Allir verða að vera með myndavélar.

Það hefur nátturulega verið staðreynd að Greiningadeild löggunar hefur verið á ferli í og kringum mótmælin.

Síðasta laugardag var einn hress "dulbúinn" sem dósakall á einum bekknum en stakk af um leið og við pressuðum að honum og reyndum ad ná af honum myndum.

En eins og alltaf þegar maður reynir að fletta hulunni ofan af augum þeirra sem neita að svona sé í gangi þá er maður kallaður vænisjúkur anarkisti.

OG JÁ ÞAÐ ER ÉG.

Og þessvegna tek ég og minir eftir þessu.

Lesson of the sixties... All the parnoids were right.

Og núna var ég einmitt að lesa úttekt við Stefán löggustjóra þarsem hann er spurður úti þetta.

 

DV hafði samband við Stefán Eiríksson lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu varðandi málið;

Blaðamaður; Hvað getur þú sagt mér um óeinkennisklædda lögreglumenn á mótmælum?

Stefán; Ég get nú bara lítið sagt þér um það

Blaðamaður; Þú getur lítið sagt mér um það. Nú erum við með staðfest dæmi um tvo allavega Stefán; Já Blaðamaður; Hvað eru þeir margir?

Stefán; Ég get ekki gefið þér upp viðbúnað okkar í tengslum við þetta Blaðamaður; Getur þú ekki sagt mér hvað þeir eru margir?

Stefán; Nei eins og ég segi ég get ekki gefið þér upp vibúnað okkar í tengslum við þessa fundi en hlutverk okkar er skýrt, hlutverk okkar er að sjá til þess að mótmælendur geti komið sjónarmiðum sínum á mótmælum á framfæri.

Blaðamaður; Er eðlilegt að það séu óeinkennisklæddir mótmælendur á svæðinu?

Stefán; Það fer eftir aðstæðum hverju sinni, hvað er eðlilegt, við metum það bara á hverjum tíma en við gefum það ekki upp, hvort eða þá hverjir eru á ferðinni.

Blaðamaður; En þú getur staðfest að þeir séu þarna? Stefán; Nei ég get ekki staðfest það. Þú skilur ekki svör mín ef þú heyrir það ekki. Ég get ekki sagt þér frá því í hverju okkar viðbúnaður felst. Okkar hlutverk er skýrt. Og ég bið þig um að hlusta á það. Það er að sjá til þess að mótmælendur komi sýnum sjónarmiðum og viðhorfum á framfæri, það er meginverkefni okkar í tengslum við þessi mótmæli.

Blaðamaður; Eins og ég segi þá hef ég staðfest dæmi um tvo, alveg bara konkret. Og ég veit alveg til þess og ég veit líka að sumir eru með myndavélar. Og ég er að spurja, hvernig kemur það að þessu hlutverki ykkar sem er að sjá til þess að mótmælendur geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri?

Stefán; Eins og ég segi. Ef að þú hefur einhver staðfest dæmi þá bara flytur þú fréttir um það og færir þín rök fyrir því en ég get ekki tjáð mig um það og mun ekki tjá mig um það. Hvernig okkar viðbúnaður er og hvort að við séum með svona viðbúnað eða ekki. Blaðamaður; En þú telur það alveg réttlætanlegt að beita slíku?

Stefán; Eins og ég segi ég er ekki að tjá mig um þetta. Þannig að við erum ekkert að ræða Þetta á þessum nótum.

Blaðamaður; En ef ég spyr bara og þú þarft ekki að segja mér hvort þetta sé í gangi, ég er bara að spurja, þú telur það samt eðlilegt undir ákveðnum kringumstæðum.

Stefán; Bíddu ég er búinn að svara sppurningunni, þarf ég að svara henni oft?

Blaðamaður; Ég er bara að spurja þig þessarar einföldu spurningar Stefán; Já ég er að svara þér með alveg jafn einföldum hætti, að ég gef þér ekki upp upplýsingar um okkar viðbúnað og segi ekkert til um það hvort að hann sé með einhverjum hætti eða einhverjum öðrum hætti.

Blaðamaður; En þetta var bara einföld spurning sem að ég spurði, hvort að þú teldir þetta vera eðlilegt.

Stefán; Já og einfalt svar, ég tjái mig ekki um það.

Blaðamaður; Hvort að það er eðlilegt eða ekki?

Stefán; Ég get ekki rætt þessi mál, eðli málsins samkvæmt.

Blaðamaður; Heyrðu þakka þér fyrir.

Stefán; Þakka þér fyrir sömuleiðis.

 

'uúúú´ffff við verðum að fylgjast með hvort öðru. Ætli þeir reyni að pikka út alla þá "grímuklæddu" og koma þeim frá til að allt fara ekki af stað.

Eru þeir ekki að fatta að flestir eru búinr að fá nóg og venjulegt fólk er til í slaginn að koma þessum völdum frá, rikisstjórn og seðlabanka bákninu.

Fyljgist með og ef eitthvað fer af stað náið myndum af öllu.

Við viljum ekki lygarnar sem fylgdu löggustöðinni aftur.

Þeir geta ekki búið til blekkingar því fleiri sem við erum og ef við vopnumst með mynda og tökuvélum þá er ekki séns að breyta sannleikanum.

Svo getið þið lika athugað hvort þið fáið að taka myndir af tveim st´0rum hvítum rútum sem hefur verið lagt undanfarið bakatil við Alþingiðhúsið og bakvið gamla pósthusið.

Þær fara ekkert framhjá neinum sem er með opin augun. Gluggatjöld fyrir öllum gluggum og fjórir menn við hvora hurð og þeir gera ekkert annað en að lita yfir öxlina hehehehe.

En eigum við ekki rétt á að vit hvort löggan sé með vopnaða menn á bið að hreinsa okkur burt ef ÞEIM finnst mótmælin fara i graut.

Og hver eru viðmið þeirra á því.

Kannski gefa þeir út svona bækling hverning þeir ætli að leyfa okkur að vera "frjálsir" mótmælendur.

Helv. rugl er þetta alltaf þegar yfirvöld neita svörum almennings sem þeir eiga að vernda.

Vernda já ekki passa uppá............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Já tökum mark á DV haha kanntu annan betri, þarft ekki anað en að lesa fréttir undanfarnar vikur til að sjá hversu miklu bulli þeir hafa haldið fram sem hefur ekki átt sér nokkra stoð í raunveruleikanum.

En hey þetta þjónar málstað þínum auðvitað vel að kinda undir samsæriskenningum og paranoju.

Kreppa Alkadóttir., 28.11.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Bara Steini

Ég treysti þessu viðtali kæra huglausa Kreppa min sem situr skjálfandi á beinum bakvið lyklaborðið og bíður eftir næsta hlut að rakka niður í von um að það stækki og lagai hjá þér sjálfsstraustið.........

Koddu með okkur á Laugardag og gerðu það sem þarf að gera til að sýna yfirvöldum annað.

Huglausa blók.

Bara Steini, 28.11.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Bara Steini

Þú ert alltaf fyrst að commenta hérna.

Langar þig svona með.....

Það er góð og mikil tilfinning að standa með sér og sínum þegar vegið er að landinu, örygginu og valdinu.

Og enn betra að berjast á móti og sigra.

Bara Steini, 28.11.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Bara Steini

Hlutverk lögreglu

Lögreglubifreiðar í Hafnarfirði 2003.

Íslenska lögreglan hefur margþættu hlutverki að gegna samkvæmt lögum. Skipta þar mestu lögreglulögin, lög um meðferð opinberra mála og umferðarlögin. Hefur lögreglan reyndar einhverju hlutverki að gegna í samtals 80 núgildandi lögum.

Í 2. gr. lögreglulaga er hlutverk lögreglu skilgreint nánar:

Að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi. Helsta leiðin til að vinna að markmiðum þessa ákvæðis er almennt eftirlit lögreglu. Einkennis- sem óeinkennisklæddir lögreglumenn starfa um allt land við eftirlit og eru til taks allan sólarhringinn.

Að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. Í þeim tilgangi hefur verið unnið að öflugu forvarnastarfi um allt land undir handleiðslu ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í Reykjavík. Fræðsla til barna, unglinga og fullorðinna fer reglulega fram um flest málefni samfélagsins og haldið er uppi öflugu eftirliti með heimilum fólks um stórar ferðahelgar.

Að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum. Að uppljóstran brota starfa aðallega rannsóknarlögreglumenn. Í sumum tilvikum eru störf þeirra mjög sérhæfð, sérstaklega hjá lögreglunni í Reykjavík. Að rannsókn lokinni eru málin send löglærðum fulltrúum eða saksóknara til frekari ákvörðunar um framhaldið. Lög um merðferð opinberra mála eru mjög ítarleg um hvernig rannsókn mála skuli fara fram, sérstaklega hvað varðar þvingunarúrræði lögreglu, t.d. hlerun, handtöku og gæsluvarðhald svo eitthvað sé nefnt.

Að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að. Einkennisklædd lögregla sér aðallega um þennan hluta starfsins. Lögregla gengir mikilvægu hlutverki þegar neyð skapast og þá getur viðbragðsflýtir skipt miklu. Til að tryggja sem best árangur þessa starfs tók lögreglan yfir rekstur almannavarna árið 2003 og starfsrækir fjarskiptamiðstöð lögreglu, en hún sér um öll neyðarútköll lögreglu sem berast til Neyðarlínunnar 112. Einnig er það hlutverk lögreglu að stýra leit og björgun fólks á landi í samvinnu við björgunarsveitir.

Að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á. Í fjöldamörgum lögum sem snerta rekstur annarra ríkisstofnana er fjallað um að sú stofnun geti kallað til lögreglu til að framfylgja ákvörðun þeirrar stofnunar.

Að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu. Samstarf lögreglu við tollgæsluna og landhelgisgæsluna er mjög víðfemt og líklega skýrasta dæmið um ofangreint lagaákvæði. Samstarfið við tollgæsluna snýr aðallega að því að sporna við innflutningi fíkniefna, en samstarfs við Landhelgisgæsluna er margofnara, þjálfun er að hluta til sameiginleg, sérstaklega þjálfun í sprengjuleit og eyðingu og þjálfun sérsveitar ríkislögreglustjórans.

Að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju. Tvö atriði er sérstaklega talin upp í lögum um meðferð opinberra mála sem falla ágætlega að þessu ákvæði, það er skylda lögreglu til að rannsaka slys og bruna. Þetta ber að gera þrátt fyrir að ekki sé ástæða til að ætla að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Bara Steini, 28.11.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Bara Steini

Löggan á ekki að vinna á laun fyrir ónafngreina menn í njósnarahlutverki.

Bara Steini, 28.11.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Mikið líður mér vel að vita af því að lögreglan er vel á verði og mun gera það sem í þerra valdi stendur til að vernda mig fyrir rumpulýð. Það vill mér til happs að lögreglan hefur í fullu tré við æsingapakk og megi það halda áfram að vera svo.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 28.11.2008 kl. 13:55

7 identicon

Hahaha, ég elska að koma inn á þessa bloggsíðu og fá geðveikina og vænissýkina beint í æð. Just love it. Haltu áfram, það verða að vera klikkaðir einstaklingar inn á milli til að gera samfélagið litríkara.

Doddi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband