Lýsa skyrárás á hendur sér

Samband róttækra jafnaðarmanna hefur lýst sig ábyrga fyrir skyrárás á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í dag.

Grímuklædd ungmenni slettu skyri, málningu og slori á kosningaskrifstofum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í dag.

Samkvæmt því sem fréttastofan kemst næst var fyrst ráðist á skrifstofu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í morgun. Fjögur ungmenni, þrír piltar og ein stúlka, voru að verki. Líklega var sami hópur að verki í öllum tilvikum að sögn lögreglu.  Að sögn sjónarvotta var skvett á starfsfólk á skrifstofunum, tölvur, málverk, sófa og bíla fyrir utan.  

Í tilkynningu sem sögð er vera frá Sambandi róttækra jafnaðarmanna segir: Samfylkingin brást jafnaðarmönnum um allan heim með því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og með því að slíta ekki stjórnarsamstarfinu fyrir daga Búsáhaldabyltingarinnar. Það er ekki hægt að taka mark á Jafnaðarmannaflokki sem vinnur svona náið með hægri flokki. Við köllum eftir nýrri Samfylkingu sannra, róttækra jafnaðarmanna og lýsum yfir hatrammri áframhaldandi baráttu gegn Samfylkingunni og valdapoti hennar. Við gerðum ekki byltingu til þess að vera áfram höfð að fíflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband