30.11.2008 | 12:31
ÞJÓÐFUNDUR ÍSLENDINGA
ÞJÓÐFUNDUR ÍSLENDINGA
- 1. desember 2008 - Arnarhóli -
oft er þörf en nú er nauðsyn á samstöðu.
Borgarahreyfing um Þjóðfund 1. des. eru regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem hafa haft sig í frammi opinberlega undanfarnar vikur vegna þess gjörningaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina.
Borgarahreyfingin stendur algerlega utan við alla stjórnmálaflokka og telur að núverandi stjórnvöld sem og stjórnarandstaða hafi glatað trausti landsmanna.
Borgarahreyfingin hvetur alla landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á Jafnframt hvetur Borgarahreyfingin til þess að öll samtök launþega veki athygli félagsmanna sinna á fundinum og að Samtök atvinnulífsins sýni vilja sinn til þjóðarsáttar og hvetji aðildarfélög sín til að gefa starfsfólki leyfi frá störfum.
Frummælendur í stafrófsröð:
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur
Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði
Margrét Pétursdóttir, verkakona
Snærós Sindradóttir, nemi
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur
Blaz Roca (Erpur) rappar um þjóðmál
Fundarstjóri: Edward Huijbens, landfræðingur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.