Hádegishlésspurningin???

Ég var nú aðeins að flakka aftur í tímann í huganum þegar maður var smápjakkur, sex eða sjö ára og lögguyfirveldið kemur í skólann með svona kynningu á starfseminni.

Allt í góðu með það þanning séð. Nema öllum bekknum er skúbbað upp í rútu og niður í glæpamannavinnslustöðina á Hverfisgötunni og á að renna gervöllnum hópnum svona í gegnum starfsemina.

Það er flakkað fram og aftur um skrifstofur og okkur sýndir þessir rúmgóðu og hlýlegu glæpamannageymsluklefar.

Jújú fínt og gaman hjá öllum og enn skemmtilegra fannst öllum þegar við vorum sett í röð og sýnt hverning ætti að setja fingurna í svona kaldan blekpúða og rúlla svo fingrunum eftir tilsettu blaði, svona til að sýna manni hverning á að taka af manni fingraför.....

Og þar standa hnífarnir á bólakafi í kúnni...... Ég var nebbilega að spekúlera bara akkúrat í þessu hvort þetta sé hreinlega löglegt... Ekki veit ég þó hvort foreldrar voru spurðir hvort þetta væri leyfilegt eða þá hvort fingurfarasýnunum væri fleygt eftir brottför bekkjarins...

En ekki vil ég hugsa til þess að svona sé farið að til að skrásetja bara sem flest sem fyrst...

Bara svona til að geta passað uppá mann eins og alltaf...

En ef þið lumið á einhverju þá endilega grýtið niður línu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband