Flagg byltingarinnar.

Breytt geit

Var að velta fyrir mér fána byltingarinnar, þegar sótsvartur almúginn fær nóg og rennur af stað í leit að réttlætinu. Þá þarf að hafa góðan fána. Hehehe. Skissaði upp þennan fyrir málstaðinn.


Heilaþytur.

Jæja þá fór hugurinn á flug... Ég á stundum erfitt með að halda heilabúinu kjurru þegar maður leggst í bælið. Það er nefnilega svo fyndið hvað maður getur bölsótast og ég veit ekki hvað, en þegar maður leggur aftur augum og gerir sér grein fyrir því hvað maður er nú lánsamur. Það er nú ekki eins og maður vaði í peningum (Kannski sem betur fer) hvað þá að maður búi í draumahöllinni. 

En maður býr þó einhverstaðar og hefur það svosem bara ansi gott. Það er nefnilega ágætt að hafa það svona hálfgott því þá getur maður fundið góða hluti á báða vegu, nokkurskonar jafnvægi.  Það er alltof auðvelt að drukkna í vonleysi og einning í því að hafa það of gott. Mér finnst ágætt að vega svona salt og fá að kynnast smáskömmtum af báðum endum þess að vera partur af þessu öllu saman. En ég er að spá að gúffa í mig Swiss miss og leggjast flatur og hugsa sem minnst og sjá hvað mér dettur í hug. Eða máski maður skissi upp eina mynd eða svo. Það virðist einmitt oft vera þanning að sköpunnargyðjan bíði þar til maður leggst útaf, því þá streyma oftast bestu ímyndinanir að manni og maður verður hreinlega að setjast upp og skissa eins og vitleysingur. Og þegar maður vaknar þá bíður manns fullt af verkefnum :)


Nornaveiðar...

Eitt sem hefur gripið mig ansi illa þann stutta tíma sem ég hef verið hér inni á þessari bloggslóð, og það er hvað fólk er orðið ansi gróft og virðist oft einungis lesa fyrirsagnir eða horfa á auglýsingar um kompás. Þetta er stórhættuleg hegðun og í það minnsta kosti ekki gott fordæmi. Fyndist mér að fólk mætti nú allavega klára að lesa eða horfa á umfjallanir áður en sest er í dómarasætið með snörunna og gálgann til reiðu þar við hlið. Þetta er hegðun sem skilar engu af sér nema því að maður fer að hugsa hvort hollt sé að vera í kringum svona fólk og þessa ótrulegu vænissýki sem helgrípur fólk. Menn nafngreina fólk hægri vinstri og hafa jafnvel röng nöfn í gangi. Aðrir blása í herlúðra og heimta réttlæti útaf upplýsingum úr þáttum sem það sjálft játar að hafa ekki séð. Ég fæ hreinlega gult fyrir hjartað ef maður ímyndar sér þetta fólk í kviðdóm... Ótrulegt alveg hreint. En í guðsbænum klárið allavega að lesa og horfa áður en kyndlarnir loga og heykvíslarnar fara á loft. En ég er hálfhræddur um það að maður máski yfirgefi þennan málvöll að öllu óbreyttu...


Allsherjar uppþot.

Ég og félagar mínir vorum að ræða málin í gærkveld með það að fólk á Íslandi ætti bara að taka sig og fara að láta í sér heyra. Ekki á bloggsíðum eða í eldshúskrók nágrannans. Til að mynda á og getur verið fram á beðið að skemmtistöðum/kaffihúsum verði einfaldlega lokað ef fólk er gómað við reykingar með drykk í hendi. Ok hvað ef allir einfaldlega tækju sig til og og sniðgengju einfaldlega þessar "reglur". Á þá að loka gervöllu svæðinu bara, og ef fólk neitar að borga sektir á þá bara að breyta papey í fanganýlendu.

Svo er annað með lokun skemmtistaða um tvö leytið eins og var til siðs þegar ég var um 15 16 ára en þá var það sem partýið fyrst byrjaði. Þá mætti fólk í bæinn snemma og gúffaði í sig eins miklu magni af áfengi og öðru til að þola næturpartýið sem byrjaði eftir lokun og stóð til morguns. Þá var bara einfaldlega slegið upp gleðskap í görðum og götum borgarinnar því fólk gerir það sem það vill. Og hvað í andskotanum á það að þýða að búa í "siðmenntuðu" þjóðfélagi sem kemur illa fram við aldraða, örykja, unglinga ands. vel flesta sem eru í þessu þjóðfélagi. Og núna á að fara að segja fólki hvenær á að fara að sofa....

Þetta getur bara farið á einn veg og það illa. Kemur að því að fallöxin verður reyst á Lækjartorgi og alþýðan leysir vandann. En eins og ég hef margsagt þá er þessi forræðishyggja algerlega óforskömmuð og þegar löggan er gengin í barnfóstru og klósetthreinsunnar vinnu í stað þess að vernda fólk gegn alvöru glæpum, þá er tími til kominn að endurskoða ákvarðnir þessa fólks sem setur þær því það er greinilegt að ekkert af því fólki er í sambandi við nútimann né raunverulaukann.

Og það fyndasta af öllu er að þeir sem setja þessar ákvarðanir í gang eru sífellt að skjóta sig í fótinn með þessari vitleysu. Þetta er farið að vera eins og vera alinn upp á einkareknum leikskóla með Skólastýru með mikilmennskubrjálæði. 


Bann Færslan.

Jesus var einn góðan dag á gangi með lærisvein sínum sem var að fara kenna Jesus inn á lystisemdir holdsins. Komu þeir að gleðihúsi einu og sendi lærisveininn Meistarann á undan með þeim orðum að snótin mundi nú sýna honum æfingunna.

Ekki leið á löngu þar til Jesus rauk útur herberginu, fölur eins og hann hefði séð draug og innan úr herberginu heyrðust harmakvein. Lærisveinninn stökk til og spurði Meistara sinn hvað gengi nú á.

"Nú ég gekk þarna inn og rétt var það að þar lá yndisfögur snót" sagði Jesus; "og þegar ég gekk i átt til hennar þá skildi hún sundur fæturna og sá ég þá þetta rosalega svöðusár á milli fóta hennar þanning að ég notaði bara krafta mína og læknaði hana"

Sjitt ætli ég verði bannfærður og hundeltur eftir þetta.... 


Pissaðu útfyrir.

Er bara ekki hægt að fá samfélagshreinsunnar ofursérsveitina til að grípa í tauminn á þessum manni. En hér er þó sem betur fer farið eftir reglum....ennþá....
mbl.is Hafnaði kröfu um útburð úr íbúð Félagsbústaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara pínulítið innlegg....

Rannsóknaraðgerðir lögreglu og annara stjórnvalda.

 

Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er aðeins heimilt að gera líkamsrannsókn og leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum ef að fyrir liggur dómsúrskurður eða sérstök lagaheimild. Það sama gildir um rannsókn á bréfaskiptum og öðrum tjáskiptum manna sem talin eru í ákvæðinu.

 

Fékk þetta frá... http://www.humanrights.is/mannréttindi-og-island/sertaek-rettindi/friðhelgi-einkalífs/

 

Langaði bara að benda fólki á þetta. 


Æi bara Alkanöldur....

Jú jú var það ekki. Enn ein "stjarna" landsins sem steyptist ofan af svörtu himnahvolfinu og oní ginið á fíkniefnadjöfullinum fékk að stíga inn í hjarta okkar í kveld... Ands. ég veit ekki, kannski er það bara ég en þetta fer alltaf óskaplega mikið í mig eitthvað. Ekki það að þetta sé svosem gott mál og góð fyrirmynd og ég veit ekki hvað, þá er þetta svo undarlegt að það virðist skifta máli hver Alkinn sé. Þarna situr Einar bara í rólegheitum að ræða um plön sín að verða einfaldlega glæpamaður sem lög landsins eiga ekki við, og rabbar um "aðild" sína að nokkrum stórum glæpamálum.

Sem öll áttu sérstað í þá óheppilegu tímasetningu að Einar var bara alltaf rétt að kíkja á staðinn þegar allt fór af stað. Ég sat og hlustaði á þetta og fór að spá að ef ungt fólk hlustaði á þetta og fengi skyndilega þau skilaboð að í lagi væri að fara á þennan stað, nú maður yrði bara ríkur, frægur og að nafni og virðist vera í lagi að vaða svona áfram, finna svo guð setjast í Kastljósið og allt yrði hreint og fínt.

Sjitt, ég þekki ansi marga og hef staðið lengi í þessu sjálfur, og vildi ekkert frekar en að í kastljósið sætist frekar fólk sem er eitt, ekki frægt né ríkt og hefur ekki margt eftir í kringum sig nema einmitt rugl geðveiki og glæpir, einfaldlega til að reyna að halda lífi. Og ekki hef ég séð marga eltast við að reyna koma þeim til hjálpar eða skella þeim í Kastljósið. Því það virðist að fíkill sem er ekki númer sé einfaldlega ekki neitt.

Þetta er orðið að alvarlega stórum vanda hér í okkar litla þjóðfélagi sem við verðum að vinna úr, og vinna úr því með öllum, ekki bara sérvöldum. En að sama leyti getur maður ekki annað en dáðst að fólki sem tekst að rífa sig uppúr þessu helvíti og gerir sitt til að halda öðrum þaðan. Það þarf bara að muna að Allir sem í þessu lenda þurfa tækifæri og jafnvel fleiri en nokkur til að komast þangað og að halda sig þar.


Hvar er Víkingaeðlið.

Mér finnst alveg óheyrilega frábært að fylgjast með alsnakinni þjóðarsálinni í dag eins og aðra daga. Alveg stórmerkilegt hvað fólk getur þjappað sér saman útaf jafn "alvarlegum" hlut eins og greinin góða um dópið hefur gert í dag. En það sorglega er að þegar virkilega þarf að standa saman til að fá alvöru mál löguð, t.d. laga hlut aldraðra og annara stórlega alvarlegri hlutum hér í borg, þá er fólk mikið meira í sitthvoru horninu að ræða hitamálin í stað þess að bera þau á borð eins og þetta mál.

Er þetta einhver furðulegur ótti í brjósti borgarbúa, búast þeir við að ef fólk stæði saman og mómælti t.d þá getur einhvern "foreldravera" í ríkisstjórninni einfaldlega tekið fleiri réttindi af okkur. Eða er það einfaldlega að streð og vandamál og vondur aðbúnaður sitji enn í genunum sem við fengum frá stríðshrjáðum víkingunum sem voru forfeður okkar. En hey þeir létu víst fátt stöðva sig fyrr en inn í landið riðu trúarboðar með betri framtíð eða dauða i farteskinu.

Nei ég neita að trúa því að andinn sem við Íslendingar erum fullir af verði auðveldlega slökktur. Það þarf ansi mikið til að halda lífi hér á þessu skeri á enda alheimsins og það þarf bara aðeins meiri samstöðu til að þetta land geti haft almennilegt dómskerfi sem verndar saklausa ekki þá sekum, gott heilbrigðiskerfi til að hlúa að þeim sem eru að byggja upp áframhaldi búsetu hér.

Ég veit það kemur að því að landinn tekur við landinu sínu úr höndum þeirra sem hafa greinilega enga umhyggju fyrir því. 


Óþverraleysirinn.

Hjálpi mér, nú datt mér frekar ósniðugur hlutur í hug. Hvað á maður nú að velta sér uppúr og hneykslast á þegar okkar yndisfríða höfuðborg er nú á fleygiferð að verða hlýðnasta og hreinasta borg þessa hnattar. Hvað verður um bloggheima og fjölmiðla og ég tala ekki um kaffihúsaferðir þegar er búið að hreinsa upp all óþverrann sem flýtur yfir okkar siðmenntuðu og framhleypnu þjóð. Hvað verður um þá sem hafa ekkert betra að gera en að leysa vandamál þegar öll vandamálin eru leyst.

Þetta er nú vanhugsaður vinkill er það ekki. Þanning að mér datt nú það í hug að opna einfaldlega Skemmtigarð utan við borgina þar sem vörubílshlössum af "óþverrum" og þeim sem einfaldlega halda ekki vatni frekar en lausagangs hundar og kettir, og þar getur siðmenntaði hlutinn af okkar þjóðfélagi einfaldlega tekið sunnudagsrúntinn og haft nóg að tala, blogga um alla vikuna. Því mér finnst hrein mannvonska að taka svo vel til að almúginn hafi ekkert til að tala um. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband