Við munum sigra.

Á morgun er enn einu sinni blásið til samstöðu á Austurvelli.

Þreytt segja sumir og hugsa sér jafnvel ekki að mæta.

Skrílslæti og eggjakast segja aðrir og hugsa sér jafnvel ekki að mæta.

Ganglaust tuð og ríkisstjórnin er að standa sig segja sumir og einfaldlega hugsa ekkert um að mæta.

En ég luma á smá leyndarmáli kæru landar.

Við erum að vinna, hægt og bítandi.

Málið er nefnilega að þessi sífellda pressa sem við erum með er að byrja birtast í einkar undarlegum persónuleika breytingum hjá téðum stjórnvöldum og eru þessir einstaklingar að byrja bugast.

Við þurfum því nú að sækja fastar en fyrr og mæta og sýna samstöðu.

Þeir vita núþegar hvers við erum megnug þannig að við geymum það spil í augnablik í viðbót.

Bugum þeirra anda og svælum þá þanning út.

Það er hlaupinn flótti í þessa ráðamenn og þeir eru að byrja að benda og kenna hvor öðrum um.

Svo er þetta bara eins og spillt spilaborg sem mun sökkva í sæ almennings.

En Kæru landar mínir.

MÆTUM Á MORGUN.

Sama hvað okkur finnst um hvort annað eða aðferðir hvorsannars þá er sá sem við öll stöndum gegn ófarinn.

Geymum að rakka hvort annað niður þangað til að við fáum spillingaröflin út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband