það er ekki málið sem ég vill minnast á hér. Ég er enn svo hissa og frekar illur útí þessa stefnu ríkisins að halda þessari stefnu áfram að "flæma" fólk úr miðbænum og þessari endalausu eltingarleiks rugli. Það er nefnilega þanning að þetta á eftir að hafa sérstaklega slæm áhrif og ef eitthvað á eftir að auka vandamálið með vaxandi tölum af fíklum.

Fólk hefur alltaf farið í bæinn um helgar og jú jú drukkið sig ráðvillt og notað spítt og eitthvað annað. En það hefur alltaf verið í litlu magni ef má orða það svo, en í dag er fólki orðið illa við að fara þarna niðureftir því það veit að verið er að leita og handtaka fólk fyrir einmitt það. Það þýðir ekki að fólk hætti að dópa heldur að fólk fari frekar í heimapartý og verði þar sem hægt er að reykja og dópa án einhvurra aðila sem vill því "illa". Vandamálið er byrjað og hættan afþessu er rosaleg. Öll neysla og allir þeir sem eiga í vandamálum með þetta helv. fela sig bara dýpra niður í þjóðfélagið.

Það er hlutur sem fólk virðist ekki fatta að vandamálið er ekki horfið þó ands. miðbærinn sé hálftómur og hreinn um helgar. Nei langt því frá, því að fólk mun einfaldlega halda sig heima og dópa því mun meira, minna traust verður á þeim sem eiga að halda út svokallaðri aðstoð og enn verra verður að reyna að eiga við þetta vandamál. 

Og utan við allt þá er eitt sem gerir mig reiðari en ég get ráðið við, og það er þessi staðfesta hjá sumu fólki sem heldur því fram að fíklar og alkar séu nú bara aumingjar og á djamminu og gefist bara upp á þessu ef börum verði lokað snemma eða löggann taki götudílara... Fjandinn hafi það ég er búinn að standa lengi í þessu og mitt líf snerist allsengann veginn um djamm eða skemmtistaði, frekar að forðast þá staði og halda síg innan í þessum "lokaða" heim sem er þó opin öllum.

Og það er 24 tíma vinna að halda lífinu gangandi þegar maður kominn í aðstöðu. Við höfum öll að ég held misst einhverja úr þessu og munum missa fleiri því miður. Það þarf að fara að taka á þessu með einhvurjum aðgerðum sem fela ekki í sér valdsmennsku og aðhliða hræðslurugli. En það er einmitt ekki svo auðvelt því að vandinn liggur líka í því að þegar maður er kominn með nóg, útbruninn á sál og líkama og dregur sig eða er dreginn í meðferð þá er ekki allt leyst um leið og fólk kemur út úr meðferð. Það læknast enginn afþessu og enginn sem er búinn að þvælast lengi í þessu lærir að komast inn í samfélagið né er mikil aðstoð af því leiti til hérlendis. Maður mætir slæmu viðmóti og erfiðleikum að fatta einföldustu reglur. Þetta er svo mikill menningaheimamunur að það þarf að mæta fólki og mynda einhversskonar eftirmeðferð þegar maður lendir á malbikinu þegar maður kemur úr meðferð og veit ekkert hvert maður á að snúa sér eða hvað maður getur gert. 

Finnst mér í góðu lagi að henda nokkrum fjármunum í það og bjarga þanning fólkinu okkar og hættum að sjá á eftir fólki í gröfina langt fyrir aldur fram.  Þetta þyrfti að komast inn i hausinn á þeim sem eiga að sjá til þess að við lifum í góðu og öruggu þjóðfélagi fyrir ALLA.


Bloggdómar.

Lengi vel var ég gallharður á móti öllu sem bar nafnið "blogg". Þetta væri nú það tilgangslausasta eyðsla á plássi á Internetinu, ekki það að ég hafði opnað eða lesið mikið af þeim. Það er bara stundum þanning að maður heyrir eða sér eitthvað og snögglega er maður kominn með fyrirfram ákveðna skoðun.

Þetta er hlutur sem að ég held að hver einasta manneskja hafi innra með sér, hálfgert viðvörunnarkerfi ef má orða það þannig. Margir t.d sjá húðflúraða svartklædda einstaklinga og taka krók því eins og allir "vita" að þá er húðflúr merki alls ills i huga margra. Ég til að mynda sé jakkafataklædda menn með skjalatöskur sem eina allsherjar ógn. Kallar sem standa okkur "ofar" og skrifa lögin og reglurnar handa okkur hinum. Þetta er bara hlutur sem er erfitt að komast yfir. 

Þessvegna hef ég núna brotið odd af oflæti mínu og opnaði þetta blogg mitt fyrir ekkert of löngu síðan og hef komist að því að þetta er bara ein allsherjar snilld. Hér er enginn sem getur gripið fram í fyrir manni, maður einfaldlega kemur sinni skoðun fram og fær svo svör sem maður getur ekkert reynt að stoppa eða breyta einmitt með að grípa inní. Þanning að maður sér og tekur inn allar hliðar og skoðanir málsins og fær ansi oft að sjá hvað maður getur nú verið dómharður þegar maður kynnist fólki fyrst.

En ég er enn að venjast þessu kommentkerfi hér inni, eins og bara hverning maður "les" útur svörum því kaldhæðni skilar sér ekki sérstaklega vel stundum í skrifuðu máli. En maður lærir það eins og annað og einning lærir maður að taka mark á öðrum í samræðum sem maður ætti að nýta sér úti í "kjötheimum" lika. Þanning að ég býst við að maður hangi hér aðeins lengur því hér þenkjandi fólk sem fær mann ansi oft til að brosa eða skipta um skoðun sem maður hélt að yrði aldrei. Wink


Flagg byltingarinnar.

Breytt geit

Var að velta fyrir mér fána byltingarinnar, þegar sótsvartur almúginn fær nóg og rennur af stað í leit að réttlætinu. Þá þarf að hafa góðan fána. Hehehe. Skissaði upp þennan fyrir málstaðinn.


Heilaþytur.

Jæja þá fór hugurinn á flug... Ég á stundum erfitt með að halda heilabúinu kjurru þegar maður leggst í bælið. Það er nefnilega svo fyndið hvað maður getur bölsótast og ég veit ekki hvað, en þegar maður leggur aftur augum og gerir sér grein fyrir því hvað maður er nú lánsamur. Það er nú ekki eins og maður vaði í peningum (Kannski sem betur fer) hvað þá að maður búi í draumahöllinni. 

En maður býr þó einhverstaðar og hefur það svosem bara ansi gott. Það er nefnilega ágætt að hafa það svona hálfgott því þá getur maður fundið góða hluti á báða vegu, nokkurskonar jafnvægi.  Það er alltof auðvelt að drukkna í vonleysi og einning í því að hafa það of gott. Mér finnst ágætt að vega svona salt og fá að kynnast smáskömmtum af báðum endum þess að vera partur af þessu öllu saman. En ég er að spá að gúffa í mig Swiss miss og leggjast flatur og hugsa sem minnst og sjá hvað mér dettur í hug. Eða máski maður skissi upp eina mynd eða svo. Það virðist einmitt oft vera þanning að sköpunnargyðjan bíði þar til maður leggst útaf, því þá streyma oftast bestu ímyndinanir að manni og maður verður hreinlega að setjast upp og skissa eins og vitleysingur. Og þegar maður vaknar þá bíður manns fullt af verkefnum :)


Nornaveiðar...

Eitt sem hefur gripið mig ansi illa þann stutta tíma sem ég hef verið hér inni á þessari bloggslóð, og það er hvað fólk er orðið ansi gróft og virðist oft einungis lesa fyrirsagnir eða horfa á auglýsingar um kompás. Þetta er stórhættuleg hegðun og í það minnsta kosti ekki gott fordæmi. Fyndist mér að fólk mætti nú allavega klára að lesa eða horfa á umfjallanir áður en sest er í dómarasætið með snörunna og gálgann til reiðu þar við hlið. Þetta er hegðun sem skilar engu af sér nema því að maður fer að hugsa hvort hollt sé að vera í kringum svona fólk og þessa ótrulegu vænissýki sem helgrípur fólk. Menn nafngreina fólk hægri vinstri og hafa jafnvel röng nöfn í gangi. Aðrir blása í herlúðra og heimta réttlæti útaf upplýsingum úr þáttum sem það sjálft játar að hafa ekki séð. Ég fæ hreinlega gult fyrir hjartað ef maður ímyndar sér þetta fólk í kviðdóm... Ótrulegt alveg hreint. En í guðsbænum klárið allavega að lesa og horfa áður en kyndlarnir loga og heykvíslarnar fara á loft. En ég er hálfhræddur um það að maður máski yfirgefi þennan málvöll að öllu óbreyttu...


Allsherjar uppþot.

Ég og félagar mínir vorum að ræða málin í gærkveld með það að fólk á Íslandi ætti bara að taka sig og fara að láta í sér heyra. Ekki á bloggsíðum eða í eldshúskrók nágrannans. Til að mynda á og getur verið fram á beðið að skemmtistöðum/kaffihúsum verði einfaldlega lokað ef fólk er gómað við reykingar með drykk í hendi. Ok hvað ef allir einfaldlega tækju sig til og og sniðgengju einfaldlega þessar "reglur". Á þá að loka gervöllu svæðinu bara, og ef fólk neitar að borga sektir á þá bara að breyta papey í fanganýlendu.

Svo er annað með lokun skemmtistaða um tvö leytið eins og var til siðs þegar ég var um 15 16 ára en þá var það sem partýið fyrst byrjaði. Þá mætti fólk í bæinn snemma og gúffaði í sig eins miklu magni af áfengi og öðru til að þola næturpartýið sem byrjaði eftir lokun og stóð til morguns. Þá var bara einfaldlega slegið upp gleðskap í görðum og götum borgarinnar því fólk gerir það sem það vill. Og hvað í andskotanum á það að þýða að búa í "siðmenntuðu" þjóðfélagi sem kemur illa fram við aldraða, örykja, unglinga ands. vel flesta sem eru í þessu þjóðfélagi. Og núna á að fara að segja fólki hvenær á að fara að sofa....

Þetta getur bara farið á einn veg og það illa. Kemur að því að fallöxin verður reyst á Lækjartorgi og alþýðan leysir vandann. En eins og ég hef margsagt þá er þessi forræðishyggja algerlega óforskömmuð og þegar löggan er gengin í barnfóstru og klósetthreinsunnar vinnu í stað þess að vernda fólk gegn alvöru glæpum, þá er tími til kominn að endurskoða ákvarðnir þessa fólks sem setur þær því það er greinilegt að ekkert af því fólki er í sambandi við nútimann né raunverulaukann.

Og það fyndasta af öllu er að þeir sem setja þessar ákvarðanir í gang eru sífellt að skjóta sig í fótinn með þessari vitleysu. Þetta er farið að vera eins og vera alinn upp á einkareknum leikskóla með Skólastýru með mikilmennskubrjálæði. 


Bann Færslan.

Jesus var einn góðan dag á gangi með lærisvein sínum sem var að fara kenna Jesus inn á lystisemdir holdsins. Komu þeir að gleðihúsi einu og sendi lærisveininn Meistarann á undan með þeim orðum að snótin mundi nú sýna honum æfingunna.

Ekki leið á löngu þar til Jesus rauk útur herberginu, fölur eins og hann hefði séð draug og innan úr herberginu heyrðust harmakvein. Lærisveinninn stökk til og spurði Meistara sinn hvað gengi nú á.

"Nú ég gekk þarna inn og rétt var það að þar lá yndisfögur snót" sagði Jesus; "og þegar ég gekk i átt til hennar þá skildi hún sundur fæturna og sá ég þá þetta rosalega svöðusár á milli fóta hennar þanning að ég notaði bara krafta mína og læknaði hana"

Sjitt ætli ég verði bannfærður og hundeltur eftir þetta.... 


Pissaðu útfyrir.

Er bara ekki hægt að fá samfélagshreinsunnar ofursérsveitina til að grípa í tauminn á þessum manni. En hér er þó sem betur fer farið eftir reglum....ennþá....
mbl.is Hafnaði kröfu um útburð úr íbúð Félagsbústaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara pínulítið innlegg....

Rannsóknaraðgerðir lögreglu og annara stjórnvalda.

 

Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er aðeins heimilt að gera líkamsrannsókn og leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum ef að fyrir liggur dómsúrskurður eða sérstök lagaheimild. Það sama gildir um rannsókn á bréfaskiptum og öðrum tjáskiptum manna sem talin eru í ákvæðinu.

 

Fékk þetta frá... http://www.humanrights.is/mannréttindi-og-island/sertaek-rettindi/friðhelgi-einkalífs/

 

Langaði bara að benda fólki á þetta. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband