16.12.2008 | 13:38
Plastborðar og bakdyr breyta engu.........
Gleðileg jól kæra ríkisstjórn.
Takk fyrir alla fallegu og þungu skuldapakkanna en við munum skila þeim til baka.
Orka landans er að aukast og þrek ykkar að hverfa.
Þið þykist ekki sjá okkur né heyra.
Við aftur á móti erum fólkið sem sandkassaleikur ykkar bitnar á.
Við finnum fyrir ykkar ákvörðunum og erum ekki sátt.
Austurvöllur klukkan Níu í fyrramálið og rödd okkar mun hækka um þónokkur desibel.
Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tókstu eftir að ingibjörg sólrún virðist einfaldlega vera hlæjandi þegar hún gengur inn bakdyramegin?
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:47
Flest þeirra bara glottu og sýndu líkamstjáningu um að við skiptum ekki máli........
En elskan min..... Okkar dagur rís.
Bara Steini, 16.12.2008 kl. 13:48
ójá minn kæri ... núna er okkar tími að ganga í garð og því skulum við vera andlega vígbúin og tilbúin fyrir allt mótlæti... sameinuð sigrum við
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:52
Óuppalinn skríll... ætti að rassskella þessa krakka. Skammarlegt fyrir heila þjóð að eiga svona mörg rotin epli!
Funi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:54
Það finnst mér vera rikisstjórn frekar en FÓLK sem er að verja sitt og sýna Funi.
Bara Steini, 16.12.2008 kl. 13:56
ertu ekki að tala um ríkisstjórnina funi ... það er eini skríllinn sem var á tjarnargötunni áðan mér vitandi ...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:06
þeir sem kalla mótmælendur hér á landi "skríl" eru að sýna fólki erlendis sem lendir í alvöru skríl, einsog t.d í Aþenu, óvirðingu...
Og ég myndi segja að þessi sandkassaleikur stjórnvalda, fjölmiðla og annarra stofnana sé orðinn að kviksyndi, ég vona það allavega svo að við sjáum þau einhverntímann hverfa
halkatla, 16.12.2008 kl. 15:41
Sæll Steini.
Tók þátt í þessum mótmælum með ykkur í dag. Löggan með stæla en mótmælendur voru flottir. Það eina sem skemmdist í þessum mótmælum var úlpan mín. Ég kem til með að mæta aftur í mótmæli með ykkur.
EK (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:45
hlakka til að sjá þig EK
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.