24.12.2007 | 21:45
Jólablístur.
Uuuurrrggghhhhh..... ææææ hvað það er nú er gott að tæta af sér kurteisishamin og láta bara vömbina flæða fram yfir buxnastrenginn og skella sér í hlýrabolin og klóra sér á stöðum sem varla má minnast á á jólunum hehehe.... Ekki það að vömbin á mér flæði eitt né neitt frekar en fyrri daginn. Maður er nú matgrennri en sigurverari Top model hehehe.
Þó að naflinn á mér standi örlítið út útaf þessu óendalega gómsæta matargræðgisáti.... En það reddast með stanslausum hlaupum og æfingum fyrir áramótin hahaha. Smelli mér í puma gallann og uppháu gammasíurnar og tek hringinn hahahha. Nei nei ætli maður leggist ekki bara uppí loft og andi sem minnst til morguns. Mann langaði nú bara að skella inn einu stuttu meðan maður er nálægt nettengdu fólki hehehe. En annars vona ég að þið hafið það öll jafngott og hægt er þarna úti og njótið nú þess bara að vera til.
Athugasemdir
Gleðileg Jól Elsku Steini min. Vonandi fékkstu þráðlaust netsamband í Jólagjöf. Passaðu þig nú að verða ekki matgræðginni að bráð. Ekki máttu nú við því hlussan þín og skvaphaugur.
Hann "samhyggð" á örugglega einhver orð yfir slíkt græðgisbrjálæði. Svo eru sumir að segja að ég stndi á bakvið þennan vitleysing og jólatröll. Þvílík fásinna!
Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2007 kl. 05:59
Samhyggð. Óþolandi jákvætt og upplífgandi jólatröll, sem er búinn að vera að móðga fólk og dreifa leiðindum á mbl bloggi undanfarið. Þó nokkuð margir búnir að loka á IP töluna hans. Ekki ég. (get það ekki hehe)
Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2007 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.