Nú er ég heimilislaus...

Svo satt er það... Einkasonurinn Drýsill flutti inn í gær og það leið ekki nema örfáir klukkutímar fyrr en ég hrundi niður, bæði í goggunnarröðinni og fæðukeðjunni... Nú er ég bara upptakari fyrir sætasta fjórfætling allra tíma. Jebb, kattarskranið bara smellir sér í sófann og situr sem fastast og eins gott að færa sig ef hann þarf plássið (og hann þarf það bara þegar maður vogar sér að sitjast smá).

Ég á ekki einusinni pláss i rúminu lengur, þó það sé risa svona king size svakadæmi þá einhvernveginn tekst mér alltaf að leggjast í "plássið" hans. Hehehe indæll er hann samt þessi loðni litli Drýsill. En svona er það bara að að geta ekki sagt nei við þessum RISA kisu manga augum... Alger snilld. En annars situr maður bara og bíður eftir að eitthvað gerist hér í netheimum...

Ætla skella mér Swiss miss í pott og reyna að fá leyfi hja Drýsil að horfa á hina huggulegu Deranged sem fjallar um bútalíkssamansaumarann Ed Gein... 

 

FatSpy_DVD_Cover_Deranged


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það jafnast fátt við það að góður köttur eigi mann algjörlega.

Steingrímur Helgason, 27.2.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Fríða Eyland

hehe

Fríða Eyland, 27.2.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband