Þeir mergsugu mig...

Voðalega tvíræð fyrirsögn er það ekki. Hmmm. En málið er að þó ekki svo gott. Ég nebbilega skellti mér í stríðsgallann áðan og rauk út í rigningu bölvandi og ragnandi hávært meðan ég strunsaði niður í skattamannahús...

Sá og fann þó strax að andrúmsloftið þyngdist og hvert skref sem færði mig nær bákninu breyttist yfir í þunglamaleg skref, svipað eins og að ganga í gengum vel þykka ketsúpu.

En niður eftir kemst ég þó og uppá fjórðu hæð þarsem Báknsþjónarnir sitja með tilfinngalaus andlit og kerfisbundið augnaráð. Náði ég mér í miða og beið og beið bara til að komast að því að ég var að bíða eftir röngum aðila...

Aftur til baka og enn tók við bið sem endaði þó loks og inn ganginn geng ég með villimannahita í brjóst og hugarfar um að nú skyldi kerfið ekki fá að taka mig óspurðann...

En um leið og ég sest niður og lít í augun á tilteknum aðila þá er bara eins og lífsneistinn og öll von séu hreinlega sogin hægt og rólega úr mér, með svona hljóði eins og þegar maður er alveg að verða búinn með besta mjólkurhristing sem maður hefur fengið...

Raunveruleikinn flökti og dimma harða stríðsröddin, sem ég var búinn að æfa alla leiðina niður eftir, breytist í stamandi litla stúlkurödd þegar ég fer að spyrja um þessa marg/tví/eitthvað undarlegu skattatölur sem prýða blaðið sem er að molna saman í höndunum mínum sökum taugaveiklunnar svita...

Og þá bara dett ég út og fæ að heyra ýmiskonar útskýringar á einhverju torkennilegu tungumáli sem streymir útur skattaaðilanum... Og nú er ég kominn heim með enn fleiri spurningar en áður...

Og þá sérstaklega ein... Hvar og hver þjálfar starfsfólkið þarna til að vera svona eðal í því að snúa manni fram og aftur og drepa niður alla bardagaþörf... Mig langar á það námskeið...

Nema þetta sé kannski allt svona Belgplöntugeimverufólk sem nærist á því að mergsjúga úr manni alla von og hlýju...

Úúúú´fffffff ég veit ekki... En veit þó að ég get ekki beðið eftir hvað kemur útur þessu öllu saman... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha...frábær færsla!

Held að starfsfólkið sé ræktað hjá Kára;)

Heiða B. Heiðars, 19.3.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Voru þetta alpha, Beta eða gammatýpur?

Pétur Kristinsson, 19.3.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Bara Steini

Heiða það er málið hahahaa. Allar þessar aukatölur og kerfisorð sem sífellt er verið að hella yfir okkur er bara til að fela þá staðreynd. Hehhee hlaut að vera. Tilraunastofan út í Papey og hlakkar bara í Kára.

Og Pétur, ég held og sýndist þetta vera svona samantvinnuð blanda af þessu öllu saman.Hehehe. 

Bara Steini, 19.3.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Kreppumaður

Hvað með að sleppa því bara að borga skatta?

Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Mér var alltaf kennt að borga skattana með bros á vör en þeir vildu fá peninga

Pétur Kristinsson, 19.3.2008 kl. 18:35

6 Smámynd: Bara Steini

Hvað ætli mundi ske ef allir mundi gera það Kreppumaður. Aldeilis mundi maður vilja sjá það bara kannski einu sinni hehehe.

Bara Steini, 19.3.2008 kl. 18:45

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég myndi sáttur borga skatt fyrir svona góðar færslur...

'ganga í kjötsúpu', brill snilld !

Steingrímur Helgason, 19.3.2008 kl. 19:11

8 Smámynd: Bara Steini

Það er verið að reikna út vísiprósentu hálfmagnsþéttings slummu og þér verður sendur gíróseðill Steingrímur. Takk fyrir hehehe

Bara Steini, 20.3.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband