17.4.2008 | 18:44
Enn ein ástæðan til að styðja við Graffara...
Hér er smá videó sem sýnir ótrulega og einstaka hæfileika manns að nafni Magik.
Ef fólk mundi nú taka sig til í stað að refsa og banna krökkum að graffa, heldur að beina þeim áfram og senda þau jafnvel á teikninámskeið og hvað eina þá gæti landið pumpað út ógurlegu magni af einkar góðum listamönnum...
Einhversstaðar byrjar þetta allt og að mínu mati er betra að rækta hæfileika í stað þess að drepa þá með ofsa og refsingum... bara taka því rólega og ekki trampa af stað með eina lausn...
Ein lausn er aldrei gott...það eru tvær hliðar á krónunni... Krónunni sem er að deyja út....
Athugasemdir
vá hvað ég er sammála þér... góður graffari er þvílíkur listamaður... en eins og flest annað þá er ungu fólki bannað að gera þetta...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:32
Vandamálið eru þessir "taggarar" sem geta gert lítið annað en að krota stafina sína .. krakkaræflar sem kalla sig nöfnum eins og "Cool Boyz" eða "Ink Crew" og stunda hrein skemmdarverk og ekkert annað.
Púkinn, 18.4.2008 kl. 09:27
Frisk. Það er einmitt vandamálið, þessir blessuðu mlc og taggara grey sem einhvernveginn eru búinir að taka yfir nafngiftina Graffarar. Sem er algerlega ósatt og hrein vitleysa og bitnar það á krökkum og fólki sem er að gera flotta og vel unna list. Og umræðan sem fór í gang virðist hreinlega vilja eyða öllum sem stunda "alternitive" list, sem gengur hreinlega ekki að mínu mati. Og einning finnst mér sjálfsagt að ef búðareigundur eins og Prikið og Mál og Menning megi leyfa list á sína veggi án þess að Sísli litli Marteinn komi kolgeggjaður inní málið og máli bæinn rauðann með vitleysunni í sér... *Dreg inn andann* Kannski maður ætti að gefa Sísla litla Icepick bókina svo hann opni aðeins litlu augun sín.
Bara Steini, 18.4.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.