Mannorðsmorðingjar Kastljóss...

Ég er nú enn soldið sjóðandi eftir að hafa horft á aftöku á grunuðum manni í Kastljósinu í gær eða fyrradag... Þarsem var yfirheyrsla á Premyslaw Plank, já yfirh eyrsla segi ég. Sjaldan sér maður aðra eins uppsetningu á viðtali nokkurn tíma áður... Dimmt yfir settinu og myndatakan yfir öxlina á þeirri sem sá um "spurningar" sem hljómuðu bara eins og beint úr einhverjum lélegum lögguþætti úr sjónvarpinu, og myndavélin fór aldrei af manninum sam sat undir þessu öllu saman, og í hvert skipti sem hann svaraði þá var einhvern svona undarleg aðdráttarlinsa dregin upp...

Ég veit ekki... En síðast þegar ég vissi eitthvað þá eru menn SAKLAUSIR þartil sekt er sönnuð, hvortsem þeir grunuðu "flýja" eða ekki...

Og þegar menn eru dæmdir og sitja afsér dóminn, þá eru þeir BÚNIR að því að sitja allt afsér.

Þó að í hvert skipti eru þeir áfram endalaust dæmdir menn að almennigsáliti allaveg...

Og ekki stoppaði kastljóss yfirheyrslan eftir að maðurinn yfirgaf sjónvarpssal, því þá fengu þau inn löggumann einn sem var pumpaður fram og aftur um ýmiskonar persónuleg téð manns...

Hvort hann hefði verið til vandræða eða eitthvað áberandi glæpssamur á götum reykjavíkur...

Bíddu bíddu... Hvað kemur það málinu við... Má ræða bara um líf fólks í sjónvarpinu svona...

Hvar hver hangir og með hverjum... Það er ands. ekki hægt að haga sér svona yfir ÓDÆMDUM manni fjandinn hafi það...

Taka til í sjónvarpinu og fáum hugsandi fólk með eitthvað annað í huga en mannorðsmorð...

Eða er Dv búið að taka yfir þarna núna... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Hehehe jebb svo satt, svo satt. Það er kominn einhver svona skuggaleg svakafréttamennska í hana... Mundi sóma sér vel í bandaríkis fréttum, segi ekki meir. Hahhaa...

Bara Steini, 15.4.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Steini: DÖÖH

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Bara Steini

Ha....Hva....Hey....Hvað gerði ég nú Helga...

Bara Steini, 17.4.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband