Óútskýranlegur atferlisgalli eða hreinræktuð skáldgáfa???

Hehehe aldrei þessu vant ligg ég hérna hálfafvelta af Swiss Miss drykkju (þarf að fara fá prósentur frá þeim) og einkasonurinn fjórfætti algerlega trítilóður að slátra heila hjörðunum af einhverjum ýmunduðum kattaóvinum, og nokkrum styttum og húsgögnum... En ég fór allt í einu að spá hvaða þörf það er hjá fólki og jú mér lika að setjast niður og klessa niður öllum manns heilaskít niður í bloggheima.

Erum við að vonast eftir  frægð og frama, eða erum við að reyna að bjarga hvort öðru frá mistökum...

Hversvegna er þessi undarlega þörf...

Þetta er kannski ekki ósvipað veggjakrotinu ógurlega sem allir hatast við núna. Nema blogg er bara krot á veggi sem eru ekki til staðar. Það er bara þessi þörf að hafa áhrif á aðra eða er þetta ótti við að gleymast... Enginn muni eftir manni þegar maður hrekkur uppaf...

Er þá ekki betri hugmynd að hafa frekar áhrif í ketheimum þarsem mannleg samskipti fóru einusinni fram...

Ég veit ekki frekar en fyrri daginn en er þó sjálfur bara að losa minn eigin heilaskít hingað inn bara uppá á að losna við hann, og auðvitað til að reyna fá fólk til að sjá hlutina í öðru ljósi.

Það er margar bloggsíður sem ég les hérna inni sem hafa víkkað minn sjóndeildarhring til muna og margt sem er ekki hægt að finna eða lesa neinsstaðar annarsstaðar.

En þetta er þó að gera sitt á einhvern undarlegan hátt...

Samt finnst mér fyndið hvað þessir netheimar sjúga í sig alla athygli fólks og margir hreinlega týna sér í þessum vef...

Og nú er meira að segja ekki hægt að sleppa undan lyklaborðipoti fólks í strætó einusinni...

Fólk fer ekki á kaffihús lengur nema með "lappann" og ef það er ekki tenging þá fer það kaffihús einfaldlega á hausinn...

Kannski væri sniðugt að slá af rafmagn af borginni tvo daga í viku og styrkja þanning mannleg samskipti... Hehhehehe það yrði nú rosalegt.

Ég man allavega hvað allt var ómögulegt þegar það var ekki sjónvarp á fimmtudögum. Hahaha.

En óháð öllu því ætla ég að slökkva á öllu minu rafmagnsdrasli nema ljósum og fylgjast með kattarfyrirbærinu læra að samhæfa stökk og lendingar... Það er alger snilld að fylgjast með þessu kríli misreikna sig og kútveltast um allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband