12.9.2009 | 17:34
Fríbúðin verður að sjálfsögðu opin.
Fyrir tæpum tveim mánuðum tók hópur fólks sig saman og yfirtók tómt hús á Skólavörðustíg. Markmiðið var að opna þar anarkískt félagsrými. Það tókst! Hústakan hefur nú verið opin fyrir ýmiskonar starfsemi, allt frá fríbúð upp í matarboð og graffsvæði.
Fyrir þá sem ekki vita höfum við opnað félagsrými á Skólavörðustíg 40 (við hliðina á Krambúðinni), sem starfrækir m.a. fríbúð. Rýmið er algjörlega óháð og er skipulagt skv. anarkískri hugmyndafræði laust við allt yfirvald. Næstkomandi laugardag, 12. september verða tónleikar og matur í boði frá og með kl. 19:00. Fríbúðin verður að sjálfsögðu opin.
Öll hjálp við að halda þessari starfsemi gangandi er vel þegin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.