29.9.2007 | 15:06
Eftirlitið...
Besta leiðin til að vita hverning ástandið í höfuðborgum er að lesa á veggina. Mig langaði bara að henda þessu inn :=
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2007 | 02:20
Klón sál...
Við stöndum á skrýtnum tímum. Það er sagt að mig minnir að ef maður skapi líf þá afsanni hann guð. Nú er víst búið að clona hvað, eina eða tvær kindur semsagt guð er afsannaður. Eða er það. Hmmm ef svo er að vísindamenn geti skapað líf og þá clonað hitt og þetta, þá spyr ég hvað verður um sálina þegar cloninn deyr, er hann með sál... Æææi vansveftar pælingar eru aldrei hollar.
Nú og eins með okkur mannfólkið sem æðum áfram og skrifum okkar persónur inn á blogg og hitt þetta, fóðrum tölvur og tæki með "mennskum" hæfileikum. Erum við að vinna að eigin eyðingu eða mun mannkynið þróast áfram með samruna manns og vélar. Og hvað verður þá um þá sál þegar mennvélinn deyr.... En ég veit ekki hreinlega hvað eða hvert þetta stefnir allt saman, og reyni varla að sjá það fyrir. Það er bara ekki hollt fyrir téð sálartetrið að hugsa svona mikið hvaðan hún kemur, eða hvert hún fer.
Maður á bara að láta fara vel fyrir sér, kikja út um gluggana og njóta ferðarinnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 00:28
Bara þetta.
Ummmhhh ég bara verð. Tvö egg í glas þeytt með gaffli, beikonstrimlar steiktir upp úr hvílaukssmjöri, ein rauð og ein græn paprika tætt í öreindir gúffað úti eggin og hrært. Ein og hálf pulsa/pylsa hehehe sneidd i sneiðar og steikt með beikoninu og eggjunum hellt yfir og öllu slett í eldfast mót og rifinn ost yfir allt jukkið smellt inní ofn í 4 mín....
Ohhhhh ég held að eina leiðin til að ég sofi ekki yfir mig á morgun sé að ýmunda mér þennann morgunmat. Kannski helltist þessi ógurlega svengd yfir mig því tveir birnir voru einmitt að snæða á léttsteiktum elg með David Attenbourgh á kantinum.
Eða kannski maður bara skelli sér í eldhúsið og gúffar í sig morgenverðinum svo maður geti nú sofið aðeins lengur í fyrramálið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2007 | 00:05
Ísl/enska.
Það er nú meira en ég hef orku til í gangi í "bloggheimum" í dag. En ég var einmitt að spá bara hvort það sé nú ekki verra fyrir afgreiðslumann sem er slakur eða ekki talandi íslensku að þurfa að afgreiða nývaknaðann Íslendinginn sem vill bara Ylvolga nýbakaða rúgbrauðið sitt.
Æææi maður verður að stíga svo varlega til jarðar í þessari umfjöllun útaf R-orðinu rosalega. Bara það að vilja geta pantað pizzu án svakalegra orðaleikja sem taka stundum allt upp í10-15 mín getur smellt á mann Rasisma stimplinum ógurlega. En eins og ég las áðan hjá Jenny þá er þolinmæði og umburðarlyndi lykillinn.
Og það er hlutur sem maður þarf að hafa nóg af plús bala fullan af æðruleysi til að standast allar þessar málfærslur sem þjóta hér fram og til baka og verða svo jafnvel allt gleymt eftir nokkra daga. En ég ætla bara að hella mér í scifi channel og þykjast vera að breikka kunnáttu mína á torkennilegum dýrum hingað og þangað og hlakka til að sjá hvað skellur upp á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 18:27
Hugarundur.
Mikið finnst mér fyndið hvað maður er nú búinn að hringsnúast í eigin skoðunum, ekki það að þær hafi breyst heldur er það að þegar maður er orðinn aðeins eldri og eldmóðurinn og gallharður á móti öllum skoðannaviljinn hafa mótast í gegnum árin, þá fer maður hægt og rólega að sjá hverju á að sleppa af takinu og hverju maður þarf áfram að berjast fyrir.
Og baráttan tekur einitt algera u beygju, fer úr háværum skoðannaskiptum og allsherjar blindi á aðrar hliðar beint yfir í "kalda stríðið". Nú situr maður bara í rólegheitum með swiss miss "jumm ég elska swiss miss hehehe" og spekúlerar í öllum mögulegum hlutum. Maður er að læra að oft er meiri þekking í því sem maður er á móti bara ef maður gefur því tækifæri. Það að festa sig í því að vera sífellt að leiðrétta eða benda á "vanþekkingu" annara er bara skófla sem maður notar til að grafa sig lengra niður í sömu hjólförin.
En vá nú er ég farinn að hljóma eins og skjáauglýsing fyrir fyrir nýjustu sjálfshjálparbókina sem kemur út um jólin hehehe. En samt er þetta furðulegt og stórsniðugt að finna eldinmóðinn og æsinginn verða að einhverju nothæfu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 17:26
Ólöglega löglegt???
Ég bara verð að skella þessu aðeins fram. Það pirrar mig nefnilega þessi umræða um "veggjakrot" núna sem aldrei fyrr. Fólk skellir fram staðhæfingum sem það hefur ekki hugmynd um, flestir vita ekkert um þetta listform, en þegar það er gefin út bók um íslenskt graffity sem að sýnir þessa gríðarlega stóru listhreyfingu í sínu hráasta formi þá er viðhorfið verulega furðulegt. T.d er rikisstjórnin að reyna að setja fram boð og bönn en á sama er Kjarvalsstaðir sem er ríkisrekinn listastofnun með kynningu á bókinni og þessari menningu. Mér finnst það furðulegt að banna og á sama tíma hampa sama hlutnum. Hvenær er grafflistamaður öruggur með að vera kallaður listamaður, er það þegar hann birtist i séð og heyrt eða kastljós. Eða er það þegar hann í nafn og andlitsleysi skilur eftir sig vel unna alvöru Graffmynd sem fær mann til að stansa aðeins við og spá í heiminn ef maður er svo heppinn að rekast á tiltekna mynd.
Graffity er ekki að bomba á bíla og handahófsvalin hús. Graffity er ekki lélegar setningar hingað og þangað um bæinn. Graffity er ekki myndin sem fylgdi fréttinu um "neyðarkall" löggunar í grafarvogi.
Graffity er vel unnin mynd fyllt metnaði og sköpunnarsemi, graffity er falin list sem maður rekst yfirleitt ekki á á laugaveginum eða íbúahúsum.
Þetta er barátta sem hefur staðið endalaust yfir og mun aldrei enda. Það þarf aftur á móti að koma á móts við góða veggjalistamenn eins og Prikið og mál og menning hafa gert. Fólk ætti nú aðeins að líta upp úr fyrirsögnum blaðanna og líta aðeins lengra en út á hlað hjá sér og kynna sér málin áður en allt er sett af stað....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2007 | 14:59
Götulist.
Enn og aftur er kallað á refsingar og áslátt á fingur. Veggjakrot æpa allir upp fyrir sig og virðast nú ekkert vita fyrr en daginn. Það er töluverður munur á graffity=veggjalist og tag=krotmerkingar. Fólk er ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað mikið af virkilega góðum gröffurum er þarna úti, og er þeir margir frekar ungir og einstaklega góðir í þessari annars mjög svo miskildu listgrein. Afhverju ekki að fá handa þessum köppum tilskilin svæði þar sem þeir geta framið listræna "glæpi" sína. Afhverju ekki að reyna að halda t.d. kennslunámskeið í félagsmiðstöðvum, afhverju ekki að kynna málið betur fyrir bæði unglingum og fullorðnum.
Þeir sem virðast halda að allt graffity sé bara kriss og krot hér og þar um bæinn ættu nú að líta í bók sem kom nýlega út sem heitir Icepick og þar er hægt að fá gott yfirlit hverning list er í gangi. Það er nefnilega þanning að flest graffity verk eru nú ekki á almannafæri heldur yfirleitt bakatil þar sem þau verk fá frið t.d frá þeim sem gera ekkert nema krota. Þetta er óborganlegt að sjá myndir sem eru virkilega vel gerðar og mikil vinna í, sem fá að standa í einhvern tíma og hverfa svo skyndilega eins og dögg fyrir sólu. Finnst mér endilega verða eitthvað gott úr þessu gert annað en endalausar refsingar sem drepa niður komandi listafólk. Athugið aftan á mál og menningu og í portið á Prikinu eða takið ykkur göngutúr um iðnarhverfin hér í borg og fáið ókeypis litabombu sýningu í ljósaskiftunum. Ég held það sé ágætt að fá smá list í þessa annars gráu borg.
![]() |
Lögreglan biður foreldra að taka þátt í baráttu gegn veggjakroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2007 | 02:07
Bóndapæling.
Stundum fyllist ég þessari undarlegu tilfinningu, ég veit ekki hvort rétt sé að kalla hana heimþrá, en stundum langar mig einfaldlega að flytjast til fjalla. Ég var svo heppinn að ég var sendur í sveit í Króksfirði þegar ég var "vandræðapjakkur" úr Reykjavík, mætti þar úr rútinni með hanakambinn,leðrið og þessa óendanlegu malbiksdýrkun og fannst ég helst ætti betra skilið að vera tekinn af lífi með kindabyssu í hlaðinu en að þurfa að eyða einni minutu þarna í eyðilandinu. Var þetta mikill barátta að reyna mennta fastmótaða hugmyndir fólksins sem átti þarna heima og var mér indælt og gott fólk. En það náði nú ekki lengra þessi anarkisma boðskapur minn en að þegar búið var að eta að manni var einfaldlega bent út í fjós til að moka flórinn. Og ekki fór það nú vel með harðkjarna uppreisnarsegginn sem vildi nú flest öllu illt og helst ekki að eyra neinu.
En þetta endaði þó þessi "vítisvist" og ég kem aftur í bæinn um haustið og við tekur óminnis endalaus rugltími yfir veturinn. Og aftur fer ég vestur að vetri loknum. Og gekk þetta í að mig minnir 3 ár. En málið er að þessar sveitaferðir mínar held ég að hafi hreinlega bjargað lífi mínu og kennt mér meira en ég hef enn fattað. Þarna fékk maður að fá að vera maður sjálfur svo lengi sem maður gekk starfi föstu og stóð við það sem manni var ætlast til, og það furðulega er að uppreisnarseggur var nú snöögur að samhæfast þessu nýja líferni og var maður farinn að hlakka til að komast í rónna fyrir vestan eftir veturinn í bænum. Og nú er þetta farið að rífa svona líak mikið í mig, þessi snilldar þögn á kveldin þegar maður er að rölta bara um sveitina og varla manneskja í nánd. Það er bara eitthvað við það að geta bara hlustað á sjálfan sig og nátturuna allt i kring um mann. Þetta er allavega einn af þeim hlutum sem maður fær nú að muna eftir sem betur fer, en að hinu leitinu er verra að reyna muna eftir vetrunum sem maður eyddi í ruglinu í Reykjavík. Það kæmi mér bara ekkert á óvart að maður mundi bara einn daginn gefa kerfinu langt nef og láta sig hverfa í einhvern fjallafkimann og koma sér upp sjálfsþurftarbúskap, en það fynda er að maður yrði nú að vera með nettengingu því ekki er nú hægt að anarkistas og tuða yfir grey búfénaðinum. Æi vá ég veit ekki hvaðan þetta kemur skyndilega.... En gott er að eiga þessar minningar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2007 | 15:58
Ráðaleysisreiðilestur....
Enn ein helgin runnin frá, og svo virðist að enginn hafi farið illa útur henni, samkvæmt "fjölmiðlum" allavega. En það er ekki málið sem ég vill minnast á hér. Ég er enn svo hissa og frekar illur útí þessa stefnu ríkisins að halda þessari stefnu áfram að "flæma" fólk úr miðbænum og þessari endalausu eltingarleiks rugli. Það er nefnilega þanning að þetta á eftir að hafa sérstaklega slæm áhrif og ef eitthvað á eftir að auka vandamálið með vaxandi tölum af fíklum.
Fólk hefur alltaf farið í bæinn um helgar og jú jú drukkið sig ráðvillt og notað spítt og eitthvað annað. En það hefur alltaf verið í litlu magni ef má orða það svo, en í dag er fólki orðið illa við að fara þarna niðureftir því það veit að verið er að leita og handtaka fólk fyrir einmitt það. Það þýðir ekki að fólk hætti að dópa heldur að fólk fari frekar í heimapartý og verði þar sem hægt er að reykja og dópa án einhvurra aðila sem vill því "illa". Vandamálið er byrjað og hættan afþessu er rosaleg. Öll neysla og allir þeir sem eiga í vandamálum með þetta helv. fela sig bara dýpra niður í þjóðfélagið.
Það er hlutur sem fólk virðist ekki fatta að vandamálið er ekki horfið þó ands. miðbærinn sé hálftómur og hreinn um helgar. Nei langt því frá, því að fólk mun einfaldlega halda sig heima og dópa því mun meira, minna traust verður á þeim sem eiga að halda út svokallaðri aðstoð og enn verra verður að reyna að eiga við þetta vandamál.
Og utan við allt þá er eitt sem gerir mig reiðari en ég get ráðið við, og það er þessi staðfesta hjá sumu fólki sem heldur því fram að fíklar og alkar séu nú bara aumingjar og á djamminu og gefist bara upp á þessu ef börum verði lokað snemma eða löggann taki götudílara... Fjandinn hafi það ég er búinn að standa lengi í þessu og mitt líf snerist allsengann veginn um djamm eða skemmtistaði, frekar að forðast þá staði og halda síg innan í þessum "lokaða" heim sem er þó opin öllum.
Og það er 24 tíma vinna að halda lífinu gangandi þegar maður kominn í aðstöðu. Við höfum öll að ég held misst einhverja úr þessu og munum missa fleiri því miður. Það þarf að fara að taka á þessu með einhvurjum aðgerðum sem fela ekki í sér valdsmennsku og aðhliða hræðslurugli. En það er einmitt ekki svo auðvelt því að vandinn liggur líka í því að þegar maður er kominn með nóg, útbruninn á sál og líkama og dregur sig eða er dreginn í meðferð þá er ekki allt leyst um leið og fólk kemur út úr meðferð. Það læknast enginn afþessu og enginn sem er búinn að þvælast lengi í þessu lærir að komast inn í samfélagið né er mikil aðstoð af því leiti til hérlendis. Maður mætir slæmu viðmóti og erfiðleikum að fatta einföldustu reglur. Þetta er svo mikill menningaheimamunur að það þarf að mæta fólki og mynda einhversskonar eftirmeðferð þegar maður lendir á malbikinu þegar maður kemur úr meðferð og veit ekkert hvert maður á að snúa sér eða hvað maður getur gert.
Finnst mér í góðu lagi að henda nokkrum fjármunum í það og bjarga þanning fólkinu okkar og hættum að sjá á eftir fólki í gröfina langt fyrir aldur fram. Þetta þyrfti að komast inn i hausinn á þeim sem eiga að sjá til þess að við lifum í góðu og öruggu þjóðfélagi fyrir ALLA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2007 | 23:50
Bloggdómar.
Lengi vel var ég gallharður á móti öllu sem bar nafnið "blogg". Þetta væri nú það tilgangslausasta eyðsla á plássi á Internetinu, ekki það að ég hafði opnað eða lesið mikið af þeim. Það er bara stundum þanning að maður heyrir eða sér eitthvað og snögglega er maður kominn með fyrirfram ákveðna skoðun.
Þetta er hlutur sem að ég held að hver einasta manneskja hafi innra með sér, hálfgert viðvörunnarkerfi ef má orða það þannig. Margir t.d sjá húðflúraða svartklædda einstaklinga og taka krók því eins og allir "vita" að þá er húðflúr merki alls ills i huga margra. Ég til að mynda sé jakkafataklædda menn með skjalatöskur sem eina allsherjar ógn. Kallar sem standa okkur "ofar" og skrifa lögin og reglurnar handa okkur hinum. Þetta er bara hlutur sem er erfitt að komast yfir.
Þessvegna hef ég núna brotið odd af oflæti mínu og opnaði þetta blogg mitt fyrir ekkert of löngu síðan og hef komist að því að þetta er bara ein allsherjar snilld. Hér er enginn sem getur gripið fram í fyrir manni, maður einfaldlega kemur sinni skoðun fram og fær svo svör sem maður getur ekkert reynt að stoppa eða breyta einmitt með að grípa inní. Þanning að maður sér og tekur inn allar hliðar og skoðanir málsins og fær ansi oft að sjá hvað maður getur nú verið dómharður þegar maður kynnist fólki fyrst.
En ég er enn að venjast þessu kommentkerfi hér inni, eins og bara hverning maður "les" útur svörum því kaldhæðni skilar sér ekki sérstaklega vel stundum í skrifuðu máli. En maður lærir það eins og annað og einning lærir maður að taka mark á öðrum í samræðum sem maður ætti að nýta sér úti í "kjötheimum" lika. Þanning að ég býst við að maður hangi hér aðeins lengur því hér þenkjandi fólk sem fær mann ansi oft til að brosa eða skipta um skoðun sem maður hélt að yrði aldrei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)