Samkynhneigð-Börn-Ofbeldi...

Ég var að lesa mér til um að Ísrael hafi nú leyft ættleiðingar hjá samkynhneigðum. Þetta fékk mig aðeins til að hugsa um eitt...

 

Ef ég og minn maður mundum nú ættleiða barn og það væri löglegt í því landi og við mundum nú skreppa í ferðalag til lands þarsem bannað er fyrir okkur að eiga börn og mundum nú lenda í slysi, hverning er þá tekið á því að tveir menn með ólöglegt barn séu liggjandi á sjúkrahúsi og barnið er þá réttindalega séð munaðarlaust og hefur maður þá engann rétt þar...

Og eins með ofbeldi... Það er að segja heimilisofbeldi... Ef maður má ekki búa í samþykktri búsetu það er að segja gifting, er þá ekki rétt að það er ekki heimilsofbeldi ef maður lemur kallinn sinn??? Er hærri dómur fyrir það eða minni... Gæti ég þá kært kallinn bara fyrir hatursglæp afþví að hann lemur mig og kallar hommatík.... Er það bara heimilsofbeldi ef maður slær konu...

Nei ég veit ekki... en veit þó að þurfa skrifa Löglegt samband eða bara það að bannað sé að eiga börn sé útaf því að maður eigi að vera samkynhneigður er alger hneisa...

Þetta er samt forvitnilegt hvort maður hafi sömu réttindi í sínu "löglega" landi eða þá hvort þau hverfi þegar maður heimsækir lönd þarsem maður er "ólöglegur" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ísrael, kemur mér á óvart. Er það virkilega satt?

Góð pæling hjá þér. Hefði samt frekar kanna svör við spurningu eins og ef t.d. gifting samkynhneigðra og ættleiðing er leyfileg í einu landi, hvernig stendur þá það par og þeirra börn ef þau FLYTJA í annað land?

Halla Rut , 12.2.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Bara Steini

Jú það er satt. En þetta er einmitt búið að vera að hringlast í hausnum á mér með þessi réttindi...

Ekki vill maður að landakort verði merkt með einhverskonar "Gay friendly" límmiðum. Þetta er samt ósköp erfitt að sjá útur þessu öllu saman.

En Ísrael  hefur einmitt líka viðurkennt hjónabönd sem samkynhneigðir ganga í í öðrum löndum og einning veitt erfðarétt á við önnur hjón

Bara Steini, 12.2.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Halla Rut

En við skulum líka hafa í huga að konur missa einnig rétt sinn í mörgum löndum þó vissulega sé það örugglega algengara með samkynhneigða.

Konur sem flytja með börn sín t.d. í Pakistan hafa engan rétt til þeirra þótt þau séu fædd í landi þar sem jafn réttur er til barna. Þetta hafa margar konur lent í sem gifst hafa Múslimum og flutt svo með þeim og börnum sínum til þeirra heimalanda. 

Halla Rut , 12.2.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Bara Steini

Það er einmitt þessvegna sem ég fór að hugsa um þetta. Þetta er nefnilega ótrulega erfitt að fóta sig þegar svona margir og víðfemir menningarheimar "rekast" á.

Það er meira að segja dauðarefsing í sumum löndum fyrir ekki verri hluti en samkynhneigð eða jafnvel framhjáhald. Og í flestum tilvikum framhjáhalds þá er það konan sem er tekin af lífi. En hvað er hægt að gera, það er varla hægt að ryðjast bara inn á stofugólf og heimta sitt... En það er líka hægt að kynna sér málin og aðstæður og reyna að finna einhvern flöt sem virkar.

Bara Steini, 12.2.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Halla Rut

Halda áfram að gagnrýna og vinna minni baráttur. Það er eina leiðin. Samfélög breytast ekki yfir nótt.

Jafnrétti allra er alltaf að verða meira og meira metið í heiminum sem betur fer. Ætli það verði nokkru sinni fullkomið en allavega þá verðum við bæði dauð ef það verðu þá einhvern tímann.

Góða nótt. 

Halla Rut , 12.2.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Bara Steini

Takk fyrir innleggið og það er svo satt hjá þér. Hægt áfram þokast þetta þó finnur maður. Góða nótt.

Bara Steini, 12.2.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband