Fjórfætt ást.

Ég sat að venju í gærkveldi með góðfélaga vorum og vorum við að velta fyrir okkur hvað ætti að horfa  á þetta kveldið. Og inn datt heimildamynd, alltaf gott að þykjast læra eitthvað, en þessi snilldarmynd hét Cats of Rome.

Og viti menn, þarna lærði við nú slatta af upplýsingum. T.d eru í Róm frjálsuppaldir kettir um tvöhundruðþúsund stykki og ráfa þeir um götur og rústir Rómar.

Nema málið er að þessar elskur eru skráðar villidýr hvortsem þeir séu heimilis eða villikettir. Þanning að Rómastjórn þarf ekkert að vera að spá í að halda þessum greyjum lifandi.

En sem betur fer er borgin full af svokölluðum "kattakonum" sem á eigin forsendum halda lífinu í kattarkvekendunum.

En þessi mynd er eiginlega must-see fyrir kattafólk og þá sem vilja sjá öðruvísi hlið á Róm.

En hérna er heimasíða sem er sniðug...

Lill puss puss 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

pusspuuuuss, úff hvað heimurinn væri leiðilegur ef maður hefði ekki kisurnar til að hugga sig við

Davíð S. Sigurðsson, 20.4.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Bara Steini

Þú verður að tjékka þessa. Þarna enda ég í ellinni með heilu hjarðirnar af elskum.

Bara Steini, 20.4.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

and not alert enough to wake up when peed on hahahah

Davíð S. Sigurðsson, 20.4.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

omg steini, við til rómar í ellinni. gamlir og handónýtir veltandi um í rústunum sleikjandi sólina og æpandi á túrista

Davíð S. Sigurðsson, 20.4.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Bara Steini

Hahaha jebb svo til í það. Drýsill er einmitt hálf-óður hérna á öxlinni á mér hann vill svo leika við hjörðina á skjánum. En þarna endum við með svona leðurhúð útaf sólinni og kolgeggjaðir verðum við.

Bara Steini, 20.4.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband