Færsluflokkur: Bloggar

Hádegishlésspurningin???

Ég var nú aðeins að flakka aftur í tímann í huganum þegar maður var smápjakkur, sex eða sjö ára og lögguyfirveldið kemur í skólann með svona kynningu á starfseminni.

Allt í góðu með það þanning séð. Nema öllum bekknum er skúbbað upp í rútu og niður í glæpamannavinnslustöðina á Hverfisgötunni og á að renna gervöllnum hópnum svona í gegnum starfsemina.

Það er flakkað fram og aftur um skrifstofur og okkur sýndir þessir rúmgóðu og hlýlegu glæpamannageymsluklefar.

Jújú fínt og gaman hjá öllum og enn skemmtilegra fannst öllum þegar við vorum sett í röð og sýnt hverning ætti að setja fingurna í svona kaldan blekpúða og rúlla svo fingrunum eftir tilsettu blaði, svona til að sýna manni hverning á að taka af manni fingraför.....

Og þar standa hnífarnir á bólakafi í kúnni...... Ég var nebbilega að spekúlera bara akkúrat í þessu hvort þetta sé hreinlega löglegt... Ekki veit ég þó hvort foreldrar voru spurðir hvort þetta væri leyfilegt eða þá hvort fingurfarasýnunum væri fleygt eftir brottför bekkjarins...

En ekki vil ég hugsa til þess að svona sé farið að til að skrásetja bara sem flest sem fyrst...

Bara svona til að geta passað uppá mann eins og alltaf...

En ef þið lumið á einhverju þá endilega grýtið niður línu... 


Alveg hreint stórkostleg þróun!!!

Hvað næst... Sprengikraga utan um hálsinn á hættulegum kónum og krimmum sem springa ef farið er of langt frá girðingunni... Armbönd sem staðsetja grunaða hreðjaverkamenn...

Jebb vænisýkin lætur á sér kræla við svona fréttir...

 


mbl.is Þjófavörn á börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið nú Heiðnum og Ótrúuðum að skemmta sér...

Afhverju er það að trúfrelsi ríkir hérlendis og öllum er frjálst að stunda sína trú nema hún boði einhver vandræði fyrir Stjórnendurnar... En þegar kemur að því að kristni helgardagar eru þá eiga hreinlega allir að leggjast flatir og hlýða... Til dæmis bara þetta hérna....

 

Páskar 2008 - Opnunartími veitinga- og skemmtistaða Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að, eru bannaðir á ákveðnum tíma um bænadaga og páska.

Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur spil fara fram. Tekið skal fram að listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmynda- sýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa en slíkir viðburðir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15:00 umræddan dag.

Aðfararnótt Skírdags Má vera opið til kl. 03:00 Fimmtud. 20. mars Skírdagur Má vera opið til miðnættis. Föstud. 21. mars Föstudagurinn langi Lokað Aðfararnótt laugardags Má opna á miðnætti og vera opið til kl. 03:00 Laugard. 22. mars Má vera opið til kl. 03:00 aðfaranótt Páskadags Sunnud. 23. mars Páskadagur Lokað Aðfararnótt Annars í Páskum Má opna á miðnætti og vera opið til kl. 03:00 Mánud. 24. mars Annar í páskum Má vera opið til kl. 01:00 aðfararnótt þriðjudags

 

Afhverju mega ekki þeir sem aðhlynnast ekki þessi trúarbrögð hafa sína staði og skemmtanir opnar fyrir sig og sýna... UNDARLEGT....


Hey kæru Landsmenn....

Hér er lítill hlekkur... Bara til að minna ykkur á...

Viti menn, við höfum réttindi 


Naflastrengurinn slitinn.

Hehehe mér finnst bara óeðilega fyndið að nokkrir skoskir fjallabændur að pota niður prikum geti hérumbil slitið á litlu alheimseyjuna okkar... Er virkilega svona auðvelt að slíta einn streng til að netið hiksti og hérumbil stöðvist. Kannski maður ætti að skreppa þarna niður eftir með haka og vesen og sjá hverning múgurinn mundi taka því að maður mundi hreinlega leggja niður netið hér.

Kannski mundi borgin eyðast uppá nokkrum tímum sökum óeirða lyklaborðafráhvarfasjúkra netverja, eða kannski maður mundi bara fara sjá fólk á ferli og krakka að leika sér úti frekar en í netheimum.

 Hmmmm.... En samt sem áður finnst mér þetta svokallaða netstrengsdæmi ekkert vera virka frekar en fyrri. Manni eru seldar tengingar sem standa einfaldlega engann vegin undir sér og flest fyrirtækin ljúga bókstaflega um sterkar og ótakmarkaðar tengingar.... 

Og enginn er að furða sig á því.... 


mbl.is Viðgerð á ljósleiðara lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búkverk og glæsilegir veggir.

Smá vídeó af sársaukafullri list sem maður ber með sér að eilífu....

 



Og smá veggjaverk... Sjáið bara hvað liðið leggur á sig til að gera þetta verk...

Eins gott að Gísli Marteinn heyri ekki af þessu...

 


Var Úlfur

Hahahhahahahahahaa

Sorry ég bara varð...


mbl.is Ólst ekki upp hjá úlfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegar líkamsbreytingar??? Skurðir og afmyndanir...

Margir í dag ganga um með stór risa göt í eyrunum, aðrir líta út eins og þau hafi bara einfaldlega verið gefið blek í móðurmjólk svo flúruðu eru sumir... (uuhhhmmmm...hóst...hóst...)...

Enn aðrir ganga lengra og láta bæði skera og eða brennimerkja tákn og myndir á búkinn...

bmepb424453 10730_1_230                                                             

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo er fólk með göt á undarlegust stöðum og láta ekkert stöðva sig eins og þessi sannar.

bmepb570770

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það sem færri vita þó að þetta lisform hefur verið í gangi frá þarsíðustu öld... Afríkubúar t.d strekkja varir og eyru og jafnvel hálsa í sumum tilfellum. En það er samt sem áður undir öðrum formerkjum en það sem er í dag. Þar táknaði örin tign og stöðu innan ættbálksins.

Sniðugur linkur 

 

Scarifacation Body 26Mynd frá 1935...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En fróðlegra verður í framtíðinni þegar ólöleg læknatækni gerir manni kleyft að græða á sig hina og þessa undarlegri hluti... Það er bara að bíða og sjá...

 

 

 

 

 

 


Líkar Skaparanum svona illa við þetta lag...

Maður fer að hallast að því að kallinn á efri hæðinni sé bara á fullu að gera það sem hann geti til að stöðva þetta lag. Hann er eins og ég orðinn langþreyttur að verða til skammar með framförum...

Gilzen og Kallarnir hefðu rúllað þessu upp sama hvað okkur Íslendingum finnst, keppnin snýst ekki um hvað ykkur finnst gott heldur hvað virkar þarna úti og þetta er ekki að virka.

En annars að þvi sem ég vildi haft sagt... Að vara fólk við að fara til einhvers lands útaf kynhneigð er algerlega úti hróa hött. Og þessi tikynninng kemur frá Gay Pride... Bíddu eiga þau samtök ekki að vera berjast fyrir jafnrétti ekki rúlla sér undan svona fordómum...

Maður mundi halda að það ætti að fylla bara landið í mótmælaskyni frekar en annað.... 


mbl.is Eurobandið hræðist ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æææææii aumingjagrey Prinsinn...

Sjáið bara hvað hann er ánægður á myndinni. Og svo á að skemma alla þessa skemmtun við að plaffa niður þessa andskotans "hryðjaverkamenn" þarna úti... Aumingja grey Prinsinn þarf bara að kaupa sér Playstation þegar hann kemur heim í leiðinda drápslausu höllina....

Blessuð verið hafið hann þarna úti.. Ég lofa að segja engum frá... En þið??? 


mbl.is Harry prins kallaður heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband