25.12.2007 | 17:02
Skrýmslafóður í matinn....
Jæja enn eitt matarboðið bíður nú handans hornins nema í þetta skiptið er það hreinræktuð Ófrynja sem verður elduð ofan í ginið á manni... Og hvað skyldi fá að prýða diskinn minn í kveld. Skyldi það vera nýskotið villidýra hreindýr eða einhver önnur eðalfjallaskepna.... Neibb... Þetta fyrirbrigði er víst synt og er með því ófrýnasta sem ég hef haft þá óheppni með að hitta.
Jebb þetta er víst skötuselur... Hehehe jebb það er satt að ég ætla að leggja þessa hrikalegu skepnu mér til munns, þó með loforðum og allt saman um að þetta kvekendi eigi víst að vera jafngott og það er ljótt. En þó skilst mér að þetta bragðist víst líkt humar á einhvern hátt en ég skal þó skrifa upp dóm um þessa lífsreynslu á morgun ef ég lifi það af að gúffa þessu í mig.
Annars vaknaði maður bara bústinn og rjóður í kinnum í jólasnjónum í dag og skellti mér bara í heillanga aftakaveðursgöngu hingað og þangað og endaði nú bara hjá Móðurinni sem er að skella hengiketi oní hálfa ættina í augnablikinu. Hehehe mér sýnist nú glitra á smá vonbrigðar tár á hvarmi hennar fyrst maður er nú ósvífinn að stinga pakkann af og fara í Ófrynju átveislu hjá félaganum...
En maður getur nú ekki slegið hendinni upp á móti heimilseldaðu ofsaskrýmsli, og skellir sér bara í familí pakkann að ári liðnu...
En annars bara brosir allt lífið við einhvern veginn þó að sturtan mín sé stífluð og það sé nú bráðum að byrja "eðlilegt" líf handan hornins. Þanning að ég ætla að skella mér í gallann og skunda á örlaganna fund og bið að heilsa ykkur öllum þarna úti.
Athugasemdir
Vona að þú náir að éta skrímslið en það ekki þig. Annars hef ég litlar áhyggjur af þér elsku drengur, því þú hefur lagt stærri skrímsli að velli og það skrímsli sem sumir hafa sagt ósigrandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 00:17
hehehe satt er thad vist. nu er bara ad bida hvort skrymslid hefni sin a leidinni ut fyrst eg kom henni nu nidur... hmmm...
barasteini (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 03:21
Já þúnar svmiona Alien dæmi.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 06:23
Þú meinar svona átti að standa. (hvernig er hægt að gera svona prentvillur???)
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 06:25
hahaha ef þú bara vissir hvað ég var að kaupa handa þér á einhverjum vafasamasta útimarkaði sem ég hef komist á
og ertu búinn að sjá nýju alien vs predator? var að lesa á alnetinu að þetta ætti að vera eitt gorefest í gegn... á fyrstu 8 mínútunum er búið að limlesta átta ára barn víst... gerist það eitthvað betra? erum að pæla hvort við ættum að tíma að borga okkur á hana... anywhoo... langaði þig ekki í eitt stk kettlingagrey? pössuðum okkur á því að taka til hliðar einn fress þar sem þér ekki vel við kvenkynið :)
Davíð S. Sigurðsson, 26.12.2007 kl. 10:16
og láttu ekki viðurstyggðina úr undirdjúpunum standa í þér, kysstu egill og óla frá mér
Davíð S. Sigurðsson, 26.12.2007 kl. 10:17
þ.e.a.s ef egill jólatröll er að elda viðbjóðinn ofan í þig... annars bara næst þegar þú hittir hann... er ekki í tísku hérna að skilja eftir 3 komment? ;)
Davíð S. Sigurðsson, 26.12.2007 kl. 10:18
Hehehehe snilld. Jubb líst vel á einn lil puss puss í kotið. Það er ekkert smá einmannalegt án eins þanning. Og svo verður að smygla inn sitthvorum Kínakallinum handa mér og Agli. Hehehe.
Bara Steini, 26.12.2007 kl. 18:58
Ahahaha þetta er besta og fyndnasta mynd sem ég hef séð. Einfaldlega hrein snilld Jón.
Bara Steini, 26.12.2007 kl. 19:00
Ég trúi bara á góð og holl skrímsli Skötuselurinn fellur þar undir
Eigðu frábæra daga framundan
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 20:13
ojj steini, alien vs predator 2 var hundléleg... X(
Davíð S. Sigurðsson, 31.12.2007 kl. 07:33
Gleðilegt nýtt ár esskan mín ef þú ert enn á lífi eftir þessa skelfilegu lífsreynslu.
Hér var étið dautt svín sem er öllu heldur frýnilegra og bragðbetra!
*Kossar*
Ellý, 1.1.2008 kl. 15:05
veistu ekki að við eigum ekki að dæma eftir útlit steini minn.... eins ljótur og selurinn sem kenndur við skötu er þá er hann bragðgóður með meiru... E.T var yndið uppmálað en ekki sætur svo sem .. en gleðilegt árið vinur
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.