Smá pirr.

Jæja rétt áður en ég stekk afstað upp í Kópavog að vinna í veggmyndinni minni þá var ég að taka til í tölvunni minni og rakkst á eina pirraða færslu sem ég gleymdi að smella hérna inn. Langaði bara að henda þessu inn... Og bið að heilsa ykkur í bili esskurnar.

 Hehehe frábært, eins og vanalega samkvæmt fjölmiðlum og vefmiðlum var "óöld" við lýði í borg óttans um helgina. Fræðingar og fáfræðingar hlömmuðu sér niður á sunnudagskveld til að ræða þessa ofboðslegu víkingahelgi þar sem áfengi þvag og aðrir vessar flæddu um stræti miðborgarinnar.

Fréttir fleygðu upp myndum að ungum ofurölva einstaklingum að berjast sín á milli og einning að takast á við lögregluyfirvöld sem voru með sínar hendur fullar. Hahhaah.

En svo byrjaði snilldin, allir áðurnefndir einstaklingar sem nýbúinir voru að lýsa yfir að miðborgina ætti að forðast um helgar og enginn ætti að hætta sér þangað niður eftir. Samt er þetta fólk að segjast búa yfir lausninni á því hverning á að taka á ástandinu sem það veit nú ekkert um, nema af lestri uppblásinna frétta og úthverfabúa vænissýki sem alltaf mikla hluti upp úr öllu valdi.

Ok ok ég er ekki að segja að helgar í miðbænum sé öruggasti eða hreinlátasti staðurinn. Auðvitað er allt vitlaust þarna þegar fólk er matað á maniskum fréttum og umræðu um limlestingar og jafnvel manndráp alla vikuna. Svo þegar þetta fólk smellir sér út og einhver gerir þau mistök að hnippa lauslega í öxlina á þeim, þá er best að bregðast við geðsjúka miðborgardjammaranum með höggum og spörkum.

En er einhver lausn á þessu ástandi. Ég segi persónulega að það ætti að ætti að hætta að hefja þessa ofbeldisdýrkun á svona hátt stig og kannski að hafa það á bak við eyrað að Lögreglan mætti setja sig í sitt rétta hlutverk, það er að vernda einstaklinga og borgina en ekki æða um og haga sér eins og einhvursskonar fasista siðgæðisverðir.

Virða borgarbúa og borgarbúar virða til baka. Og kannski er líka kominn tími til að setja á opinber lyfjapróf á verði laganna þar sem við erum að borga launin þeirra og þeir eiga að vera okkar verðir og er þá ekki í lagi að fá að vita að þeir séu í lagi til að standa undir þeirri skyldu.

 

Og svona líður manni víst í dag hehehe eins og þessi sómamaður hér á mynd.

732


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband