12.2.2008 | 14:09
Drengjum er líka misnotað...
Mér hefur alltaf brunnið mikið hatur í garð kynferðisglæpamanna og þær manneskjur sem lenda í klóm þessara skepna eiga hug minn allann...
En einning fer soldið mikið fyrir brjóstið á mér er þegar drengir og ungir menn lenda í misnotkun og nauðgun þá er það einhvern veginn alltaf lágværari umræða og hálfpartinn farið í kringum málið... Margir þarna úti hafa lent í skelfilegum hlutum og hafa ekki hugmynd um hvert eða jafnvel hvort er hægt að leita hjálpar, bæði sökum þess að "gaurum er ekki nauðgað" hugarfarinu eða þá þessari skrýtnu þögn í kringum þetta allt saman...
Við verðu að vinna að þessum málum öllum og rétta öllum þeim sem lenda í þessari skelfilegu reynslu alla þá hjálp sem við getum og reynum að uppræta þennann óþverra útur okkar samfélagi...
Athugasemdir
það eru alveg óteljandi drengir misnotaðir, t.d oft á kerfisbundinn hátt á strákaheimilum útum allan heim, fólk sem vill ekki tala um það er bara sorglegt - það þarf að gera miklu meira úr þessum málum, því miður, en það er satt
halkatla, 12.2.2008 kl. 14:12
Þetta er nefnilega svo ótrulegt að ég veit varla hvar á að byrja... Það þarf að rétta út risastóra hjálprhönd að koma þessum hóp upp í björgunnarbátinn áður en það verður of seint...
Bara Steini, 12.2.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.