23.7.2008 | 17:43
Ég vill eigi búa í grárri borg...
Núna er ég búinn að vera frá malbiksdýinu Spreykjavík í tvo mánuði og var farinn að hlakka til að koma heim og fá að athuga hvort einhverjir gjafmildir veggjalistamenn væru búnir að smella upp einhverjum nýjum og sniðugum myndum hér og þar, bara svona til að gera manni glaðan dag meðan maður röltir um malbikið... En neibb... Það er bara allt fullt af tómum gráum persónulausum veggjum ALLSTAÐAR...
Jebb bannið er skollið á og veiðileyfi er sett á höfuð allra þeirra sem hafa glatt augu mín síðustu ár...
Nema þá kannski helv. auglýsingabullið frá bankavítinu sem er með skapalóns auglýsingar um allt... Og það er víst allt í lagi... Byltingin búin að éta sjálfa sig og er hreinskeind og snyrtilega sett upp á markaðsvæddum auglýsingastofum sem einning gleyptu í sig helv. pönkið og settu Dr Spock á fjóra fætur...
Ussssssssss mér svíður í anarkistann og hálfskammast mín bara fyrir að vera meðlimur hérlendis....
En aftur á móti er enn smá von. Kannski einhver hugrakkur á eftir að læðast út í skjóli nætur og skella upp einu og einu svona hér og þar...
En annars eru nú til borgir hér og þar sem enn eru litríkar og frjálsar sem betur fer eins og sést á þessum myndum sem ég smelli inn hér...
En ég vill fara að heyra góðlátt hristið og suðið í íslensku brúsunum og koma fram smá persónuleika í þessa sótthreinsuðu borg...
Athugasemdir
Þökk fyrir það Meistari. Gott að heyra frá þér aftur
Bara Steini, 23.7.2008 kl. 18:36
einkennilegt hvernig fólk telur sig mega leyfa suma list... eins og atriðið þar sem var pissað á einhvern gaur en svo er harðbannað á búa til myndir ef nota á spreybrúsa til verksins... skiliggi
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:38
Búið að mála yfir allt! Og engin greinarmunur gerður á graffití og einhverjum krakkalakka"töggum"
Heiða B. Heiðars, 27.7.2008 kl. 20:23
Steini .
Ekki er öll von úti
Ég er nú ennþá með stóra puttan á lofti og skítandi á systemið... Við erum nokkrir svona ... .það tekur bara smá tíma að finna okkur uppi.
Brynjar Jóhannsson, 29.7.2008 kl. 17:24
Jessssssssssss Eg esska ykkur þessi örfáu en staðföstu Stóri puttinn rokkar feitar en VodaFökk og allt þetta sótthreinsunnar andlausa lið.
Bara Steini, 29.7.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.