Það bítur kuldinn.

En það fær okkur ekki stöðvað. Við mætum gallhörð og velklædd á Arnarhól kl 13 30 og sýnum hvað í okkur býr.

Það er nefnilega þanning að ef við ekki stöndum upp þá verður enn kaldara þegar húsaskjólið er farið upp í skuldir annara manna en þeirra sem eiga eignina.

Og ekki fáum við að vita hver stóð fyrir þeirri árás á okkur.

En við kreistum fram svör með því að standa saman og BERJAST á móti þessari aðför að okkur öllum.

Hlakka til að sjá sem flesta í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er það ekki klukkan 15:00?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 07:08

2 Smámynd: Bara Steini

Nú er kominn tími á aðgerðirnar 1. desember

Í fyrsta lagi hvet ég alla til að leggja niður störf þennan dag og borga ekki neinar skuldir við ríki eða banka. Þeir sem ekki þora að taka þátt í aðgerðinni 'hættum að borga', ættu allavega að sýna okkur stuðning með því að borga ekki þann 1. desember, heldur draga það til næsta dags.

Kl 13:30 mun ég flytja Vargastefnu við Stjórnarráðið. Um er að ræða svarta galdur, þar sem reiði þjóðarinnar verður brugðið í vargslíki og stefnt gegn slímsetum óhæfrar ríkisstjórnar og spilltra embættismanna.

Kl 14:00 mun ég ganga að Seðlabankanum og skora á Davíð Oddsson að segja af sér. Fáist hann ekki til að ræða við mig og ef ekki fást viðunandi svör, mun ég bera hann út.

Ég hvet alla til að mæta að Stjórnarráðinu og taka þátt í að stefna vörgum að illa lyktandi hræi ríkisstjórnarinnar. Engum ætti að verða meint af því að mæta þangað.

Ég hvet einnig þá sem vilja að Davíð víki, til að ganga með mér að Seðlabankanum og halda fram kröfum um að hann uppljóstri þegar um vitneskju sína um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn okkur, eða segi af sér ella. Ég vara þó jafnframt við því að ef til útburðar kemur má reikna með að lögreglan beiti piparúða eða öðrum vopnum til að verja þá valdníðinga sem sitja í óþökk þjóðarinnar, og það hefur sýnt sig að við getum ekki treyst því að verklagsreglur um notkun slíkra efna séu virtar. Fólk ætti því ekki að koma alveg upp að byggingunni nema það sé tilbúið til að taka slíka áhættu.

Eins og öllum ætti að vera ljóst hefur Borgarahreyfingin boðað til þjóðfundar á Arnarhóli kl 15. Þangað mun ég mæta þegar ég er búin að reka Davíð, og ég hvet alla sem láta sér annt um sjálfstæði þjóðarinnar til að koma þangað líka.

Frá Evu

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 07:11

3 identicon

Tu ert nu meiri kallinn. Eg maeti ad sjalfsogdu a fundinn. Hvad vardar ad bera David ut, ta er eg motfallinn tvi. Eg jata to, ad tad vaeri skondin sjon ad sja.

Johann G. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 07:22

4 Smámynd: Bara Steini

Ég er mótfallin því að samborgar minir eru bornir út

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband