Sár sannleikur.

 Tekið af eyjan

 

Eignaupptaka

Í Kastljósi verið að ræða húsnæðismálin, hvað væri búið að gera og hvað þyrfti að gera.

EINA umræðan er um afborganir.

Afhverju talar ENGIN í alvöru um eignaupptökuna, sem felst í þessu öllu??? Árið 2005 keypti ég íbúð á 22 milljónir.

Sjálf átti ég 10 milljónir eftir að hafa nurlað í 30 ár! Ég fékk 12 millj. lán í SPRON með föstum 4,15% vöxtum. Íbúðaverðið hækkaði svo í 25 mill en þar sem ég ætlaði mér að vera hér þar til börnin væru farin að heiman - eftir 5-7 ár eða svo græddi ég ekkert á því.

Þá hafði ég hugsað mér að minnka við mig og kannski í fyrsta skipti í lífinu að eiga afgang af launum en ég er 55 ára. Afborganir voru í byrjun 51 þúsund á mánuði og allt virðist í lagi þó verðbólguspá Seðlabankans sem ALLTAF var í kring um 2-4% stæðist nú ekki alveg.

Nú, 3 og hálfu ári seinna er staðan þannig: Lánið er komið í 15,2 og íbúðarverðið er komið niður í 18-19mill.

Ég er að reyna að selja en gengur ekki enda selst ekkert. Búið er að segja mér upp í bankanum og ég fer á atvinnuleysisbætur eftir 2 mánuði.

Mér er sagt að á NÆSTU 12 mánuðum eða svo muni lánið mitt fara í minnst 18 milljónir, jafnvel enn hærra og verð íbúðarinnar sennilega niður í 16 - 17!!

Eign mín, 10 milljónir, sem eru hreint engi smáaurar fyrir konu sem hefur unnið úti allan daginn og komið 3 börnum í gegnum háskóla og til manns - er horfin!!! bara horfin og engin lætur sér þetta koma við!!!

Mér er líka sagt að ég geti bara búið hér áfram, greitt háar afborganir sem ég þarf væntanlega að finna mér 2 störf til að hafa fyrir, verði ég svo HEPPIN að fá 1 starf - hvað þá 2.

Þó ég þræli í þessu starfi eða störfum þar til ég drepst mun ég aldrei gera meir en skrimta og höfuðstóllinn mun halda áfram að hækka.

Eignin muni svo smátt og smátt hækka í verði aftur, er mér sagt, en æææ , þá hækkar líka verðbólgan og þar með lánið mitt ennþá meir!!!!!

Sem sagt - innan árs er ég eignalaus og telst heppin ef ég hef getað haldið í við afborganir. Taki bankinn yfir íbúðina má guð vita hvort ég komi út á sléttu eða jafnvel skulda ennþá.

Þá þarf ég að gera mig gjaldþrota. Þarna er ég, sem safnaði, keypti mjög skynsamlega, bara svipt aleigu minni og ævisparnaði og allir eru að röfla um afborganir eða lengingu lána!!!!

Nota bene - lengi ég lánið í 70 ár - verður búið að greiða fyrir þessar 12milljónir sem teknar voru að láni, á vormánuðum 2005, kr. 1.354.824.000 Já- segi og skrifa - einn milljarð þrjúhundruð fimmtíuog fjórarmilljónir átthundruð tuttugu og fjögur þúsund, miðað við 4,15% vexti og sömu verðhækkun og hefur verið á síðustu 40 mánuðum, þe., 26%.

Þarna er ekki verðbólguskotið sem er væntanlegt, tekið með. Sennilega munum við sem svona erum stödd, bara ganga út eins og gert er í Ameríku.

Þegar staðan er orðin þannig að stærsti hluti launanna fer í lánin eða leiguna eins og það mun heita þá - þá göngum við bara út - hættum að borga.

Þá leggst allt endanlega á hliðina segja hagfræðingar ef fólk hættir að borga. Þetta mun byrja að gerast seint á næsta ári sennilega eða snemma á 2010. Hvað gerist þá????

það ætla ég ekki að lifa af skal ég segja ykkur.

Íslensk náttúra mun tilheyra mér sama hvaða banki fer á hausinn og í hana mun ég leggjast einhverja nógu kalda nótt, “þakka” fyrir mig og óska ykkur hinum blessunar.

 

Haldið að fólk sætti sig við þetta................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við förum í evrópusambandið má ekki verðtryggja lán þá munum við hafa fasta vexti sennilega um 5% allt betra en það sem er í dag.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Bara Steini

Satt... Allt er betra en þessi voðastefna........

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband