Afturköllun á færslu...

Jebb... Ég setti inn færslu áðan um það hvað erfitt væri að fyrirgefa fólki og gjörðum þess...

Tók þar fyrir vissan atburð sem skeði fyrir nokkrum árum. En málið er að ég vill ekki hafa hana inni þarsem mér finnst óþarfi af mér að nafngreina gerandann í því máli, heldur vill ég bara reyna koma einhverskonar lokun á þessa hluti alla. Flókið já...

En málið er að ég hef reynt að vera opinn og að vera tilbúinn að fyrirgefa fólki hluti ef það er sönn eftirsjá og gjörðir frá þeirra bæjardyrum sem sýna iðrun og vilja til að bæta sig og sitt líf.

En það er ansi erfitt þegar fólk virðist ekki vera tilbúið til þess heldur hleypur til og hylur sig í trúariðkun og björgunnarstörfum í einhverskonar von um að fá fyrirgefningu...

'uúúúfffff ég veit ekki hverning á að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt... Kannski er þetta bara óskiljanlegt fyrir ykkur...

En ég vill ekki vera finna til haturs til eins né neins því það gerir manni ekkert nema illt og dregur mann bara inn á staði þarsem grasserar bara meira hatur og vonleysi.

Þessvegna hef ég ávallt reynt að hreinsa út þær "graftarbólur" sem maður getur fengið á sálina útaf gjörðum annara...

En það er oft ansi erfitt og sárt þegar fólk hefur gert illa hluti og virðist ekki vera reiðubúið að sýna iðrun né vilja til að bæta sig eða sínar skoðanir.

En ég ber eingöngu ábyrgð á mér og mínum gerðum og ég var ekki settur á þessa jörð til að dæma aðra, því það gerir mig ekkert betri manneskju...

Ég þarf að hugsa um mig og mína og reyna að halda minum hlutum í lagi...

Jæja...

En ég er þó sáttari við lífið í dag en áður og ætla að reyna að halda áfram eins og ég get að hafa hreint í kringum mína sál og gera það sem ég get til að halda heiminum brosandi og sáttum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég skil þig, ég skil þig & skil þig vel, las útteknu, sem var rétt & góð, en skil þig samt & er sammála.

Skilurðu ?

Steingrímur Helgason, 20.4.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Bara Steini

Jebb ég skil :) Þakka þér fyrir þetta Steingrímur. Skrýtið að skilja samt svona óskiljanlega hlut. En svona er maður bara. Og það er ágætt held ég.

Bara Steini, 20.4.2008 kl. 23:59

3 identicon

annað hvort er ég svo rosalega að skilja eða svo hrikalega að misskilja... erfitt að vita ekki hvort það er :)

að biðja um fyrirgefningu; mér finnst þetta leiðinlegt og ég skal reyna að gera þetta aldrei aftur (svona útskýri ég það fyrir börnunum mínum)

það er víst líka ágætis viðmiðunnar regla að fyrirgefa öðrum eins og maður vill að aðrir fyrirgefi sér.

En þégar fólk sýnir enga iðrun, felur sig á bak við náð síns guðs er oft erfitt að greina einlægni, og ég held að það sé höfuð innihald...

gaman að rekast á þig í gær, :) vona að ég sjá þig aftur á svipuðum slóðum

kærkveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: kiza

damn it, i missed the drama! *grenj*

kiza, 21.4.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Bara Steini

Ég bara útskýri málið betur undir fjórum augum elskan mín... Talandi um það... HITTINGUR BRÁÐUM.... MISS JÚ....

Bara Steini, 21.4.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Bara Steini

Takk fyrir innlitið Kleó :) Jú ég býst við að við eigum eftir að hittast aftur á svipuðum slóðum.

Bara Steini, 21.4.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband