Færsluflokkur: Bloggar
9.11.2007 | 13:53
Íslenskur Raðmorðingi....
Jebb ekki var gott að vera ferðamaður á leið um Búðir Snæfellsnesi í kringum mann sem kallaður var Axlar-Björn. Jummjumm er þetta svo að segja fyrsti raðmorðinginni Íslandssögunnar. Var maður þessi með gistingu fyrir fólk en gekk á það með exi eina sem hann notaði óspart og gekk hann frá að minnsta kost 18 manns sem hann fleygði svo í tjörn eina sem er rétt hjá bænum hans. Og það er ekki lengra síðan en 1596 sem maður þessi var dæmdur og tekinn af lífi...
Og það er engin smá aftaka sem hann gengur undir. Hann er fyrst beinbrotinn á öllum útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar af búk hans hengdir á stengur... Huggulegt..
En ég einmitt man að þegar ég var gelgju-púki í sveit fyrir vestan þá var mér óspart sagt sögur af þessum gæja og haldið var fram að hann hefði hent nú einum til tveim skrokkum í dý eitt sem var fyrir neðan bæinn sem ég var á.... Og það voru rökkursögur sem fengu mann til að bíða beinsperrtur eftir hvítu og innsognu andliti með eitthvað glampandi í hönd á gluggann hjá manni... En svo kom víst aldrei til.... En þetta finnst mér alveg hreint stórmerkilegt með þennann gaur... Snargeggjaður raðmorðinginni með enga samvisku né nokkuð hreint í sálu og hann lifir enn í rökkursögum handa börnum... Sniðugt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2007 | 11:54
Hvað er að ske með heiminn....
Þessi hrikalegi atburður hristi mig nú aðeins til meðvitundar með að kannski er vandamálin á fleiri stöðum en Fjandaríkjunum. Þetta er hér um bil í næsta húsi bara.... Og öll umfjöllun um þetta mál er að venju á lægsta stigi blaðamennsku eins og vanalega. Hvað er málið að þurfa að breyta þessum einstaklingum í hálfgerðar and-hetjur og allt sem þeir standa fyrir blásið upp og hellt yfir mann með ósmekklegum fréttum og æsingin.
Það er hlaupið um og reynt að finna 0rsök um hvers vegna þessi einstaklingur missti sig. En samt sem áður að þessi skelfilegi hlutur hafi gerst þá er einhver sem dregur sig upp í kjölfarið og heldur áfram ógninni með hótunum um áframhaldandi voðaverk...
Þessir atburðir hræða mig og það hræðir mig líka þetta hugarfar... ÆÆ þetta skeður bara í Fjandaríkjunum.... Þetta er að ske hjá okkur öllum á mismunandi grófann hátt og mér finnst við verðum aðeins að hrista okkur inn i meðvitund svo við stöndum ekki einn daginn í þessum sporum...
![]() |
Finnskum skóla lokað vegna hótana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 00:55
Eftir jólaæðið.
Ég er búinn að vera að velta fyrir mér að skreppa út eftir jólin. Og það fyndna er að það er ekki Amsterdam eða neitt Evrópu ráp, heldur er að spekúlera í Færeyjum eða eitthvað þanning. Það er bara þanning að maður verður að skreppa stundum útur þessu öllu og ná bara þessu svaka hraða þjóðfélagi á réttan stað eftir jóla æðið sem er að bresta á. Ekki að það sé ekki frábært og allt það þessi þeitingur og hamagangur en stundum er það bara fullmikið af því góða.
Þanning að í jan er ég bara að spá að sitja í fjallkofa (vonandi) með engin hljóð önnur en þessi venjulegu sem eiga að fylgja plánetunni. Og auðvitað með swiss miss í hönd og laptoppin falin i poka við hliðina á stólunum... Jumm, ekki hélduð þið virkilega að ég færi að brölta upp í óbyggðir með engann hátæknibúnað... Hehehe ekki sénsinn. En annars er bara einhvur svona þörf í mér núna að bara skunda á fjöll og firnindi í fjóra fimm daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 00:33
Nátturulega....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2007 | 17:37
Landinn á að þamba Landa....
![]() |
Leiðrétting og afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 13:54
Löggur í eign Ríkisbubba.....
Það er hálfleiðinglegt að ganga Laugaveginn og bara miðbæinn í heild þar sem hann er allur í svöðusárum. Vantar stóra parta eins og tannskemmdir iin á milli þar sem er búið að rífa og planað að tæta burt fullt af fleiri húsum...
Spretta þá upp hálf ljót glerhýsi og nýbyggingar og allt plan nátturulega inniheldur að fólkið sem noti húsin í sínum tilgangi sé nú örugglega af réttri sort og sé allavega kassavant þanning að maður fær upp í hausinn ímyndir af ríkisbubbum með lögguna og stjórnvöldin undir þumlinum og fær þá einfaldlega til að banna fólki að stunda flest allt það sem hefur gert og losar sig þanning við vandamálið úr nýju einkareknu litlu hreinu borginni sinni....
En þó verður vonandi einhver borgarmynd eftir þegar maður kjagar um kolruglaður í ellinni svo maður viti nú hvaða landi maður sé í....
En mér finnst þó frekar slæmt að þrír til fjórir manns bókstaflega eigi Laugaveginn og miðbæinn okkar og virðast ætla að komast upp með að brugga þar sem þeir vilja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 17:10
Ótrulegt.
Einmitt maður hélt strax að Fjandaríkin stæðu á bak við þetta en geðveikin er farin að dreifa sér. Er kominn leki að skútunni og allt að fara úti í þetta....
Sorglegur atburður....
![]() |
Árásarmaðurinn í Finnlandi reyndi að fyrirfara sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 03:18
Öfug Veggjalist.
Þessi einstaki listamaður þóttist hafa fundið lausn gegn ólöglegri veggjalist með því einfaldlega að fara niður í umferðargöng og einfaldlega "þrífa" fram myndir í subbið og jukkið sem fyllti veggina, en nei. Nú er greyið eftirlýstur og þó fékk hann það í gegn að göngin voru þrifin til að losna við "óþrifnaðinn.
Alger snilld að öðru leyti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 02:32
Bleika færslan....
Úúúúfffff nú er maður kominn heim með Swiss Miss í hönd og aðeins rólegri eftir ógurlegheitin í kringum rasisma og allt aþð kjaftæði... Vonandi verður maður ekki flakaður malbikaður og tjargaður og læti...
Nei ég er nú aðeins þroskaðari en það og sem betur fer er gott fólk þarna úti sem getur séð hlutina í réttu ljósi og heldur þessu öllu saman einhvern veginn, en það er bara svo auðvelt að láta þetta svokallaða fólk, sem breiðir út hatur og geggjun drekkja sér og maður hálfmissir alla von á mannkyninu... En er það ekki ákkurat það sem þessir sjúklingar vilja. Vaða áfram með ofbeldishótunum ef maður dirfist að standa aðeins til hliðar og dýrka ekki bara hvíta kynið....
Heimurinn væri nú frekar sorglegur á flest alla vegu ef þetta lið kæmist upp með drauma sína, öll tónlist, öll föt, kunnátta og þróun mundi hreinlega hrynja langt aftur í fornöld...
Come on núna fólk, það er 2007, enginn er cool með þvotthelt fat á hausnum og brennandi kross í hönd.... Farið nú aðeins að opna augun og vera bara þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu öllu saman. Geggjað væminn um miðja nótt. En ég ætla bara að fylgjast með þessu áfram og vonandi sér maður einhverja breytingu á mínum lífsaldri....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 18:33
Hmmm...
En svo er annað sem poppaði upp í hausinn á mér... Svona hvítt fólk sem fellur samt ekki undir staðalinn HVÍTT.... T.d mikið húðflúrað fólk, eiturlyfjasjúklingar, og bara margt annað undarlegt fólk. Hvítt fólk fer nefnilega í hnút ef það hittir aðra hvíta manneskju sem er öðruvísi því orðið fordómar virðast ekki ná yfir hvíta stofnin... Enginn leggur hvíta manneskju í einelti hvað þá önnur hvít manneskja...
En þá eru þetta ekki fordómar þvi "öðruvísi" hvíta fólkið er með fordóma með því að haga sér ekki hvítt. Eruð þið orðin ringluð.... Gott.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)