13.12.2008 | 18:30
Það er nóg komið.
...af ræðuhöldum og þögn. Síðustu tvo áratugi höfum við þagað yfir spillingunni.
Síðustu 9 vikur höfum við hlustað á ræður á Austurvelli en nú virðist sem þögnin sé snúin aftur.
EKKERT HEFUR BREYST.
Það er kominn tími til að láta hönd fylgja huga. Næsta þriðjudagsmorgun þann 16 desember ferfram ríkisstjórnarfundur í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Þar hyggst ríkisstjórnin halda áfram að plana svokallaðar "björgunnaraðgerðir" sína.
VIÐ HÖFUM NÚ ÞEGAR FENGIÐ SMJÖRÞEFINN AF ÞVÍ HVERSKONAR "BJÖRGUNNARAÐGERÐIR" ÞAÐ ERU.
Hittumst við Iðnó kl 08-45 og höldum þaðan að ráðherrabústaðnum og komum í veg fyrir að þessi ríkisstjórn fái að starfa mikið lengur.
Mötum öll-ung sem eldri- með grímur eða grímulaus hvortsem við viljum beita líkama okkar til að hindra ríkisstjórnina að störfum eða bara standa með og styðja.
Markmið okkar er að ríkisstjórn fari frá svo hægt sé að byggja upp réttlátt samfélag.
Sjáumst.
Athugasemdir
Það var þó gott að hitta fólk og rabba um svona hitt og þetta.
Bara Steini, 13.12.2008 kl. 20:12
sorry að ég var ekki í bandi í dag .. vil rosalega hitta þig fyrir þriðjudag, mæti að sjálfsögðu!! setti þessi kvattningarorð þín á facebook-ið hjá mér
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:40
Takk fyrir það kæru félagar.
Bara Steini, 14.12.2008 kl. 19:36
Þetta er nú samt eeki runnið undan minum rifjum heldur er eg bara gallharður fylgjandi þessara aðgerða.
Bara Steini, 14.12.2008 kl. 19:49
8:45 gefur mér akkúrat klukkutíma til að komast í strætó ;)
Skal drulla mér á lappir og mæta með ykkur.
-J.
kiza, 15.12.2008 kl. 16:07
Gott og takk elskan min.
Bara Steini, 15.12.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.