Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2007 | 13:24
Margslitnar pælingar....
Frábært, bara snilld... Enn einn hluturinn sem ég bara hreinlega get ekki hætt að hugsa um. Heilaétandi frumusúpa sem gúffar í sig hverjum heila sem það kemst í.
En það er allt í lagi af því að þetta eru bara nokkrar tjarnir sem hafa hitnað í gegnum árin og gera umtöluðu frumusúpu árásargjarniri og hungraðri í mannaheila. Hahaha þetta hljómar bara eins og byrjunin á flest öllum uppáhaldsmyndunum mínum. En málið er að mér fannst þessi frétt bara lykta af undarlegheitum og hálftrúði þessu bara ekki.
Þanning að ég gerði þau mistök að þeytast inn á Google og fletti upp tiltekinni tegund og komst að því að, ekki bara er þetta fyrirbæri ekki bara til heldur eru ýmis önnurs konar fyrirbæri á ferð um heiminn....
Og er þetta, og ekki stimpla mig sem einhvern umhverfissinnaða hippa, útaf mjög einföldum hlut. Það er hækkun hitastigs á jörðinni sem breyta gangi áa og strauma hér og þar og tiltölulega hættuleg kvikindi, köngullær og ýmisskonar fjölfóta óbjóður að færa sig upp á skaftið með því að styrkjast og eflast útaf hitabreytingum og þar með að komast inn á svæði sem þau eiga ekki heima á.
Eins og sundlaugar og litlar tjarnir og hitt og þetta, meira að segja inn í Bretlandi er uppkomin áttfætlu fyrirbæri sem er orðið svo eitrað og bara hreinlega stórhættulegt að fólk fer einfaldlega inn á spítala ef það er bitið.... Og ég þurfti nátturulega að liggja yfir öllu þessu og lesa allt sem ég komst yfir um vírusa og skorfætluskrýmsla hluti hits og her...
Sem einfaldlega er búið að gera mér það að það liggur við að maður vefji sig bara inn í sellófan og hengi sig upp í lofttæmdu herbergi svo þessi fyrirbæri spæni ekki í sig heilann minn. En jæja,hehehe þetta er nátturulega bara hreinræktuð geggjun að velta sér uppúr þessu, þó annað sé ekki hægt. En að öllu óháðu þá langar mér bara að koma inn með eitt alls ótengt þessu og það er að ég var að spá með Satan og guð.
Það er málið að satan er sagður guð lygana og er ekki besta leiðin til að fylla víti af sálum, að einfaldlega fá sér góðan stílista og stofna trúarbrögð sem kallast kristni og lofa öllu fögru þar... Æ bara þetta poppaði upp í hausinn á mér allt í einu... Og að plottið kemst ekki upp fyrr en maður stendur tvistígandi á glóðheitu gólfi með kallinn með hornin glottandi fyrir framan mann. En hver veit... Ég vona bara að ég lendi ekki í limbo fyrir þetta hehehe, en annars ætla ég að taka sénsinn að skella mér útí þessa furðufyrirbæra veröld og vona að ég komi aðskotahluta laus til baka...
![]() |
Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 17:59
Tímaeyðsla.
Mikið er eitthvað langt síðan ég potaði eitthvað niður á þetta lyklaborð mitt.... Ætli það sé bara stumble it sem er bókstaflega búið að sjúga úr mér allra skynjun.... Þvílikir hlutir sem fylla þetta gómsæta hlaðborð sem við erum við með fingurgómana. En ég veit ekki, kannski er það einmitt bara staðreyndin að maður er nú kominn inn í einhvern omg ég er farinn að eldast pakka, og sit bara í uppkuðlaðri ikea sæng með swiss missið mitt og brostnin vonarglampa á brún.
Hehehe nei ætli það. En svo fór ég að spá, gæti verið að ég sé hreinlega bara svona óreiður og pirraður að nú hefði ég ekkert til að rasa um og reyna að breyta með molotovkokkteilum og uppþotsræðum.... Neibb, varla sem betur fer, er nóg til þess að halda mér gangandi, og nú þegar ég fer að nálgast það að verða krumpaður kall með staf, þá get ég hlakkað til að rífast og gjamma yfir illa röðuðum vörum í hverfisbúðinni.Svona lítið elliært uppþot alltaf einu sinni í viku.
En það er ekki heldur það því það sem mér finnst ómögulegt að lesa er einmitt þanning krumpaður pirringur endalaust. Þanning að ég rúllaði mér úr rúminu og upp á skrifstofuborðsbrúnina til að skrifa eitthvað þessu líkt... eingin lausn á heimsvandanum... ekki neitt nöldur... Bara að eyða svona tveim til þrem mínutum úr þínu lífi... Annars er ég allur að koma til og blæs og hvæsi eins og ég er langur til...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 16:34
Stumble....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2007 | 15:06
Eftirlitið...
Besta leiðin til að vita hverning ástandið í höfuðborgum er að lesa á veggina. Mig langaði bara að henda þessu inn :=
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2007 | 02:20
Klón sál...
Við stöndum á skrýtnum tímum. Það er sagt að mig minnir að ef maður skapi líf þá afsanni hann guð. Nú er víst búið að clona hvað, eina eða tvær kindur semsagt guð er afsannaður. Eða er það. Hmmm ef svo er að vísindamenn geti skapað líf og þá clonað hitt og þetta, þá spyr ég hvað verður um sálina þegar cloninn deyr, er hann með sál... Æææi vansveftar pælingar eru aldrei hollar.
Nú og eins með okkur mannfólkið sem æðum áfram og skrifum okkar persónur inn á blogg og hitt þetta, fóðrum tölvur og tæki með "mennskum" hæfileikum. Erum við að vinna að eigin eyðingu eða mun mannkynið þróast áfram með samruna manns og vélar. Og hvað verður þá um þá sál þegar mennvélinn deyr.... En ég veit ekki hreinlega hvað eða hvert þetta stefnir allt saman, og reyni varla að sjá það fyrir. Það er bara ekki hollt fyrir téð sálartetrið að hugsa svona mikið hvaðan hún kemur, eða hvert hún fer.
Maður á bara að láta fara vel fyrir sér, kikja út um gluggana og njóta ferðarinnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 00:28
Bara þetta.
Ummmhhh ég bara verð. Tvö egg í glas þeytt með gaffli, beikonstrimlar steiktir upp úr hvílaukssmjöri, ein rauð og ein græn paprika tætt í öreindir gúffað úti eggin og hrært. Ein og hálf pulsa/pylsa hehehe sneidd i sneiðar og steikt með beikoninu og eggjunum hellt yfir og öllu slett í eldfast mót og rifinn ost yfir allt jukkið smellt inní ofn í 4 mín....
Ohhhhh ég held að eina leiðin til að ég sofi ekki yfir mig á morgun sé að ýmunda mér þennann morgunmat. Kannski helltist þessi ógurlega svengd yfir mig því tveir birnir voru einmitt að snæða á léttsteiktum elg með David Attenbourgh á kantinum.
Eða kannski maður bara skelli sér í eldhúsið og gúffar í sig morgenverðinum svo maður geti nú sofið aðeins lengur í fyrramálið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2007 | 00:05
Ísl/enska.
Það er nú meira en ég hef orku til í gangi í "bloggheimum" í dag. En ég var einmitt að spá bara hvort það sé nú ekki verra fyrir afgreiðslumann sem er slakur eða ekki talandi íslensku að þurfa að afgreiða nývaknaðann Íslendinginn sem vill bara Ylvolga nýbakaða rúgbrauðið sitt.
Æææi maður verður að stíga svo varlega til jarðar í þessari umfjöllun útaf R-orðinu rosalega. Bara það að vilja geta pantað pizzu án svakalegra orðaleikja sem taka stundum allt upp í10-15 mín getur smellt á mann Rasisma stimplinum ógurlega. En eins og ég las áðan hjá Jenny þá er þolinmæði og umburðarlyndi lykillinn.
Og það er hlutur sem maður þarf að hafa nóg af plús bala fullan af æðruleysi til að standast allar þessar málfærslur sem þjóta hér fram og til baka og verða svo jafnvel allt gleymt eftir nokkra daga. En ég ætla bara að hella mér í scifi channel og þykjast vera að breikka kunnáttu mína á torkennilegum dýrum hingað og þangað og hlakka til að sjá hvað skellur upp á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 18:27
Hugarundur.
Mikið finnst mér fyndið hvað maður er nú búinn að hringsnúast í eigin skoðunum, ekki það að þær hafi breyst heldur er það að þegar maður er orðinn aðeins eldri og eldmóðurinn og gallharður á móti öllum skoðannaviljinn hafa mótast í gegnum árin, þá fer maður hægt og rólega að sjá hverju á að sleppa af takinu og hverju maður þarf áfram að berjast fyrir.
Og baráttan tekur einitt algera u beygju, fer úr háværum skoðannaskiptum og allsherjar blindi á aðrar hliðar beint yfir í "kalda stríðið". Nú situr maður bara í rólegheitum með swiss miss "jumm ég elska swiss miss hehehe" og spekúlerar í öllum mögulegum hlutum. Maður er að læra að oft er meiri þekking í því sem maður er á móti bara ef maður gefur því tækifæri. Það að festa sig í því að vera sífellt að leiðrétta eða benda á "vanþekkingu" annara er bara skófla sem maður notar til að grafa sig lengra niður í sömu hjólförin.
En vá nú er ég farinn að hljóma eins og skjáauglýsing fyrir fyrir nýjustu sjálfshjálparbókina sem kemur út um jólin hehehe. En samt er þetta furðulegt og stórsniðugt að finna eldinmóðinn og æsinginn verða að einhverju nothæfu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 17:26
Ólöglega löglegt???
Ég bara verð að skella þessu aðeins fram. Það pirrar mig nefnilega þessi umræða um "veggjakrot" núna sem aldrei fyrr. Fólk skellir fram staðhæfingum sem það hefur ekki hugmynd um, flestir vita ekkert um þetta listform, en þegar það er gefin út bók um íslenskt graffity sem að sýnir þessa gríðarlega stóru listhreyfingu í sínu hráasta formi þá er viðhorfið verulega furðulegt. T.d er rikisstjórnin að reyna að setja fram boð og bönn en á sama er Kjarvalsstaðir sem er ríkisrekinn listastofnun með kynningu á bókinni og þessari menningu. Mér finnst það furðulegt að banna og á sama tíma hampa sama hlutnum. Hvenær er grafflistamaður öruggur með að vera kallaður listamaður, er það þegar hann birtist i séð og heyrt eða kastljós. Eða er það þegar hann í nafn og andlitsleysi skilur eftir sig vel unna alvöru Graffmynd sem fær mann til að stansa aðeins við og spá í heiminn ef maður er svo heppinn að rekast á tiltekna mynd.
Graffity er ekki að bomba á bíla og handahófsvalin hús. Graffity er ekki lélegar setningar hingað og þangað um bæinn. Graffity er ekki myndin sem fylgdi fréttinu um "neyðarkall" löggunar í grafarvogi.
Graffity er vel unnin mynd fyllt metnaði og sköpunnarsemi, graffity er falin list sem maður rekst yfirleitt ekki á á laugaveginum eða íbúahúsum.
Þetta er barátta sem hefur staðið endalaust yfir og mun aldrei enda. Það þarf aftur á móti að koma á móts við góða veggjalistamenn eins og Prikið og mál og menning hafa gert. Fólk ætti nú aðeins að líta upp úr fyrirsögnum blaðanna og líta aðeins lengra en út á hlað hjá sér og kynna sér málin áður en allt er sett af stað....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2007 | 14:59
Götulist.
Enn og aftur er kallað á refsingar og áslátt á fingur. Veggjakrot æpa allir upp fyrir sig og virðast nú ekkert vita fyrr en daginn. Það er töluverður munur á graffity=veggjalist og tag=krotmerkingar. Fólk er ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað mikið af virkilega góðum gröffurum er þarna úti, og er þeir margir frekar ungir og einstaklega góðir í þessari annars mjög svo miskildu listgrein. Afhverju ekki að fá handa þessum köppum tilskilin svæði þar sem þeir geta framið listræna "glæpi" sína. Afhverju ekki að reyna að halda t.d. kennslunámskeið í félagsmiðstöðvum, afhverju ekki að kynna málið betur fyrir bæði unglingum og fullorðnum.
Þeir sem virðast halda að allt graffity sé bara kriss og krot hér og þar um bæinn ættu nú að líta í bók sem kom nýlega út sem heitir Icepick og þar er hægt að fá gott yfirlit hverning list er í gangi. Það er nefnilega þanning að flest graffity verk eru nú ekki á almannafæri heldur yfirleitt bakatil þar sem þau verk fá frið t.d frá þeim sem gera ekkert nema krota. Þetta er óborganlegt að sjá myndir sem eru virkilega vel gerðar og mikil vinna í, sem fá að standa í einhvern tíma og hverfa svo skyndilega eins og dögg fyrir sólu. Finnst mér endilega verða eitthvað gott úr þessu gert annað en endalausar refsingar sem drepa niður komandi listafólk. Athugið aftan á mál og menningu og í portið á Prikinu eða takið ykkur göngutúr um iðnarhverfin hér í borg og fáið ókeypis litabombu sýningu í ljósaskiftunum. Ég held það sé ágætt að fá smá list í þessa annars gráu borg.
![]() |
Lögreglan biður foreldra að taka þátt í baráttu gegn veggjakroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)