17.10.2008 | 11:59
Hættið þessu væli.
Hvað er að gerast hér. Það er ekki eins ég og margir af minni kynslóð hafi ekki verið reknir í sturtu og jafnvel rifnir úr fötunum hérna "back in the day". Þetta kallast að fylgja ekki reglum og vera agaður til að hlýða. Einhvurnveginn efast ég um að einhvurjar leyndar perversnar fýsnir hafi fylgt þessari ákvörðun...
Ég mæli með að hætta þessari hvítvoðunga tilþrifum og AGIÐ þessi krakkakró. Þau gætu kannski hagað sér eins og manneskjur eftir það....
Neyddi dreng til að fara í sturtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vitaskuld eiga börn að hlíða og fara í sturtu, og jú við vorum liggur við dregin á hárinu í sturtu hérna áður fyrr. En við vitum betur í dag, það á ekki að þurfa að beita ofbeldi eða valdi. Þarna hefði verið einfaldast að drengurinn hefði ekki fengið að koma aftur nema hann færi eftir öllum reglum.
A.L.F, 17.10.2008 kl. 12:26
Merkilegt að sjá athugasemdir frá gömlu bitru fólki sem hefur þurft að þola alls kyns ofbeldi hér í gamla daga. Í stað þess að nýta þann lærdóm að svona eigi ekki að fara með börn þá dettur það bara í sjálfsvorkunn og heimtar að allir eigi sömu örlög skilin. Æ æ.
Jón Flón (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:45
Hehehehe snilld. Neibb bara upp beltið og kaghýða þetta allt saman... Gamalt, ungt eða biturt. Hehehehe
Bara Steini, 17.10.2008 kl. 13:33
Og sjitt ég er nú ekki gamall þó bitur sé.
Bara Steini, 17.10.2008 kl. 13:34
ALF - kannski einfalt í þínum huga að hann fengi ekki að koma aftur. Reyndu að fá skólayfirvöld einhvers staðar á landinu til að banna barni að koma aftur í ákveðna tíma af því það hagaði sér illa. Í íslenskum grunnskólum geta börn meira og minna hagað sér eins og þeim sýnist og kennarinn má ekkert segja né gera.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:02
Mér finnst bara agaleysi og uppgangur eineltis og slæmrar hegðunnar eiga sér grunn í þessari stefnu að leyfa börnum bara að vaða áfram agalaus og hérumbil stjórnlaus. Börn eiga að fá viss hegðunar landamæri til að kenna þeim vissa hluti...
Bara Steini, 17.10.2008 kl. 14:05
Ótrúlega sammála þessu. Aldrei fyrir mitt litla líf hefði ég sagt foreldrum mínum að þegja - en núna í dag er það daglegt brauð að heyra krakkaskríli öskra það upp í andlitið á foreldrum sínum....
Sandra (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:35
Það er gefandi starf að vera kennari, nema þegar nemendur eru í mótþróastellingum, þá getur einn nemandi haft þau áhrif að manni langar bara að hætta og fara að bera út dagblað eða vinna í ruslatunnudjobbi. ALLT nema þjónkast börnum sem eru frek -eins og foreldrarnir.
Allavega tel ég ekki eðlilegt að fara í mál út af svona tittlingaskít, segir í raun mikið um foreldrana.
Ólafur Þórðarson, 17.10.2008 kl. 14:58
Ég held að það sé eitthvað til í báðum hliðum. Ég tel það vera gott mál að það sé ekki barið börn eins og í gamla daga, en hinsvegar erum við eiginlega farin of langt í hina áttina og orðin of mjúk. Það er frekar augljóst að það er algjört agaleysi á börnum í dag.
Ég er ungur maður og tel mig hafa lent á besta tímabilinu gagnvart aga. Það var nýorðið ríkjandi viðhorf að það ætti ekki að flengja börn en samt ekki sama agaleysi og er í dag, foreldrar og aðrir sem komu að uppeldi barna þorðu frekar að vera harðir munnlega.
Ég er hinsvegar á því að þetta hafi verið rangt af starfsmanninum þó það hafi ekki verið neitt líkamlegt/kynferðislegt ofbeldi. Það er hægt að fara aðrar leiðir en að neyða barnið úr fötunum, t.d. láta hann sitja eftir og láta foreldra vita. Maður veit aldrei hvaða ástæður börnin hafa, þetta þarf ekki endilega að vera dæmi um barn sem óhlýðnast "af því bara". Ef hann er t.d. spéhræddur þá er er það örugglega lifandi martröð fyrir strákinn að vera rifinn úr fötunum með þessum hætti.
Geiri (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:59
Sammála þér Geiri. Auðvitað er of langt gengið að færa stráksa úr fötunum. Og við þennan lista má bæta því að hvað eru foreldrarnir að fara í mál út af svona smotterí. Nægir eki að ræða við skólastjóra sem svo getur skýrt út fyrir kennara að svona megi eki gera? Að fara í mál og setja á kennarann dóm er ansi langt gengið.
Ólafur Þórðarson, 17.10.2008 kl. 15:04
Jú það verður að viðurkennast. Við erum að dómsvæðast eins og kaninn og sjaldnar leyst málin hefðbundnu leiðina.
Geiri (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:32
Einmitt Fjandaríkst dómskerfi er að dreifa úr sér eins og msn vírus. Ekki líst mér á blikuna.
Bara Steini, 17.10.2008 kl. 17:34
Minnir soldið á Þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2008 kl. 18:22
Ahahaaaha þetta er hérbil svona.
Bara Steini, 17.10.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.