29.2.2008 | 11:05
Gáfnafarið farið...
Þetta minnir á bara þessa "glæpahunda" sem fólk á að hafa áhyggjur af... Eins og liðið sem er að ruglast á hurðum og íbúðum hingað og þangað um bæinn og ráðast á vitlaust fólk...
Er það kannski gáfnafarið ástæðan fyrir því að þeir segja hættulegir glæpamenn, bara útaf þeir vita aldrei hvað þeir eiga að gera.
En óháð því þá sýnir þetta mér bara enn betur hvað ofsatrúarhiti getur breytt fólki í kolvitlaus villidýr sem vaða áfram í blindu hatri eins og alltaf. Kannski þessir trúarmenn ættu nú bara aðeins að lesa í sínum ritum og stunda sína trú og sjá hvort þeir geti ekki orðið betri manneskjur...
Vont að heita Kurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tekurðu líka eftir því, að því fátækara sem liðið er, því ofsafengnara er það?
Hvað viðkemur bófum sem villast á heimilisföngum: það er verkefni fyrir beisball kylfuna þína.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.2.2008 kl. 13:46
Ekkert nýtt, fyrir nokkrum árum birti dagblað í Bretlandi myndir af nokkrum barnanýðingum. Eins og við var að búast þá réðist múgur manna á fjölda saklausra einstaklinga sem voru svo óheppnir að líkjast einhverjum nýðingnum eða hafa svipað nafn. Aldrei hægt að vanmeta gáfur ofbeldisseggja.
Guðmundur Auðunsson, 29.2.2008 kl. 13:54
Ég held að það hljóti eitthvað annað að liggja að baki þessara frétta...
Bara að vera pönkari í dag að mótmæla þessum kurt eða einhverju tengt því þá getur maður verið stimplaður trúarofstækishreðjaverkamaður... Og svo er líka verið ansi mikið af yfirvöldum i Danaveldi að draga yfir yfirgang og illa framkomu við innflytjendur, þá er skellt upp svona frétt og þá er allt í lagi að besefast áfram... Þetta er jú allt fátækir illa trylltir hreðjaverkamenn hvortsem er segja þeir svo bara...
Ekki nema von að fólk sé ofsafengið...
Man einhver eftir París...
Bara Steini, 29.2.2008 kl. 13:59
Góður punktur Guðmundur, Dv var nú búið að koma ansi mörgum uppá slysó um helgar þegar þeir fóru að birta myndir af ódæmdum "nauðgurum"
Öllum þeim sem voru svipaðir þeim áttu á hættu að lenda í gaddakylfu samfélagsréttaraftökuhópsins.
Það þarf að fara að gát með flestar svona fréttir.
Bara Steini, 29.2.2008 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.