28.5.2009 | 15:59
Upp með hvalveiðibyssurnar.
Hérmeð gef ég út formlegt veiðileyfi á alla þessa "einstaklinga" sem eru að reyna að hugsa sér að koma hingað undir flaggi terrorisma.
Hneppum þessa ræfla í hlekki og látum þá vinna úr sér hortugheitin i hvalveiðistöðinni okkar.
Kannski mundi þeir vitkast og verða að manneskjum ef ekki....hmmmm....hnakkaskot og settir í súrsun okkur til mikillar gleði...
Uppskrift nr 1 - Hrefnuspjót
Skerið kjötið í gúllasbita (ekki of stóra). Setjið í skál og hellið Cajp's grillolíu (þessi í áttstrendu flöskunum) yfir og látið marinerast yfir nótt eða frá morgni til kvölds.
Leggið grillpinna í bleyti í ca 2 klst. Rúllið upp baconlengjum. Skerið papriku, rauðlauk eða sveppi í fremur grófa bita. Þessu er síðan þrætt upp á grillpinnana til skiptis. Kjöt + paprika + bacon + kjöt + rauðlaukur + kjöt o.s.frv. Þetta er svo grillað á útigrilli.
Passið að grilla ekki of lengi því þannig þornar kjötið. Borið fram með kartöflum, grilluðum eða soðnum eftir smekk, grænum baunum, hrásalati eða annað sem fólk þykir gott. Piparsósa úr pakka er góð með.
Uppskrift nr 2 - Hrefnusteik
Skerið kjötið í 1 - 1.5 cm þykkar sneiðar. Penslið með BBQ sósu og grillið í ca 3-4 mín á hvorri hlið (á vel heitu grilli).
Borið fram með léttsoðnu fersku grænmeti, kartöflum og grænpiparsósu.
Uppskrift nr 3 - Pönnusteik
Skerið kjötið í 1 cm þykkar sneiðar. Veltið sneiðunum upp úr pískuðu eggi og uxahalasúpudufti (fæst frá Erin). Steikið kjötið í ca 3 mín á hvorri hlið og hellið rjóma yfir og látið liggja í rjómanum í smá stund.
Uppskrift nr 4 - Hrefnuforréttur
Fljótlegur skyndibiti sem er ótrúlega góður. Mikið notað í Japan.
Skerið hrefnukjötið niður í örþunnar og litlar sneiðar. Dæmi: 5x5 cm sneiðar sem eru 3-5 millimetrar á þykkt.
Veltið sneiðunum upp úr sojasósu og borðið hrátt.
Næsta uppskrift er ættuð frá Færeyjum, en fengin af vefnum matseld.is Hún er auðvitað miðuð við grindhval en þar sem að við erum helst að veiða hrefnu, þá notum við hana bara í staðinn. Þetta er mjög góður réttur og hentar sérstaklega vel til að "venja" fólk við sem að ekki hefur borðað hvalkjöt.
Hráefni:
800 gr. hrefnukjöt
150 gr. sveppir
2 dl. sherry ( ágætt að nota eplasafa í staðinn )
4 dl. rjómi
100 gr. smjörlíki
Hveiti
Salt og pipar.
Meðlæti.
Soðnar eða brúnaðar kartöflur. Grænar baunir og rauðkál.
Aðferð: Skerið kjötið í ca 1 cm. sneiðar, veltið því upp úr hveiti og steikið á pönnu í smjörlíki í um 2-3 mín. á hvorri hlið við meðalhita. Takið kjötið af pönnunni og leggið í eldfast mót. Skerið sveppina í bita og steikið í 3-4 mín. upp úr sömu feitinni og kjötið var í. Hellið sherry (eplasafa) út á og látið malla í 1 mín. Hellið síðan rjóma saman við og látið malla þar til að þykknar. Bragðbætið með salti og pipar. Hellið síðan af pönnunni yfir kjötið og látið í ofn við 180 gr. í 15 mín.
Þá er það klárt.
Aðgerð Ragnarök endurvakin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir þessa færslu held ég að ég verði að líta út í búð á eftir og leita mér að hval!
Páll Jónsson, 28.5.2009 kl. 16:26
Fátt gómsætara og betra fæði en Hrefnuket.
Hreinn eðall ;)
Bara Steini, 28.5.2009 kl. 16:30
Hrefnan fer á grillið í kvöld... eða a.m.k. pönnuna ef ég nenni því ekki
Páll Jónsson, 29.5.2009 kl. 19:43
Ekki bara sætur ertu.... heldur með góðann smekk ;)
Bara Steini, 29.5.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.