1.12.2008 | 18:56
Við viljum bara réttlæti ekki læti.
Við eigum að erfa ykkur.
Arfur er ekki betri en það að syndsamlegt og valdsjúkt líferni skilur okkur og börn okkar á kafi í endalausum botnlausum skuldum.
Enginn ræðir við okkur eins og fólk nema Geir Jón sem á heiður skilið.
Það var ekkert ofbeldi bara söngur, samstaða og ótrúlega góð tilfinning að við erum og getum tekið valdið.
Það var einn einstaklega sniðugur strákur sem samdi við lögreglumenn um að við mundum bakka um leið og þeir og úrþví varð.
Við erum jú ung en það þýðir ekki að við gerum okkur ekki grein fyrir í hverslags ástand við og börn okkar eiga eftir að basla í.
Við erum ekki heimsk eða óðir pönkarar sem vilja rugl og vesen.
Við viljum réttlæti ekki ofbeldi eins og glögglega heyrist.
Við erum ekki hætt og munum ekki hætta fyrr en það er komið i gegn.
Við viljum ekki brunarústir við viljum græna fallega landið okkar aftur og öll þau tækifæri sem er búið að taka frá okkur.
Ráðist inn í Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hihihihihi esskan mín. Ég þarf að hitta þig og fá hlýtt faðmlag.......
Bara Steini, 1.12.2008 kl. 19:02
Geir fær ekkert nema góða hluti frá mér og þeim sem þekkja mig
Bara Steini, 1.12.2008 kl. 19:03
Ég þekki Geir Jón aðeins persónulega og ég get fullyrt það að það eru ekki margir landar okkar sem hafa jafn gott hjarta og hann. Hann á svo sannarlega heiður skilið
Axel (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:02
Geir stóð sig vel í dag, ólíkt því sem var fyrir viku, en þá var e-r megafónn sem aldrei birtist sem einhverjir voru sakaðir um að skemma...
...nema hvað, það er gleymt eftir daginn í dag.
Því miður er alltaf hætta á ofbeldi í þessum málum, en ef við stöndum óhrædd og óhögguð mót ægivaldi getur ekkert sigrað okkur. Reisum við hnefa á móti ef við fáum á okkur högg? Örugglega sum okkar, ég er óhræddur við að gjalda í sömu mynt, en það er hinsvegar algjör óþarfi. Ofbeldi er eitt augljósasta myndform kúgunar og við eigum ekki að beita því nema í sjálfsvörn - í nauð.
...And the perverted fear of violence chokes a smile on every face (Chris Rea).
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.12.2008 kl. 23:31
Við öll stóðum okkur vel.
Kannski þessvegna hlustar enginn????
Gerum kannski allt illa næst
Bara Steini, 2.12.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.