10.12.2008 | 01:33
Löggan bara þjónar BB i öllu?????
Þriðjudagur, 09. 12. 08.
Lögreglumenn brugðust við af snerpu í morgun, þegar spurðist rúmlega 09.00, að hópur mótmælenda hefði tekið sér stöðu við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í þann mund, sem ráðherrar komu til fundar þar fyrir 09.30.
Skömmu fyrir þennan tíma renndi ég í hlað og héldu lögreglumenn mótmælendum í skefjum, svo að unnt væri að ganga upp tröppurnar.
Fyndið að geta bara hringt og látið taka til fyrir sig svona lýð sem vill réttlæti..........
Svo reynir kappinn af kunnri snilld að snúa þessu upp í pólítiskt spil með þessu RUGLI
Þegar fundi lauk kl. 11.00 var einn mótmælandi enn á staðnum.
Á vefsíðunni www.amx.is segir af þessu tilefni undir fyrirsögninni:
Vinstri/grænn litur á mótmælunum:
Við upphaf mótmælanna við Ráðherrabústaðinn í dag vakti athygli að Drífa Snædal, framkvæmdastjóri vinstri grænna var mætt á stéttina fyrir fram húsið, þó ekki tæki hún með neinum hætti þátt í þeim.
Björg Eva Erlendsdóttir, sem ritstýrir smugan.is, var einnig á staðnum til að fylgjast með og flytja ítarlegar fréttir af mótmælunum.
Vinstri grænir eru kjölfestufjárfestir í smugan.is. Við tjörnina hvísla fuglarnir að sá hópur fólks sem gengið hefur lengst í mótmælum sínum að undanförnu, sæki styrk sinn til vinstri grænna. Forystumenn flokksins séu yfirleitt ekki langt undan þegar látið er til skarar skríða.
Þannig var Álfheiður Ingadóttir, þingmaður flokksins, við mótmælin hjá lögreglustöðinni.
Undarlegt að reyna að grafa allt i svona og flæmast undan því að taka smá ábyrgðog ræða kannski um samfélagsmál eins og GLÆPAMENN SEM RÆNDU LANDINU.........
En nei........
Enn einu sinni "góður lýðræðislegur dagur" hérna á fanganýlendunni Ísland..........
Athugasemdir
"How does it become a man to behave toward the American government today? I answer, that he cannot without disgrace be associated with it. I cannot for an instant recognize that political organization as my government which is the slave's government also."
– Civil Disobedience (Resistance to Civil Government), Henry David Thoreau
http://www.vcu.edu/engweb/transcendentalism/authors/thoreau/civil/
Kolbeinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:06
Þakkir Kolbeinn
Bara Steini, 10.12.2008 kl. 17:41
Já, þetta hatur á Álfheiði. Hún er mjög hreinskilin í mannlegum samskiptum og hefur líklega sært egóið hjá mörgum og líklegast þess vegna sem hún á sér marga óvildarmenn. Stjórnmálamenn á Íslandi eiga víst ekki að vera nema bleyður og smjaðrarar.
Áfram Álfheiður segi ég nú bara.
Anna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:32
Álfheiður er ekkert nema hugrökk og rokkandi manneskja :=
Bara Steini, 10.12.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.