Mótmæli á Austurvelli á morgun kl.15

Fundur á Austurvelli laugardaginn 20. desember kl. 15:00

Undanfarnar ellefu vikur hafa þúsundir Íslendinga safnast saman á Austurvelli klukkan 15.00 á hverjum laugardegi undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Þar hafa raddir fólksins hljómað svo kröftuglega og sterkt að allt þjóðfélagið hefur hlustað. Mótmælin hafa smátt og smátt náð eyrum ráðamanna þjóðarinnar og nú er ljóst að þeir eru farnir að skjálfa í hnjáliðunum.

Um síðustu helgi, 13. desember, voru mótmælin haldin með áhrifamiklum táknrænum hætti og eins mun verða næsta laugardag, 20. desember, klukkan 15.00.

Þetta er gert vegna óska fólks um að geta gefið börnum sínum gleðileg og friðsæl jól. Slík sjónarmið eru bæði sjálfsögð og eðlileg.

Fyrstu helgina eftir jól, 27. desember, verður fundurinn hins vegar færður í kröftugra form og þrýstingur aukinn á stjórnvöld.

Fólk er hvatt til að mæta á Austurvöll nk. laugardag, 20. desember, klukkan 15.00 og sýna samstöðu gegn ástandinu með 11 mínútna þögn.

Kröfurnar eru:

Núverandi stjórn Seðlabankans víki tafarlaust.

Núverandi stjórn Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust.

Kosningar sem fyrst.

Tekið skal fram að mótmælin og allar aðgerðir á vegum Radda fólksins eru alltaf friðsamlegar.

Fundarstjóri er sem fyrr; Hörður Torfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk svítípæ :)

Heiða B. Heiðars, 19.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband