Óuppfyllt Karlmennska...

Ég opnaði augun í morgunsárið og fór að spá aðeins í svona "bíómynda" og auglýsingakröfum á fólk. Og líka út frá því að í gær leit ég á Rambo. Og hjálpi mér hvað karlmennskan er nú fjarlæg. Það er að segja eins og með kvikmyndahetjur síðastu ára er að skoða.

Og þá meina ég hverning á meðalmaður að reyna að komast með tærnar þarsem þessir kappar eru með kálfvöðvana. Þetta er allt svo risavaxið að bara éta fyrir þessa gaura er hreinlega eins og máltíð fyrir meðal fjölskyldu. Og að halda svona þursavexti hlýtur að þýða að maður verði að búa í æfingasalnum...

En það er nátturlulega ótrulegt hvað sumir menn eru nú til í að leggja á sig eins og þessi hér herramann hann Gregg Valentino.... Hann æfði það mikið og pumpaði í sig svo mikið af efnastækkandi vísindamannasulli að handleggurinn á honunm hreinlega sprakk.... hér er  hægt að sjá tröllið.

gregg2Skyldi þetta vera hægt... Ég held ég persónulega vilji bara halda mig við þessa venjulegu mannsmynd sem ég er í. Jæja ég segi ekki ef það þyrfti enga vinnu þá mundi maður nú kannski skella utan á sig svona 45 kílóa upphandleggsvöðvum....

Sjáum hvað setur... ég ætla að finna þyngri lyklaborð á tölvuna og byrja á að lyfta því og horfa svo á nokkur kraftlyftingamót...

Maður verður að byrja hægt og hver veit nema undir áramótin þá verði maður bara kominn í þetta útlit...

ronnie_03

 B0000CF348.01.LZZZZZZZ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Já er það ekki. Þetta er svona eins og öfug anorexia. Læknar einmitt setja þetta upp þanning því þessir menn geta ekki hætt og finnst þeim þeir ávallt of smáir.... Hrikalegt dæmi...

Bara Steini, 9.2.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband