NÚLL PRÓSENT TRAUST ALMENNINGS Á STÖRFUM ALÞINGIS OG STJÓRNSÝSLUNNAR

NÚLL PRÓSENT TRAUST ALMENNINGS Á STÖRFUM ALÞINGIS OG STJÓRNSÝSLUNNAR Er rétt að skipa hæstaréttardómara til að leiða rannsókn á bankahruninu?

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða -

sjá http://www.althingi.is/altext/136/s/0223.html .

Margt bendir til þess að frumvarpið sé tilraun yfirvalda til að svara kalli almennings um nauðsyn á gagnmerkri rannsókn þar sem öllum steinum í efnahagslegu hruni bankanna verði velt við. Ásetningur laganna virðist við fyrstu sýn vera trúverðug tilraun en þegar betur er að gáð vakna margar spurningar sem grafa undan tiltrú á þennan ásetning, einkum hvað varðar óhlutdræga rýni í hlut stjórnmála- og embættismanna í hruninu.

Fyrsta greinin í frumvarpinu skapar væntingar um að hér eigi raunverulega að “leita sannleikans” en slík sannleiksleit krefst auðvitað aðferða sem verða að standast skoðun vísindanna á því hvað telst til vísindalegra vinnubragða.

Væntingar með að slíkt verði raunverulega gert, hrapa þegar í annari grein frumvarpsins en þar er gert ráð fyrir þriggja manna rannsóknarnefnd skipaðri af:

1. Hæstaréttadómara, sem jafnframt verði formaður nefndarinnar.

2. Umboðsmanni Alþingis.

3. H agfræðingi, löggiltum endurskoðanda eða háskólamenntuðum sérfræðingi, sem hefur víðtæka þekkingu á efnahagsmálum og/eða starfsemi fjármálamarkaða, skipaður af forsætisnefnd Alþingis. Megingallinn á skipan nefndarinnar er sú ákvörðun að formaður hennar skuli vera hæstaréttardómari.

Skipan hans getur sett hæfi Hæstaréttar í uppnám komi til þess að mál sem greinist í nefndinni sem sakamál verði síðar vísað til Hæstaréttar.

Þarna ríkir óvissa. Skipan „sannleiksnefndar” þarf að vera yfir allan vafa hafin. Setning hæstaréttadómara í þetta starf, setur trúverðugleika rannsóknarinnar í uppnám og er allra síst til þess fallin að auka tiltrú almennings á störfum Alþingis og öðrum stofnunum ríkisvaldsins.

Trúverðugleika sem beðið hefur mikinn hnekki innan lands sem utan í hinum efnahagslegu hamförum undanfarinna vikna.

Það er á margra vitorði að Páll Hreinsson hæstaréttardómari verði valinn til forystu í nefndinni. Hann er fyrrverandi aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og hefur eins og sjá má í starfsferilsskrá, unnið ómælt fyrir fyrrum forsætisráðherra Davíð Oddsson sem og Björn Bjarnason fyrrum menntamálaráðherra og núverandi dómsmálaráðherra.

(Ferilsskrá Páls: http://www.haestirettur.is/control/index?pid=357&nr=57 .

Ekki þarf að efa að Páll Hreinsson er ágætis maður og vel menntaður á sviði lögfræði og stjórnsýslu. En tengsl hans við æðstu valdamenn landsins setur hlut hans sem leiðandi aðila í þessari rannsókn í algert uppnám og er ekki til þess fallin að tryggt sé að óhlutdrægni rannsóknarinnar verði yfir allan vafa hafin.

Aldrei í sögu landsins hefur verið brýnna að endurreisa traust þjóðarinnar á Alþingi, ef tryggja á að hér fái þrifist heilbrigt lýðræði.

 Því miður bendir þetta frumvarp til þess að forseti þingsins og formenn stjórnmálaflokkanna – flutningsmenn frumvarpsins – ætli sér ekki að nýta það tækifæri sem rannsókn þessa máls felur í sér: tækifæri til að sýna landsmönnum þá virðingu að útvíkka og efla ennfrekar eftirlit með störfum stjórnsýslunnar og Alþingis með því að leita út fyrir mörk hennar og valdastofnana ríkisins.

Hvergi er að finna í þessu frumvarpi að Alþingismenn vilji með yfirlýstum hætti setja traust sitt á vísindalegar rannsóknaraðferðir félags- og samfélagsgagnrýninna lögvísinda (critical legal theory) sem hæfa því viðfangsefni sem hér um ræðir.

Stjórnvöld gætu endurheimt það traust og þann trúverðugleika sem þau svo sárlega skortir með því að nýta sér þá þekkingu og mannauð sem finnst innan háskóla- og rannsóknarsamfélagsins.

En Alþingismönnum virðist hafa yfirsést þessi möguleiki. Þess í stað fara þeir þá leið að fela rannsóknina í hendur kerfisöldum teknókrötum /innanbúðarfólki og velja um leið að hafa lögfræðilega yfirvikt í nefndinni.

Þessi tilhögun er til þess fallin að gefa henni yfirbragð réttarrannsóknar eða sakamálarannsóknar þar sem lítið eða ekkert tillit er tekið til víðara samhengis málsins í sögu, samfélagi og menningu.

Hér vantar hins vegar að tryggt sé að upplýsinga sé aflað og skýringa leitað með víðtækari skírskotun og viðurkenndum vísindalegum aðferðum rannsóknarsamfélagsins á Íslandi.

Eitt af því sem réttlætir tilvist ríkisvalds yfirhöfuð í lýðræðisríkjum er að það tryggi almenningi aðgang að þekkingu og sannindum eins og þau gerast best hverju sinni.

Á þessari ögurstundu í lífi þjóðarinnar, þegar stjórnsýslan og fjármálakerfið liggur undir ámæli um spillungu er það daprara en orð fá lýst fyrir framtíðarhag landsins að slíkur aðgangur sé settur í uppnám með nefndarskipan í þessa rannsóknarnefnd.

Enn og aftur er ekki verið að efast um að Páll Hreinsson sé vænsti maður. Hins vegar draga tengsl hans við æðstu valdamenn landins ótvírætt úr nauðsynlegri og óumvéfengjanlegri óhlutdrægni. Það sem blasir við almenningi - hvað sem stjórnmálamönnum kann að finnast - er ótrúverðugleiki og grunsemdir um að niðurstöður verði á þann veg að stjórnmálamenn og stjórnsýsla sleppi við alla ábyrgð á bankahruninu.

Það er allra góðra gjalda vert að hafa menntun og þekkingu í hávegum þegar hentar. Það er bara ekki nóg.

Alþingi á að sýna það í verki að það hefur trú á og traust á þeirri auðlind sem það svo mjög hefur lofað.

Nú er tækifærið.

Með því að kveða óháða og samfélagsgagnrýna aðila innan þekkingarsamfélagsins til starfa fyrir þjóðina í þessu máli og fela þeim að leiða þessa rannsókn og þar með það mikilvæga verkefni að endurreisa traust og trúverðuleika í samfélaginu er verið að tryggja áreiðanleika rannsóknaraðferða, tiltrú á niðurstöðum rannsóknarinnar og ekki hvað síst tiltrú alþjóðasamfélagsins á íslenskri stjórnsýslu.

Kæru Alþingismenn, formenn stjórnmálaflokka og forseti Alþingis, leitið út fyrir mörk stjórnsýslunnar eftir formanni í rannsóknarnefnd á hruni íslensku bankanna.

Sýnið þá framsýni að leita til hins óháða sjálfstæða rannsóknarsamfélags við rannsókn þessa máls sem umturnað hefur íslensku samfélagi.

Framtíð, heill og hagur lands og þjóðar er undir því kominn.

(Fékk þessa yfirlýsingu á Eyjunni. Langaði að benda ykkur á hana. Höfundur er hanna.)

Netföng þingmanna - Sendið þeim línu:

arnbjorg@althingi.is 

atlig@althingi.is

 aoa@althingi.is 

alfheiduri@althingi.is

armannkr@althingi.is

,arnipall@althingi.is

arnij@althingi.is

 amm@althingi.is

arnithor@althingi.is

arj@althingi.is

astamoller@althingi.is

birgir@althingi.is , birkir@althingi.is

bjarniben@althingi.is , bjarnih@althingi.is

bgs@althingi.is ,

bjb@althingi.is

einarg@althingi.is ,

ems@althingi.is 

ellertsch@althingi.is

geir@althingi.is

gretarjons@althingi.is

gudbjarturh@althingi.is

gsb@althingi.is 

gak@althingi.is

gudlaugurthor@althingi.is

gudni@althingi.is 

helgih@althingi.is 

herdisth@althingi.is 

hoskuldurth@althingi.is

illugig@althingi.is

isg@althingi.is 

johanna@althingi.is ,

jong@althingi.is

jonm@althingi.is

kvm@althingi.is

katrinja@althingi.is

katrinj@althingi.is 

ko@althingi.is 

kolbrunh@althingi.is

khg@althingi.is 

kristjanj@althingi.is

klm@althingi.is

ludvik@althingi.is

ms@althingi.is

olofn@althingi.is

petur@althingi.is

rea@althingi.is 

ragnheidurr@althingi.is 

rosagu@althingi.is

skk@althingi.is

siv@althingi.is

sjs@althingi.is 

svo@althingi.is

sturla@althingi.is

valgsv@althingi.is

 

thkg@althingi.is

tsv@althingi.is 

thback@althingi.is 

ogmundur@althingi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! Það verður ekki hægt að finna einhvern á Íslandi sem ekki er á einhvern hátt "vanhæfur"... vegna hagsmunaárekstra.

Það á að þaga þetta mál í hel eins og hægt er. Taka einn og einn og fórna honum fyrir þjóðina. Láta líta út eins og þeir séu að gera eitthvað...

Óskar Arnórsson, 12.12.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Bara Steini

Svo satt. Takk fyrir innlitið.

Og það er einmitt það sem ég óttast.

En eins og eg hef sagt þá rosalegt með fólk sem er að lenda i að missa sitt að það skammast sin. Að skammast sin fyrir tilbunar skuldir glæpamanna sem sitja enn er rosalegt.

Bara Steini, 12.12.2008 kl. 02:55

3 Smámynd: kiza

Steini; kemur inn á góðan punkt með skammar-tilfinninguna.  Okkur líður eins og þetta sé okkur sjálfum að kenna, að við ættum að skammast okkar :(  Fólk er að missa sjálfsálitið, sjálfstraustið eins og það leggur sig, og þetta mun bara versna þegar allar uppsagnirnar frá í okt taka gildi núna um mánaðarmótin næstu og þarnæstu.

Munurinn á skammar og sektartilfinningu er einfaldur:

Þú finnur fyrir 'skömm' þegar einhver gerir eitthvað á þinn hlut og þú færð engu um að ráða.  Þetta er algeng tilfinning hjá t.d. fórnarlömbum kynferðisofbeldis, og jú fórnarlömbum fjárglæframannanna.

Þú finnur fyrir 'sekt' þegar ÞÚ gerir eitthvað af þér sem er rangt/ólöglegt, og ÞÚ VEIST UPPÁ ÞIG SÖKINA.   Þetta virðist algjörlega vanta hjá bæði ráðamönnum og svaramönnum bankanna og fjármálafyrirtækjanna.  Þau valsa bara um eins og þau séu blásaklaus, og sýna hvorki skömm NÉ sekt.

Gjörsamlega út í hött bara!  En hundskastu með mér til Sigrúnar í afmælisalgleymið á morgun, annars kem ég og næ í þig! ;)

-J. 

kiza, 12.12.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband