Verðum við öll öfug þarna hinum megin.....

Jebb það er nú risa-spurning dagsins... Sjáið nú til, ég var nefnilega að snúa uppá vænisýkina hjá mér með því að fletta fram og aftur um endalok og eyðingu jarðar.

Hvortsvosem það verður útaf óson, vísindum, kjarnorku eða þá þetta nýjast svarthols dómsdagsmaskínu ævintýri sem er í gangi núna.

Og þar rakst ég á þetta litla myndmand sem róar nú ekki gereyðingarhvatir manns.

 



En það er málið. Við eigum öll eftir að sjúgast og snúast inn í þetta svokallaða endalok alheimssvarthol. En hvar komum við þá út?

Og verður það hverning?

Úúúúúúú ef við erum heppin þá verður það alger ansnúa þessa heims.

Hmmmm ef maður setur það upp þanning þá hljómar það alls ekki illa.

En jæja, það verður nú einhvern bið eftir svörum í þessu eins og öðru.

En það fyndna er að það eru alvöru ógnvænlegir hlutir sem eru þarna úti sem gætu eytt jörðinni á mun verri hátt og mun meiri líkur á að það ske...

Til dæmis...hmmmmm....Georg bush, Flest öll þessi kjarnoddasprengju safnandi lönd með hreinræktuðum mikilmennsku brjálæðingum og svo minnist maður ekki á allar þessa aragrúa af veirum og sjúkdómum sem bara bíða eftir að veðrið verði rétt til að þeir geti farið af stað.

En við höfum nú staðið það af okkur og komist í gegnum það og einnig er fyndið að allir þessir titrandi trúarhopparar með ógnarfréttirnar sem eru búnir að berja á manni boðskapinn um að glóandi napalm húðaður fingur almættinsins væri handan hornins tilbúinn að strjúka okkur af planinu eins og ekkert sé.... Og þá kemur bara allt í einu í ljós að nei, enginn fingur eða gólandi morðóðir herir himins... bara hópur af forvitnum vísandamönnum sjá um eyðilegginguna....

Hlýtur að vera svekk fyrir suma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Þú meinar það. Hmmm.... En hey, það verður þá eitthvað sem maður hefur ekki prófað hehehe.

Bara Steini, 10.9.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband