Óþverraleysirinn.

Hjálpi mér, nú datt mér frekar ósniðugur hlutur í hug. Hvað á maður nú að velta sér uppúr og hneykslast á þegar okkar yndisfríða höfuðborg er nú á fleygiferð að verða hlýðnasta og hreinasta borg þessa hnattar. Hvað verður um bloggheima og fjölmiðla og ég tala ekki um kaffihúsaferðir þegar er búið að hreinsa upp all óþverrann sem flýtur yfir okkar siðmenntuðu og framhleypnu þjóð. Hvað verður um þá sem hafa ekkert betra að gera en að leysa vandamál þegar öll vandamálin eru leyst.

Þetta er nú vanhugsaður vinkill er það ekki. Þanning að mér datt nú það í hug að opna einfaldlega Skemmtigarð utan við borgina þar sem vörubílshlössum af "óþverrum" og þeim sem einfaldlega halda ekki vatni frekar en lausagangs hundar og kettir, og þar getur siðmenntaði hlutinn af okkar þjóðfélagi einfaldlega tekið sunnudagsrúntinn og haft nóg að tala, blogga um alla vikuna. Því mér finnst hrein mannvonska að taka svo vel til að almúginn hafi ekkert til að tala um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já það væri skelfilegt ef það væri búið að setja heftiplástur fyrir kjaftin á Gróu Á leiti....  Um hvað eigum við siðmennirnir að tala þá þegar krimminn er ekki lengur til...

JÚ NÝJUSTU HÁRKLIPPINGU BECKHAMS OG HVERJUM BRAT VAR AÐ SOFA HJÁ... 

Brynjar Jóhannsson, 16.9.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Úff, loksins athugasemdaðist einhver hérna. Ég er nefnilega svo feiminn, að ég þori aldrei að skrifa inn á bloggerí annar, nema að því tilskildu að einhver skrifi á undan mér. Líklega er ég dáldill 'Tvistur' í mér.

En mig hefur langað að skrifa áður athugasemdir á þínar fínu færslur,  bæði um hvað öðruvísi kynhneigðir hafi að gera við kristilega giftíngu, & kví persónuréttindi eru auðbrotin af valdhöfum, vegna óskiptíngu þrískipta valdsins & skort á valkostum við óþarfa hótun um handtöku & gíslíngu.

Held að borgin verði seint hreinari en órhreinasta barnið hennar Evu eiginlega, en þetta lítur fínt út í mogganum.

S.

Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 01:30

3 Smámynd: Bara Steini

Frábært að heyra frá þér, og endilega skrifaðu hvar og hvenær sem þér sýnist. Það er eina leiðin til að fá svör og umræður í gáng. Hver veit nema við mundum detta niður á lausn við einhvurju að því sem þarf að takast á við :=)

Bara Steini, 17.9.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband