Til hamingju Ísland.....

Með að halda með þeim.

Að halda með þeim sem etja sér gegn fólki sem er einfaldlega að berjast fyrir rétti sínum og dirfist að reyna vernda sitt land.

Stefán laug.

Hann LAUG uppí opið geðið á þjóðinni og sem betur fer tóku þónokkuð margir efasemdamenn eftir því og sáu aðeins ofaní ormagryfjuna.

Við sem mætum á móti þessu öllu saman, rikisspillingu og bitlingavaldi örfárra stórglæpamanna sem eru að myrða heila þjóð erum skyndilega orðin að geðveikum ofsa hryðjaverkamenn.

Fólk veður áfram og virðist vera ósköp sátt með að beita þessari orku á móti fólki sem er að verja það og hyllir þá sem eru að drepa það.......

Mannskepnan er undarlega full af kvalalosta greinilega.

Á morgun rennur upp nýr dagur.

'A morgun mætir sístækkandi hópur sem mun ekki bakka fyrr en tekið verður til......

Ég mundi skammast mín ef ég mundi fela mig bakvið lyklaborðið og neita að taka þátt í því að vernda landið mitt og framtið komandi kynslóða.

 


mbl.is Stefán Eiríksson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Við verðum að stíga í óttann til að losna undan kúgunnar þumli örfárra aðila.

Bara Steini, 30.11.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég skrifaði ekki ósvipað blogg um þessa frétt og mér hafa verið hótað mannorðsmissi ef ég sjái ekki af mér. Þetta land er farið í gröfina og kemur líklega aldrei upp aftur!

Þór Jóhannesson, 30.11.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Bara Steini

Hey litli laugardagshópur Harðar var nú ekki ýkja stór þegar það byrjaði. Við stöndum þétt saman bak i bak og sjáið til þegar herðir á dalnum að við munum stækka og þeir geta ekki annað en hlustað.

Bara Steini, 30.11.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband