10.11.2008 | 01:03
Handbendi bankaglæpamanna á mbl blogg....
Ég á ekki orð... Hér inni eru virkilega lúffur sem velta sér meir uppúr nokkrum eggjum frekar en það að ríkið er búið að setja okkur skóflu í hönd og við eigum að grafa grafir fyrir börn okkar og börn þeirra. Þeir standa keikir yfir okkur og leyfa sér að hrækja á okkar skoðannir og okkar mótstöðu gegn ólögmætri og ólýðræðisbundinni glæpastefnu með að benda og æpa "krakkar með egg"...
Frekar vel ég eggjakast frá ungri kynslóð en skítkast frá gamalli og rotinni kynslóð sem er búin að vera veltast um í óheiðarlegum athæfum og GLÆPUM gegn eigin þjóð....
Að fólk skuli ekki stórskammast sín að pota út nokkra saklausa örvæntingafulla aðila SEM MÆTA ÞÓ OG VERJA R'ETT SINN......
Svo sitja þessir skítapappakassar enn á fjalli ólumpusar og halda að þeir og sínir fjendur eiga að komast upp með að skíta áfram yfir alla þessa "krakka" sem eiga eftir að þurfa að eiga í matarskorti og húsnæðisbaráttu í fjöldamörg ár......
Ef einhver á hrós skilið er það þetta fólk, þessi unga kynslóð sem hefur meira hugrekki og meira barrátugen en nokkur af þessum jakkaftaklæddu peningarænandi aumingjum sem sitja bakvið tölvuna sína og standa á bak við ræflana sem eru að NAUÐGA og DREPA einfalt lítið eyríki.....
Er það allt í lagi með að vera svo samviskulaus ræfill að geta horft framan í átta ára barn og einfaldlega sætt sig við þá staðreynd að þetta barn á eftir að ströggla og börn þeirra við að hreinsa upp hægðir stórglæpamanna sem eyddu heilli þjóð.....
'I guðs bænum opnið augnun og hættið að benda og öskra á þá sem eru þó að reyna sitt við að bjarga sér og YKKUR og mætið með okkur.....
Ef þið eruð svona tengd þessum glæpamönnum hafið þá vit að draga aumingjalegt skottið á ykkur á milli lappanna og haldið ykkur saman meðan komandi gerir það sem hún getur best í þessari stöðu......
Það er að BERJAST fyrir LYÐRÆÐI og heilbrigði framtíð......
Athugasemdir
Veistu ekki hvað eggin kosta maður?
Nei bara smá grín!
Lifi byltingin og burt með þetta skítapakk!
Himmalingur, 10.11.2008 kl. 01:47
Ég held nú að landbúnaðar hænur landsins eru tilbúnar að pressa út nokkrum tugum á móti þessum landráðamönnum frítt
Bara Steini, 10.11.2008 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.