28.1.2009 | 12:23
Haha! - Hernaðarbandalagið flýr undan friðarsinnum og anarkistum! Stjórnvöld hætt við að halda samkomuna í þjóðmenningarhúsinu
Haha! - Hernaðarbandalagið flýr undan friðarsinnum og anarkistum! Stjórnvöld hætt við að halda samkomuna í þjóðmenningarhúsinu
---
Frá SHA:
Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti á Nató-ráðstefnunni á morgun, miðvikudag, hafa skotið hernaðarsinnum skelk í bringu. Samkvæmt nýjustu fregnum hafa stjórnvöld hætt við að halda samkomuna í Þjóðmenningarhúsinu.
Hernaðarandstæðingar hyggjast reka flóttann og er nú unnið að því að grafa upp hina nýju staðsetningu kanakokteilsins.
UM LEIÐ og þær upplýsingar liggja fyrir, verður send út tilkynning á póstlista SHA og upplýsingar um nýja staðsetningu settar inn á Friðarvefinn í síðasta lagi kl. 16.
Fylgist því vel með fréttum af þessu máli. Ekki viljum við að Nató-framkvæmdastjórinn missi af því að hitta íslenska friðarsinna í þessari heimsókn.
http://www.fridur.is/
Athugasemdir
Hvað segist um tjald í Laugardalnum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 17:38
Við gerum eitthvað sniðugt sem fær mikilmennskubrjálæðingina til að titra mín kæra Jenný :)
Bara Steini, 28.1.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.