Boðefnavæmnisritun...

Nú er ég búinn að vera að spá í einu... Munið þegar við vorum lítil... Var ekki alltaf miklu meiri snjór. Ég er búinn að sakna svona alveg vindlausu og hljóðu kveldi með fullt af snjó og bara ekkert nema snjó. Og ekki svona tjörutjargaðan slabbsnjó heldur svona ævintýra yfir öllu í rólegheitum, swiss miss í bolla og arineld snjó... Þegar maður þurfti að hafa fyrir því að reyna að klöngrast yfir heljarins skafla og læti. Það er þó betra en þetta hálfgráa rignarveður sem lætur manni líða smá eins og maður sé uti í Bretlandi eða eitthvað... Æi ég veit ekki...

Kannski er ég bara fullur af einhverri nostalgíukasti. En jæja. Það er farið að lygna hérna í Bloggheimum og trúarhitinn kominn í svona venjulega vorgolu og býður maður bara með hjartað í buxunum að þetta sé ekki augað á storminum. En samt er það greinilegt á mörgum bloggum sem maður hefur nú hætt sér inná að það er enn nóg sem þarf að taka á og reyna fá eðlileg viðbrögð við. En það tekur allt tíma og þolinmæði. Sjáum hvað setur á morgun.

Ég ætla að stökkva í bólið og bíða eftir að bólgan við nýja húðflúrinu mínu hjaðnar og verð vonandi kominn í rétt og pirrað skap á morgun Wink Hehehe eigið annars sem besta nótt þarna úti í kjötheimum og verum nú góð hvort við annað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum kannski að sakna lognsins í sálinni, þegar við hugleiðum þessar stundir.  Daganna þegar við vorum við án viðhengja. Ég held að það sé hægt að finna það logn aftur. Til dæmis með að fara í huganum í ferðalag til þessara augnablika.

Hættu svo að tattóvera þig svona. Þú ert að verða eins og sængurver úr rúmfatalagernum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 07:01

2 identicon

hvernig tatto varstu að fá þér ? En jú logninu í trúarumræðum fagna ég líka ... einhvern veginn vinnur enginn í svona (ó)rökræðum

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 07:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sko ekki hættur Kleó mín. Ég kem að þessu leynt og ljóst í öllu sem ég skrifa.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: kiza

Held þú sért að hitta á góðan punkt Jón Steinar; að við söknum "við án viðhengja"-tímanna...  Svo margar barnæskuminningar sem tengjast því að djöflast áhyggjulaus í snjónum heilu klukkustundirnar...

Kannski var það ekki endilega að snjórinn væri meiri frekar en að við vorum einfaldlega minni ;)

En jú...ég sakna hans samt.  Orðin grútmygluð af þessum gráma og rigningu... 

kiza, 16.11.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Bara Steini

Jón Steinar þó... Rúmfatalagerinn.... Hehehe, neibb ég er orðinn svo helsjúkur af blekbakteríunni af eina sem stöðvar mig er plássleysi... Og þá ræði ég bara við Kára Decode og plata hann til að klóna á mig eitt til tvö pör af handleggjum tilo viðbótar.

Kleó. Hehehe ég var að fá svona kjaft sem er að rifna útur barkanum... Er þanning séð með kjaftana fyrir neðan nefið hmmm.... 

http://www.hugi.is/hudflur/images.php?page=view&contentId=5394615 

Jóna. Við erum bara alltof stór það er satt hahaha. Mig langar samt að djöflast bara i marga klukkutima öðruhverju.... 'i snjó það er að segja... Hehehe. 

Bara Steini, 16.11.2007 kl. 13:23

6 identicon

jahérna hér ... bara pínu skerí tattú sko :P

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:19

7 Smámynd: Bara Steini

Ég var einmitt að hlæja að því með félögunum að ég er einmitt svona útlítandi að ansi margir sem ég rabba við hér mundu ábygglilega taka stóran krók ef manni yrði mætt á laugaveginum... Hehehe en það er víst ekki coverið sem betur fer. Ja og þetta er soldið spooky tatt en það sést nú varla sökum hökutoppsins. En það er varla húðblettur eftir hahaha...

Bara Steini, 16.11.2007 kl. 15:31

8 identicon

heyrðu ... ég held svei mér þá að ég viti hver þú ert .... hmm.. pikka í þig ef ég sé þig á fundi ...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:27

9 Smámynd: Bara Steini

Endilega.

Bara Steini, 16.11.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband